Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 11
Sölusýning
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
Sölusýning á morgun
frá kl. 10 til 16.
Á morgun efnum við til sölusýningar í
verslun okkar í Nóatúni 4.
Þar gefst tækifæri til að skoða allt það
nýjasta sem við bjóðum, m.a.
uppþvottavélar sem fengu hæstu
einkunn bæði hjá dönsku og sænsku
neytendablöðunum, þvottavélar með
sjálfvirkum kerfum, þurrkara með
sjálfhreinsandi rakaþétti, hljóðlátasta
blandarann frá Bosch og fleira og fleira.
Fjöldi tilboða í tilefni dagsins.
Veittur verður verulega góður
afsláttur.
Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur.
Það verður heitt á könnunni!
Sve itarStj ó rnarmál Sviðum og
stofnunum innan Reykjavíkurborgar
verður gert að bera ábyrgð á rekstri
sínum með því að taka halla eða
afgang með sér frá fyrra fjárhagsári
yfir á það næsta. Verði halli á ein-
hverjum málaflokkum þurfa þeir að
mæta hallanum á næsta ári. Þetta var
samþykkt í borgarráði í gær.
„Eðlilegt er að svið og stofnanir
sem koma vel út eða halda vel utan
um reksturinn njóti ágóðans af því en
þeir sem ekki standa sig vel verða þá
að bera ábyrgð á þeim rekstri,“ segir
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi.
Hún segir þessa reglu tilkomna vegna
aðhaldsaðgerða Reykjavíkurborgar.
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins, segir þetta geta orðið
heillavænlegt skref en bendir á að
rekstur borgarinnar hafi ekki staðist
væntingar. „Ég tel mikilvægt að vera
með einhverjar slíkar reglur. Það er
samt ekki nóg að afgreiða ársreikning
og yppa öxlum yfir lélegum rekstri
síðustu 12 mánaða. Það verður að
grípa strax inn í og þar tel ég að svona
reglur séu hjálplegar við. Þess vegna
styð ég að þær séu settar en áskil mér
allan rétt til að kalla eftir breytingum
á þeim ef þær virka ekki sem skyldi,“
segir Halldór. – sa
Gert skylt að taka hallarekstur með sér
Afkoma borgarsjóðs hefur verið gagnrýnd undanfarið og afkoman fyrstu sex
mánuði ársins var langt undir væntingum. Fréttablaðið/GVA
Það er samt ekki
nóg að afgreiða árs-
reikning og yppa öxlum yfir
lélegum rekstri síðustu 12
mánaða. Það
verður að grípa
strax inn í.
Halldór Halldórsson,
oddviti Sjálfstæðis-
flokks í Reykjavík
Stjórnmál „Það stendur til að þetta
verði forgangsmál okkar. Allir þing-
flokkar velja sín forgangsmál og ég á
von á að þetta verði eitt þeirra,“ segir
Vilhjálmur Árnason, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Hann hefur lagt fram frumvarp sitt
um að leyfa sölu áfengis í einkarekn-
um verslunum í annað sinn. Frum-
varpið dagaði uppi á síðasta þingi.
Þingmenn úr öllum flokkum nema
Samfylkingunni og Vinstri grænum
eru flutningsmenn frumvarpsins.
Frumvarpið er efnislega það sama
og Vilhjálmur lagði fram í fyrra
fyrir utan breytingar sem byggja á
nefndaráliti meirihluta allsherjar- og
menntamálanefndar frá því í ár.
„Þær breytingar eru til dæmis
að allir þurfa að sýna skilríki sama
hvort þeir séu sextugir eða tvítugir og
refsingarnar sem voru fyrir í áfengis-
löggjöfinni eru betur skýrðar nú. Og
greinargerðin gerir betur grein fyrir
því að þarna er um að ræða allar
verslanir; gjafavöruverslanir, sér-
vöruverslanir og fleira, en ekki bara
matvöruverslanir eins og umræðan
var síðast.“
Þá er hnykkt á því að frumvarpið
verði endurskoðað innan árs og á
þeim tíma mun Áfengisverslun rík-
isins geta starfað áfram.
„Þetta er ekki breyting á einum
degi. Það er sem sagt ekki verið að
kollvarpa neinu,“ segir hann. – srs
Snýr aftur með
frumvarp um
sölu áfengis
Ef frumvarpið verður samþykkt verður
það til endurskoðunar eftir ár.
Fréttablaðið/GVA
Þetta er ekki breyt-
ing á einum degi.
Það er sem sagt ekki verið að
kollvarpa neinu.
Vilhjálmur Árnason,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks
F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 11F Ö S t U D a G U r 1 1 . S e p t e m B e r 2 0 1 5
1
1
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
0
F
-C
D
0
4
1
6
0
F
-C
B
C
8
1
6
0
F
-C
A
8
C
1
6
0
F
-C
9
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
9
_
2
0
1
5
C
M
Y
K