Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 26
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
8 11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR
T
il landsins er mættur
einn af alskemmtilegustu
„hothatch“ bílum sem
kaupa má nú, þ.e. Renault
Megane RS. Þar fer eng-
inn kettlingur því undir
húddi hans lúrir 280 hest-
afla vél sem kemur þessum netta
bíl sannarlega úr sporunum. Rétt er
að hafa í huga að þessi bíll átti lengi
brautarmetið á Nürburgring-braut-
inni í flokki stallbaka áður en Seat
Leon Cupra bætti það örlítið. Það
eru ekki margir bílar sem fást hér
á landi í þessum flokki ofurstall-
baka, en þó hefur Hekla verið með
í sölu Volkswagen Golf R, 300 hest-
afla bíl og selt nokkra slíka bíla nú
þegar, enda frábær bíll þar á ferð.
Verðið á þessum gullfallega Ren-
ault Megane RS er alveg til fyrir-
myndar, eða 5.990.000 kr. og segja
má að þarna fari ódýrustu hestöflin
sem kaupa má.
Algjör raketta
Greinarritari fékk að reyna þenn-
an kostagrip á dögunum og þvílík
hamingja. Þetta er algjör raketta
sem límd er á veginn og þótt reynt
hafi verið að fara svo hratt í beygj-
ur að búist hafi verið við griplosi
var því ekki til að dreifa og enn er
velt fyrir sér hversu hratt sé hægt
að fara á honum gegnum krappar
beygjur og hringtorg áður en bíln-
um er ofboðið. Þar ræður bara þor
ökumannsins. Þessi bíll stendur nú
í sýningarsal BL ef einhver hepp-
inn kaupandi hefur ekki tryggt sér
hann. Afl bílsins kemur frá aðeins
2,0 lítra vél en forþjappa og frá-
bær vélartækni Renault, sem þekkt
er úr Formúlu 1, nær öllu því afli
sem sent er eingöngu til framhjóla
bílsins. Með allt þetta afl er bíllinn
eðlilega togstýrður og því er rétt að
ökumaðurinn sé með báðar hendur
á stýri þegar honum er gefið hressi-
lega inn. Ef svo er gert úr kyrr-
stöðu spólar hann ógurlega og það
er líka hægt þegar skipt er í annan
gír og bensínfetillinn troðinn.
Vakti endalausa athygli
Ekki var frá því að nokkrar augna-
gotur frá vegfarendum hafi lent á
bílnum í þau fáu skipti sem þetta
var reynt, en ekki var það held-
ur leiðinlegt. Í raun var alls ekki
leiðinlegt að aka á þessum bíl um
bæinn, svo mikla eftirtekt vakti
hann og margir vafalaust enn með
hálsríg vegna höfuðsnúninga. Bíll-
inn sem reyndur var, og reyndar sá
eini enn sem komið er, var svart-
ur á svörtum felgum með rauðan og
fagran ysta boga felganna. Rauður
bremsubúnaður bílsins rímar svo
við þennan boga, hann kemur frá
Brembo og bremsudiskarnir eru
svo stórir að ekki sjást stærri nema
á öflugustu bílum Porsche. Enda er
jafnmikill unaður að bremsa þess-
um bíl og gefa honum inn, en það
er eins gott með öll þessi hestöfl í
handraðanum.
Vill vera á háum snúningi
Framsætin er frá Recaro, hvað
annað, ári þægileg og þau halda
ökumanni læstum á réttum stað í
öllum þeim átökum sem þessi bíll
hreinlega krefst af ökumanni. Öll
öryggisbeltin í bílnum eru rauð og
ýta þau enn undir sportlegt útlit
hans. Þessi bíll, eins og margur
annar sportbíllinn, elskar að vera á
háum snúningi og þannig fæst líka
allt afl hans. Því er alveg óhætt að
hanga aðeins í gírunum og njóta
í leiðinni þess fallega hljóðs sem
frá húddinu kemur. Bíllinn var að
sjálfsögðu beinskiptur, en það ligg-
ur við helgispjöllum ef öðruvísi
væri farið.
