Fréttablaðið - 11.09.2015, Page 20

Fréttablaðið - 11.09.2015, Page 20
Í gegnum tíðina hefur aragrúi tungumála dáið út um heim allan. Í mjög stuttu máli lognast tungu- mál oftast út af vegna utanaðkom- andi þrýstings annarrar menn- ingar sem hefur yfirburði sökum stærðar, valds og/eða efnahags- legs bolmagns. Málnotendur geta þá hvort sem er verið tilneyddir til að segja skilið við mál sitt eða kosið að gera það sjálfir í þeirri trú að þeir séu betur settir án þess. Sú menning sem nú þrýstir á íslenska tungu er alþjóðlega tæknimenn- ingin. Ungt fólk vill tala það mál sem setur það í samband við nýja og betri tíma. Tæknin er allt umlykj- andi og nú er sú breyting að verða að í stað þess að þrýsta á hnappa mun tækjunum verða stjórnað með tungumálinu. Málnotendur munu því, hvort sem þeim líkar betur eða verr, þurfa að tala það mál sem tækin skilja. Á stafrænni öld snýst varðveisla íslenskrar tungu því að miklu leyti um fjár- muni og forgangsröðun stjórn- valda. Á stærri málsvæðum getur mál- tækni verið arðbær markaðsvara. Hérlendis mun slíkt seint standa undir kostnaði, hvað þá skila hagnaði, og því er mikilvægt að stjórnvöld veiti peninga í mála- flokkinn. Eru hérlendir ráðamenn meðvitaðir um það og taka þeir mögulegan dauða íslenskunnar alvarlega? Út á við rembast þeir við að fá almúgann til að trúa því. Á tylli- dögum tala þeir um þann dýrmæta arf sem tungumálið er á meðan íslenski fáninn blaktir við hún. Þá slá íslenskumælandi hjörtu í takt og trúa því, þótt ekki sé nema eitt augnablik, að björgunar- bátur drekkhlaðinn rannsóknar- styrkjum og íslenskri máltækni sé á leiðinni. Mennta- og menn- ingarmálaráðherra skipaði vissu- lega nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni árið 2014. Nefndin skilaði af sér aðgerðaráætlun í byrjun árs 2015 og lagði til að á tíu ára tímabili yrði tæpur milljarður íslenskra króna veittur til að styrkja stafræna stöðu íslenskunnar. Hola íslenskra fræða Í fjárlögum 2015 fengust 15 millj- ónir af þeim 40 sem beðið var um, eða tæp 38 prósent. Í glóðvolgum fjárlögum ársins 2016 eru 30 millj- ónir veittar í máltæknisjóð af þeim 90 sem talin var þörf á, sem sam- svarar rétt rúmum 33 prósentum. Báturinn veltist því kannski um þarna á máltæknisjónum en það eru rétt um 35 prósenta líkur á því að hann vinni einhver björgunar- afrek. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stendur: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd […]. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“ Hér eru á ferðinni sérlega göfug og falleg markmið. For- sætisráðherrann okkar, sá sami og skrifaði undir téðan stjórnarsátt- mála, var eitt sinn ávíttur af for- seta Alþingis fyrir að nota slettuna „soundbite“ í ræðustól. Hann brást við með orðunum „Herra forseti, ókei, ég skil hvað þú ert að segja,“ og sagði jafnframt að honum hefði þótt nauðsynlegt að grípa til ensk- unnar í þessu tilviki. Í marsmánuði 2015 skilaði Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, margumræddum forsætisráðherra skýrslu um breytingu á íslensku peningakerfi á ensku án þess að nokkur haldbær rök lægju þar að baki. Við Arngrímsgötu 5 stendur ekkert en þar er aftur á móti stór og sérlega íslensk hola. Hún er hola íslenskra fræða þar sem enn bólar ekkert á húsinu sem stóð til að reisa þar. Málvernd og virðing. Það var nefnilega það. Hvernig deyja tungumál? Linda Markúsdóttir íslensku- og tal- meinafræðingur Globeathon er alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Þetta er í þriðja sinn sem Globeathon er haldið á heimsvísu og á síðasta ári tóku yfir 70 lönd þátt í þessum viðburði. Í ár er boðið upp á 5 km og 10 km hlaup og göngu. Það er Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítal- ans, og Krabbameinsfélagið sem standa að þessum viðburði saman en allur ágóði rennur til Lífs. Á hverju ári greinast um 60 konur með krabbamein í kvenlíffærum, aðallega krabbamein í leghálsi, legi eða