Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 2
11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 16
Fremur hæg suðvestlæg átt í dag. Skýjað
með köflum og úrkomulítið, en léttir
heldur til þegar líður á daginn, einkum
um landið norðan- og austanvert. Milt í
veðri, hlýjast í innsveitum.
Snjallara heyrnartæki
HEYRNARSTÖ‹IN
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð)
með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
LÖGREGLUMÁL Þrír menn hafa
verið kærðir fyrir veiðiþjófnað í
Skjálftavatni, vatnasvæði Litluár
í Kelduhverfi, sem átti sér stað í
byrjun mánaðarins. Veiðisvæð-
ið hefur verið í útleigu um nokk-
urra ára skeið og er aðeins veitt og
sleppt í ánni.
Sænskur rannsóknarlögreglu-
maður, sem var við veiði í Litluá,
tók eftir grunsamlegum manna-
ferðum við Skjálftavatn þetta
umrædda kvöld og ákvað að
grennslast fyrir um ferðir mann-
anna. Grunur hans reyndist á
rökum reistur þar sem þeir gengu
með mikið magn fiskjar til bifreið-
ar sinnar. Höfðu þeir notað net og
er talið að á annað hundrað kíló af
fiski hafi verið tekin ófrjálsri hendi.
Sturla Sigtryggsson, einn þeirra
sem eru með svæðið á leigu, segir
hér um kláran veiðiþjófnað að
ræða. „Það sást til mannanna koma
með net inn í Skjálftavatn undir
miðnætti og tóku þeir rúmlega
eitt hundrað kíló af silungi með
sér eftir þessa för. Við lítum þetta
alvarlegum augum og höfum kært
málið til lögreglu,“ segir Sturla.
Hann tekur fram að landeigendur
á svæðinu hafi ekki verið þarna að
verki en einn mannanna sé tengdur
landeiganda. „Við greiðum landeig-
endum um sex milljónir á ári fyrir
leigu á veiðiréttindum og því orkar
það tvímælis þegar menn tengd-
ir landeigendum ná sér í fisk með
þessum hætti í á sem leigð er út
sem náttúruperla þar sem skylda
er að sleppa öllum fiski.“
Aðalsteinn Júlíusson, varðstjóri
lögreglunnar á Húsavík, staðfesti
í gær að kæra hefði borist og verið
væri að taka skýrslur vegna rann-
sóknarinnar. Leigutakar væru á
þeirri skoðun að hér væri um brot
á reglum um lax- og silungsveiði að
ræða. Hann vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um málið þar sem það væri
í rannsókn.
Erlendur Steinar Friðriksson
fiskifræðingur segir bleikjustofn-
inn í Litluá og Skjálftavatni líklega
einsdæmi á Íslandi og þótt víðar
væri leitað. Stærð bleikjunnar á
svæðinu sé með ólíkindum.
„Í ánni hefur verið náð miklum
árangri með því að sleppa öllum
veiddum fiski í nokkur ár og búa
til stórskemmtilega á með löngu
veiðitímabili. Á síðasta ári veidd-
ust í ánni langstærstu bleikjur árs-
ins og var stærsta bleikjan um 90
sentimetrar að stærð og vó níu kíló.
Þetta jaðrar við heimsmet og stofn-
inn þarna er mjög merkilegur fyrir
þessar sakir,“ segir Erlendur Stein-
ar. sveinn@frettabladid.is
Stóð veiðiþjófa að
verki í Skjálftavatni
Sænskur rannsóknarlögreglumaður tók myndir af meintum veiðiþjófnaði í
Skjálftavatni í byrjun mánaðarins. Þrír menn lögðu net í vatnið um miðnætti og
höfðu á brott með sér mikið magn fiskjar. Leigutakar hafa kært málið til lögreglu.
Öxarfjörður
Jökulsárós
Bakkahlaup
Skjálftavatn
FULLFERMI Eins og sjá má á mynd-
inni sem náðist af mönnunum eru
þeir með mikið magn af fiski sem
þeir fengu í net. Öllum bleikjum
skal sleppt í Litluá og Skjálftavatni.
TYRKLAND Hrina árása átti sér stað í Tyrklandi í
gær. Bílsprengja sprakk fyrir utan lögreglustöð
í Istanbúl í gærmorgun. Sprengjan banaði einum
árásarmanni og særði tíu manns.
Tvær konur gerðu árás á skrifstofu ræðis-
manns Bandaríkjanna í Istanbúl í gær. Enginn
starfsmaður ræðismannsskrifstofunnar særðist í
árásinni. Önnur konan náði að flýja af vettvangi
en lögregla skaut og særði hina sem hrópaði: „Ég
gerði það fyrir flokkinn,“ þegar hún var hand-
tekin.
Þá sprakk önnur bílsprengja í Istanbúl sem
banaði einum lögreglumanni.
Flokkur öfgavinstrimanna hefur lýst yfir
ábyrgð á verknaðinum en flokkurinn hefur verið
bannaður í Tyrklandi og er skilgreindur sem
hryðjuverkasamtök af Tyrklandi, Bandaríkjun-
um og Evrópusambandinu.
Í Sirnak-héraðinu í suðausturhluta Tyrklands
létust fjórir lögregluþjónar þegar sprengja
sprakk við vegkant og tyrkneskur hermaður lést
þegar árásarmaður skaut á herþyrlu.