Eins og venjulegur
ölskyldubíll í hægakstri
Það sem vakti kannski mesta furðu
undirritaðs var að bíllinn er alls
ekki stífur og hastur eins og loðað
hefur við „hothatch“-bíla og þegar
bíllinn var keyrður eins og venju-
legur fólksbíll hegðaði hann sér
einmitt þannig og fór vel með
farþega. Svo vel er fjöðrun bíls-
ins stillt. Það eitt réttlætir hann
sem heimilisbílinn sem allir í fjöl-
skyldunni kunna að meta, en samt
kannski helst heimilisfaðirinn – þó
ef til vill líka grimmakandi hús-
móðirin. Áhugasömum bílaunnend-
um og -kaupendum er rétt á benda
á þennan bíl og gott verð hans.
RENAULT MEGANE RS
KOMINN TIL LANDSINS
280 hestafla skruggukerra sem kostar aðeins 5.990.000 kr.
Renault Megane RS
U
mboðsaðili Jaguar
Land Rover hér á landi,
BL, heimsótti nýlega
liðsmenn Team Sky
sem tóku þátt í reið-
hjólakeppninni Tour
De France sem nýlega
er afstaðin, en Jaguar Land Rover
er meðal helstu styrktaraðila liðs-
ins. Ingþór Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri þjónustusviðs hjá
BL, fór utan til að kynna sér starf-
semina hjá Jaguar, en sem kunn-
ugt er opnar BL umboð fyrir Jagu-
ar síðar á þessu ári. Í ferðinni
fékk Ingþór tækifæri til að heim-
sækja liðsmenn Team Sky þar sem
lokaundirbúningur fyrir Tour De
France var í hámarki. Jaguar sá
liðinu fyrir bílum fyrir keppend-
ur og fylgdarlið, Pinarello-keppnis-
reiðhjólum, eldhúsbíl, kokkum,
þjónustubílum og öðru sem alvöru
lið þurfa á að halda.
Team Sky með 6 Jaguar bíla
„Þetta er mikið umfang, liðið var
með sex Jaguar-bíla af mismunandi
gerðum, m.a. F-Pace sem kemur
ekki á markað fyrr en seint í haust
og svo Land Rover Discovery jeppa.
Þeir fylgdu liðinu eftir og sáu kepp-
endum fyrir hjólum til skiptanna.
Svo var svefnrúta með í för, eld-
húsvagn með tveimur kokkum sem
sáu bara um keppendur liðsins. Það
var allur matur búinn til á staðn-
um þannig að yfirkokkurinn, Hen-
rik Orre sem er þekktur sjónvarps-
kokkur í Noregi, vissi nákvæmlega
hvað fór ofan í keppendurna. Svo
var þjónustu- og viðhaldsbíll sem sá
um hjólin sem eru engin venjuleg
hjól, þau vega ekki nema örfá kíló,
eða mjög nálægt lágmarki reglu-
gerðar keppninnar, sem segir að
hjólin megi ekki vera léttari en 6,8
kíló,“ segir Ingþór.
Bílarnir vekja mikinn áhuga
Það er því ekki skrítið að meðal
helstu hjólakappa heims þyki eftir-
sótt að vera styrktur af Jaguar. Að
sögn Ingþórs segja stjórnendur
Team Sky að keppnin í ár hafi skor-
ið sig nokkuð úr frá fyrri keppnum
hvað það varðar, að nú hafi fylgd-
arbílar Jaguar fengið meiri athygli
almennings en keppendurnir og
þessi fisléttu keppnishjól sem allir
geta látið sig dreyma um að eiga!
Þess má geta í lokin að hver kepp-
andi hefur til umráða þrjár gerðir
af hjólum, nokkur varahjól af hverri
týpu, og hjólin eru sérsmíðuð fyrir
hvern og einn keppanda, handföng-
in eru t.d. steypt eftir gripi hvers og
eins, segir Ingþór.
BL Á SLÓÐUM TOUR DE
FRANCE MEÐ JAGUAR
Team Sky með sex Jaguar-bíla í sinni þjónustu í keppninni.