eggjastokk- um. Krabbamein sem greinast á frumstigi eru oft læknanleg og er því mikilvægt að konur taki ábyrgð á eigin heilsu og sinni þeim forvörnum sem eru í boði og hlusti á líkamann og leiti til lækna ef þær eru með ný einkenni frá kvenlíffærum. Leghálskrabbamein Leghálskrabbameinsleit hófst á Íslandi fyrir rúmlega 50 árum og hefur mikill árangur náðst í því að lækka dánartíðni þess. Megintilgangur leitarinnar er að greina og meðhöndla forstigsbreytingar krabbameins í leghálsi. Leitarstöð Krabba- meinsfélagsis hvetur allar konur á aldr- inum 23-65 ára til að mæta á þriggja ára fresti í þessa leit. Leghálskrabbamein orsakast af HPV- veirum (Human Papilloma Virus) og smit- ast við kynmök. Árið 2011 hófst bólusetn- ing gegn þessum flokki veira og er öllum tólf ára stelpum á landinu boðin bólusetn- ing og fer hún fram í skólum landsins. Er þetta mikil fjárfesting til framtíðar og mun lækka dánartíðni leghálskrabbameins enn frekar og minnka þann kostnað sem felst í eftirliti og aðgerðum vegna frumubreyt- inga í leghálsi. Krabbamein í legi Krabbamein í legi getur myndast í slím- húð legsins eða í legvöðvanum. Þetta krabbamein er algengara hjá konum eftir tíðarhvörf og gefur sig oft til kynna með blæðingum frá leggöngum. Ofþyngd getur verið áhættuþáttur vegna þess að horm- ónið estrogen myndast að hluta til í fituvef eftir tíðahvörf og getur örvað slímhúðina í leginu. Það er mikilvægt að leita til læknis ef fram koma blæðingar frá legi eftir tíða- hvörf. Krabbamein í eggjastokkum Krabbamein í eggjastokkum gefur lítil ein- kenni í byrjun og greinist því oft ekki fyrr en sjúkdómurinn er langt genginn og hefur náð að dreifa sér út fyrir eggjastokkana. Um 60% kvenna sem greinast með eggja- stokkakrabbamein eru með langt genginn sjúkdóm. Það er engin skimun til fyrir eggjastokkakrabbamein og því mikilvægt að konur séu vakandi fyrir einkennum frá kviðarholi. Helstu einkenni eru óljósir kviðverkir, þrýstingseinkenni á þvag- blöðru eða endaþarm, verkir við samfarir og aukið ummál kviðar. Globeathon-hlaupið/gangan fer fram sunnudaginn 13. september og hefst kl. 11 við Háskólann í Reykjavík. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun ræsa hlaupið/ gönguna . Hlaupið/gengið er inn í Fossvogsdal og til baka og í lok hlaups fer fram verð- launaafhending og dreginn verður út fjöldi glæsilegra útdráttarvinninga. Fjöldi fyrirtækja hefur styrkt verk- efnið með vinningum og viljum við nota tækifærið og þakka þeim öllum fyrir það. Bláa lónið og Vistor hafa verið styrktar- aðlilar hlaupsins frá upphafi. Tilgangur Lífs styrktarfélags er að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna á landinu. Það geta allir tekið þátt í Globeathon. Við skorum á þig að taka þátt, heilsunnar vegna. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá www.hlaup.is. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum í anddyri Háskólans í Reykja- vík kl. 9.00-10.45 á sunnudaginn . Við erum á Facebook undir Globeathon Ísland. Globeathon heilsunnar vegna Sigrún Arnar dóttir læknir, stjórnar- maður Lífs styrktarfélags og einn af skipuleggj- endum Globeat- hon Af og til koma upp villandi umræður í fjölmiðlum um jarðhitaauðlindina og nýtingu hennar sem bera merki vanþekkingar á viðfangsefninu. Þá eru gjarnan blásnar upp yfirlýsingar og fullyrðingar fólks sem takmarkað þekkir til mála, en jafnframt er eins og þess sé vandlega gætt að leita ekki sjónarmiða þeirra sérfræðinga sem gerst þekkja málin og hafa rannsakað áratugum saman. Þetta leiðir til þess að almenningur fær ranga mynd af jarðhitavinnslu og sumir halda að verið sé að klára varmaforða jarð- hitasvæðanna og orku til húshitunar muni senn þrjóta, sem fer víðs fjarri. Nýjast í þessum efnum er umfjöll- un í Spegli Ríkisútvarpsins 18. ágúst 2015 og í fréttum Sjónvarpsins ásamt viðtali við Gunnlaug H. Jóns- son í framhaldi af grein sem hann birti í Fréttablaðinu skömmu áður. Í umfjöllun RÚV er Gunnlaugur