Talið er að herskái vængur Kúrdíska verka-
mannaflokksins (PKK) beri ábyrgð á árásunum í
Sirnak en tyrkneskar herþyrlur svöruðu árásunum
með að sprengja upp nokkrar herbúðir PKK. - srs
Tyrkneski herinn og öryggissveitir stóðu í ströngu vegna hryðjuverka í gær:
Árásahrina víða um Tyrkland
ÖRYGGISSVEITIR Fjöldi árása beinist gegn lögreglumönnum
og hermönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
ÁSTRALÍA Þúsundir manna gengu fylktu liði um margar borgir Ástr-
alíu um helgina til að krefjast þess að lög um að leyfa hjónabönd sam-
kynja fólks nái fram að ganga á ástralska þinginu.
Þingmenn úr Frjálslynda flokknum, sem er stjórnarflokkurinn í
Ástralíu, ásamt þingmönnum í Verkamannaflokknum, sem er stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn, munu freista þess að koma málinu á dag-
skrá þingsins á næstu dögum.
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, hefur ætíð verið mótfallinn
hjónaböndum samkynja fólks en hann hefur gert lítið úr þverpólitísku
útspili fyrrnefndra þingmanna. - srs
Þúsundir gengu í mótmælagöngum víða um Ástralíu:
Krefjast samkynja hjónavígslna
JAFNAR ÁSTIR Þessi mótmælandi var einn fjölmargra sem hvöttu stjórnmálamenn
til að samþykkja lögin. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Það sást til mann-
anna koma með net inn í
Skjálftavatn undir mið-
nætti og tóku þeir rúm-
lega eitt hundrað kíló af
silungi með sér eftir þessa
för. Við lítum þetta alvar-
legum augum.
Sturla Sigtryggsson,
leigutaki við Skjálftavatn
SVEITARSTJÓRNARMÁL Veiðifélag Laxár á Ásum í Austur-
Húnavatnssýslu vill láta loka skotsvæði bæjarfélagsins í
landi Hjaltabakka. Telur veiðifélagið að hávaðamengun
frá skotsvæðinu trufli starfsemi þess en það selur veiði-
leyfi í ána. Veitt er á tvær stangir í ánni.
Óttar Yngvason hæstaréttarlögmaður skrifaði byggða-
ráði Blönduósbæjar erindi fyrir hönd veiðifélagsins þar
sem farið var fram á tafarlausa lokun skotæfingasvæð-
isins og að landið yrði hreinsað af mengandi efnum sem
eru á svæðinu, eins og það var orðað í bréfinu.
Byggðaráð Blönduósbæjar tók erindið fyrir á byggða-
ráðsfundi í síðustu viku. Samhljóða var ákveðið að hafna
erindi veiðifélagsins og var bæjarstjóra falið að svara
erindinu formlega. - sa
Blönduósbæ barst erindi lögmanns fyrir hönd veiðifélags Laxár á Ásum:
Veiðifélag vill stöðva skotfimi
LAX Á BAKKANUM Laxá á Ásum er líklega ein víðfrægasta
íslenska laxveiðiáin og hafa mörg fyrirmennin rennt fyrir fisk
þar í gegnum tíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVÍÞJÓÐ Fimmtán ára sænsk
stúlka er í haldi ISIS-samtak-
anna í Sýrlandi. Þetta kom fram
í sænskum fjölmiðlum í gær.
Hún strauk af fósturheim-
ili þann 31. maí síðastliðinn í
fylgd kærasta síns. Talið er að
þau hafi ætlað til Sýrlands til að
ganga til liðs við al-Kaída.
Þau voru handsömuð af víga-
mönnum í borginni Aleppo og
hafa verið færð á yfirráðasvæði
ISIS.
Talið er að kærasti stúlkunn-
ar, sem er nítján ára, hafi verið
þvingaður til að berjast fyrir
samtökin. - srs
Ætlaði að ganga í al-Kaída:
Sænsk stúlka í
haldi hjá ISIS
MENNING Ein af ástæðum þess að
fyrirhugaðri tónleikaferð Bjarkar
Guðmundsdóttur
var aflýst er hve
það hefur tekið á
hana að syngja lög
nýju plötunnar.
Þetta kemur fram
í færslu hennar á
Facebook. „Ég vona
að í gegnum tíðina
hafi ég unnið mér inn næga góðvild
til að þetta verði fyrirgefið,“ segir
hún. Nýjasta plata Bjarkar, Vulni-
cura, fjallar að mestu leyti um sam-
bandsslit hennar við listamanninn
Matthew Barney. - jóe
Skýrði afboðun tónleika:
Lög um skilnað
tóku um of á
BJÖRK
LANDHELGISGÆSLAN Manni var
bjargað eftir að eldur kom upp
í bát hans þar sem hann var við
strandveiðar um 15 sjómílur vest-
ur af Blakksnesi á Vestfjörðum
síðdegis í gær.
Landhelgisgæslunni barst neyð-
arkall frá bátnum um klukkan 16.
Þyrla Gæslunnar var send áleiðis,
en var snúið við þegar ljóst var að
sjómanninum hafði verið bjargað
í nærstaddan bát. Björgunarskip
frá Landsbjörg freistaði þess að
bjarga bátnum sem brann. - ktd
Sjómanni var bjargað:
Bátur brann út
af Vestfjörðum
1
0
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
1
-E
C
F
8
1
5
B
1
-E
B
B
C
1
5
B
1
-E
A
8
0
1
5
B
1
-E
9
4
4
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K