Hyundai í Bretlandi var í síðustu viku útnefndur bílaframleið-
andi ársins hjá Motor Trader, sem eru hagsmunasamtök þeirra
sem starfa við bílgreinina í Bretlandi og gefa m.a. út samnefnt
tímarit. Þetta er í þriðja sinn á sex árum sem Motor Trader út-
nefnir Hyundai sem besta bílaframleiðandann. Í áliti dómnefnd-
ar var einkum litið til söluárangurs Hyundai í Bretlandi, auk nýrr-
ar og endurhannaðrar vörulínu Hyundai og einstakra nýrra gerða
framleiðandans sem hlotið hafa fjölmörg verðlaun vítt og breitt
um heiminn. Segir dómnefndin að allir þessir þættir muni eflaust
hjálpa framleiðandanum að ná settum markmiðum til 2020.
Þegar verðlaunin voru afhent sagði Curtis Hutchinson, ritstjóri
Motor Trader, Hyundai hafa aukið vöruúrval sitt á eftirtektar-
verðan hátt með nýjum og vel hönnuðum bílum sem uppfylli vænt-
ingar og þarfir allra helstu markhópa. „Árangurinn blasir við
öllum. Hyundai í Bretlandi hefur aukið söluna um 25% frá 2010 og
sló sölumet á síðasta ári þegar rúmlega 82 þúsund bílar voru af-
hentir nýjum eigendum. Forstjóri Hyundai í Bretlandi segir, að
þótt fyrirtækið hafi tekið miklum stakkaskiptum á undanförn-
um árum verði ekki látið þar við sitja. „Við viljum að Hyundai þrói
áfram náið og persónulegt samband sitt við viðskiptavini sína.
Það munum við gera m.a. með því að bjóða upp á enn fjölbreyttara
úrval bíla sem fólk langar til að eignast og einnig með því að bjóða
viðskiptavinum enn persónulegri þjónustu. Markmið Hyundai er
að selja a.m.k. 100 þúsund bíla á ári á breska markaðnum, öðlast
5% markaðshlutdeild og verða þar með í hópi fimm helstu bíla-
merkjanna þar í landi.
Allt er þá er þrennt er hjá
Hyundai í Bretlandi
Aldrei fyrr hafa sést Jaguar-bílar til aðstoðar í Tour de France.
Sendibíllinn Opel Movano tók gullið í keppninni „Green Van
2015“ og hafði þar betur en fimmtán keppinautar í flokki at-
vinnubíla sem eru undir sjö tonn að þyngd. Dómnefndin var
skipuð sérfræðingum frá fagtímaritunum VerkehrsRund-
schau og Trucker sem voru sammála um að veita Opel Movano
umhverfisverðlaunin „Green Van 2015“ fyrir lipurð, rými og
hleðslueiginleika og síðast en ekki síst fyrir sparneytna CDTI,
2,3 l BiTurbo dísilvélina, sem eyðir einungis 8,5 l/100km og
hefur minnstu CO2-losun allra keppinautanna. Opel Movano
var sá eini sem hlaut yfir 6.000 umhverfispunkta í sínum
flokki. Sá sem kom næstur var 170 punktum neðar. „Mov-
ano hefur slegið í gegn fyrir afburða sveigjanleika, lipurð og
hleðslugetu og í fyrra fengu allir atvinnubílarnir okkar spar-
neytnar og umhverfisvænar BiTurbo-dísilvélar sem eru m.a.
að koma þeim á þennan stall í umhverfislegu tilliti, en þar
ætlum við að halda okkur í framtíðinni,“ sagði Steffan Rasch-
ing frá Opel, sigri hrósandi, þegar hann veitti viðtöku verð-
launum fyrir umhverfisvænsta sendibílinn, við hátíðlega at-
höfn í Bonn á dögunum.
Opel Movano hlýtur titilinn
„Green Van 2015“
1
0
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
B
1
-F
6
D
8
1
5
B
1
-F
5
9
C
1
5
B
1
-F
4
6
0
1
5
B
1
-F
3
2
4
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K