ítrek- að kynntur sem eðlisfræðingur og fyrrum starfsmaður Orkustofnunar, augljóslega í þeim tilgangi að láta líta svo út að þarna tali maður með sér- þekkingu á málum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Gunnlaugur vann fyrir 35-40 árum hjá Orkustofnun aðallega að virkj- anarannsóknum vatnsafls en síðan Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins Ólafur G. Flóvenz forstjóri Ísor Er markmiðið bara að ná athygli og selja óháð hvaða ranghugmyndir verið er að draga upp fyrir almenning? Það geta allir tekið þátt í Globe­ athon. Við skorum á þig að taka þátt, heilsunnar vegna. stofnun fyrir um 30 árum en að leita álits hjá núverandi jarðhitasérfræð- ingi Orkustofnunar, Jónasi Ketils- syni forðafræðingi. Allt eru þetta menn með mikla þekkingu á forðafræði jarðhita- svæða en jafnframt vandaðir vísindamenn sem tala yfirleitt af yfirvegun og gaspra ekki um hluti sem þeir ekki þekkja til eða geta staðið við. Kannski er það einmitt þess vegna sem þessir menn eiga ekki upp á pallborðið hjá RÚV. Og þegar sjónarmiðum Gunnlaugs var andmælt á síðum Fréttablaðsins skömmu síðar þótti RÚV engin ástæða til að gera grein fyrir and- mælunum, hinar villandi fréttir skyldu standa. fyrst og fremst við fjármál og hætti þar árið 1988 og sneri sér alfarið að fjármálastjórnun við Háskóla Íslands. Vissulega er Gunnlaugur með BS- próf í eðlisfræði en hann hefur ekki starfað sem slíkur í marga áratugi. Þetta er alls ekki sagt hér til að hnýta í Gunnlaug, sem á að baki farsælan starfsferil, heldur til að benda á starfs- hætti fréttamanna RÚV í vali á við- mælendum. RÚV hélt áfram umfjöllun á sömu nótum næstu tvo daga. Daginn eftir var viðtal við Stefán Gíslason, for- mann stjórnar rammaáætlunar, sem ekki er jarðhitasérfræðingur. Þótt hann svaraði spurningum var- færnislega bar viðtalið glögg merki takmarkaðrar þekkingar á jarðhita- n ýtingu. Þriðja kvöldið var síðan við- tal við Stefán Arnórsson, fyrrverandi prófessor og góðan fræðimann í jarð- efnafræði, en hann hefur margoft tjáð skoðanir á forðafræði jarðhitasvæða sem eru andstæðar áliti þorra þeirra sérfræðinga sem gerst til þekkja og í sumum tilfellum komið með rangar staðhæfingar eins og við Guðni Axelsson forðafræðingur röktum í grein í Morgunblaðinu árið 2011 (sjá http://isor.is/villandi-umfjollun-um- jardhitaaudlindina ). Menn með mikla þekkingu Fréttamönnum RÚV virðist hins vegar ekki hafa dottið í hug að leita til einhverra þeirra langreyndu og hæfu sérfræðinga sem hafa rann- sakað og fylgst með jarðhitavinnslu víða um heim, jafnvel áratugum saman. Þarna má nefna menn eins og Guðna Axelsson og Bene- dikt Steingrímsson hjá ÍSOR sem tvímælalaust eru meðal fremstu jarðhitaforða fræðinga heimsins, Ómar Sigurðsson hjá HS Orku, Gunnar Gunnarsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Grím Björnsson sem starfar sjálfstætt eða Andra Arnalds- son hjá Vatnaskilum. Og RÚV kýs frekar að ræða þessi mál við mann sem starfaði að fjármálum á Orku- Menn geta hver um sig velt upp skýringum á þessu háttalagi RÚV. Er markmiðið bara að ná athygli og selja óháð hvaða ranghugmyndir verið er að draga upp fyrir almenn- ing? Eða ráða einkaskoðanir og fordómar einstakra fréttamanna ferðinni? Eða er þetta bara dæmi um mjög óvandaða fréttamennsku sem síst ætti að sjást í Ríkisútvarp- inu? Svari nú hver fyrir sig. Eftir að hafa hlustað á frammi- stöðu RÚV í þessu máli spurði ágætur maður sem þekkir vel til jarðhitamála hverju maður eigi að trúa af umfjöllun RÚV um önnur mál, sem maður þekkir lítið til, þegar það sem maður þekkir til er svona rangsnúið. Á stafrænni öld snýst varð­ veisla íslenskrar tungu því að miklu leyti um fjár­ muni og forgangsröðun stjórnvalda. 1 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 F Ö s t U D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 0 F -C 3 2 4 1 6 0 F -C 1 E 8 1 6 0 F -C 0 A C 1 6 0 F -B F 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.