Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 4
11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Stefán, varstu ráðinn í gegnum Webcam? „Já, en það var engin nekt innifalin í því.“ Stefán Ívarsson samdi lokalagið fyrir kvikmyndina Webcam sem út kom í sumar, en í henni striplast ung kona á netinu. STJÓRNMÁL Guðmundur Stein- grímsson, formaður Bjartrar fram- tíðar, ætlar að leggja til á flokks- fundi að forysta flokksins skiptist á um að gegna formannsembættinu. Heiða Kristín Helgadóttir, annar stofnenda flokksins, lýsti því nýverið í þættinum Vikulok- unum í Ríkisútvarpinu að hún gæti vel hugsað sér að að taka við for- mennsku í flokknum. Hún hafði þá áður lýst því yfir að hún vildi ekki leysa Björt Ólafsdóttur af sem þingmaður meðan hún færi í fæð- ingarorlof nema formannsskipti yrðu í flokknum. Guðmundur segist í viðtali við Stöð 2 hafa orðið leiður yfir ummælum Heiðu Kristínar. Hann telji það ekki til góðs fyrir flokk- inn að fara út í formannsslag. „Dæmin allt í kringum okkur eru að sýna okkur það, að öll þessi áhersla á formenn og hver er for- maður, á ábyrgð hans og persónu- leika, eru að standa allri almenni- legri pólitík fyrir þrifum.“ Hann segist hins vegar ætla að leggja til að helstu embættum flokksins, þar á meðal formennsk- unni, yrði framvegis róterað. „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra.“ Guðmundur segist enn telja að Björt framtíð eigi sér bjarta fram- tíð, þrátt fyrir síðustu fylgiskann- anir. Þegar yfirstandandi erfið- leikum sleppi verði um að ræða „flottasta „kombakk“ Íslandssög- unnar í pólitík.“ - þká Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggur til nýtt fyrirkomulag hjá flokknum: Vill að formennskan gangi manna á milli Í RÆÐSUSTÓL Guðmundur Steingríms- son, formaður Bjartrar framtíðar, boðar „kombakk“ flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UTANRÍKISMÁL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti á sunnudaginn fund með sendiherra Þýskalands, Thomas Hermann Meister, sem senn lætur af störf- um. Meðal annars var rætt um fjöl- þætta þróun í samvinnu land- anna á undanförnum árum, þátt- töku þýskra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi, samstarfi á sviði menn- ingar og lista og framlagi Þýska- lands til þróunar norðurslóða. Sendiherrann var einnig sæmd- ur Hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til aukinnar samvinnu landanna. - ngy Rætt um fjölþætta þróun: Sendiherra lætur brátt af störfum FORSETI ÍSLANDS Átti fund með sendi- herra Þýskalands síðastliðinn sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MALDÍVEYJAR Fjölmiðlar á Maldív- eyjum birtu í gær myndir af braki á floti við sker úti við eyjarnar sem grunur leikur á að geti verið úr flugvélinni MH370. Sérfræðingar frá Malasíu fóru til Maldíveyja í gær til að hafa uppi á brakinu og færa það til rannsóknar. Samgöngumálaráðherra Mal- asíu segir of snemmt að úrskurða um það hvort brakið sé úr MH370. Stutt er síðan brot úr flugvélar- væng MH 370 fannst á eyjunni Reunion í Indlandshafi. - srs Sendu sérfræðinga af stað: Mögulega brak úr vél MH370 LÖGREGLUMÁL „Það var þannig að lögregla hafði samband við okkur. Við ákváðum síðan að stíga aðeins inn í umræðuna á samfélagsmiðlum þar sem það var alls konar umræða í gangi og hræðsla kannski,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Hafnarfjarðar. „Fólk var að fá misvísandi upplýsingar úr alls konar áttum. Okkur fannst mikilvægt að það kæmu upplýsingar frá einhverju opinberu batteríi.“ Af umræðunum á Facebook- síðu íbúa í Vallahverfinu að dæma upplifðu margir ákveðna óvissu í miðjum aðgerðum lög- reglu í hverfinu síðastliðið sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Lögregla girti af svæði á Völl- unum á sunnudagskvöld vegna manns sem hafði veist að lög- regluþjónum og var með ólæti í íbúð sinni. Maðurinn sagðist vera vopnaður skotvopni. Lögreglumen gengu á milli húsa og báðu fólk um að halda sig innandyra. Fólki, sem var statt utan hverfisins, var mein- aður aðgangur. Maðurinn var loks handtekinn á fyrsta tíman- um aðfaranótt mánudags og var íbúum þá frjálst að snúa heim. Íbúar Vallahverfis halda úti hóp á Facebook þar sem umsát- ur lögreglunnar var skeggrætt. Þar lýstu íbúar meðal annars áhyggjum sínum af skorti á upp- lýsingum vegna lokunar í hverf- inu. Á síðunni má meðal annars sjá að íbúar höfðu áhyggjur af börnum sem enn væru utandyra auk þess sem fólki fannst erfitt að vera meinaður aðgangur að hverfinu án þess að fá viðunandi skýringar á því. „Eftir samtal við [lögreglu] þá var ákveðið að setja upp- lýsingar inn á síðuna sem var kannski ekkert mikið meira en hafði komið fram áður, en maður upplifir það kannski að það rói umræðuna,“ segir Stein- unn. Hún segir ávallt góða sam- vinnu milli bæjarins og við- bragðsaðila. „Við höfum átt mjög gott sam- starf og það erum auð vitað við sem erum þessir aðilar sem eru í beinu sambandi við íbúana, þannig að það var mjög gott að fá þetta símtal frá þeim.“ Hún segir samfélagssíður íbúa góðan vettvang til þess að koma upplýsingum á framfæri og hún segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum frá viðbragðsaðil- um til íbúa þegar tveir drengir lentu í lífshættu við Reykjadals- stíflu fyrr á árinu. stefanrafn@frettabladid.is Skortur á upplýsingum olli óvissu meðal íbúa á Völlum Nokkrir íbúar í Vallahverfinu upplifðu mikla óvissu vegna upplýsingaskorts á meðan lögregluaðgerðir stóðu yfir í hverfinu á sunnudagskvöld. Fólk hafði áhyggjur af börnum og að vita ekki hvenær það kæmist heim til sín. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar segir samfélagsmiðla góða leið til að upplýsa fólk á óvissutímum. SVÆÐIÐ SEM VAR LOKAÐ Umferð var bönnuð og fólki sagt að vera innandyra á Völlunum í Hafnarfirði meðan lögregla fékkst við þekktan ofbeldismann. „Mæli með að ef einhverjir vita af einhverjum á ferðinni þarna á Völlunum að hringja í viðkomandi og segja þeim að koma sér ein- hvers staðar inn strax og hringja á undan sér í aðilann sem þau komast inn hjá.“ „Jeminn eini … Og fullt af saklausu fólki og börnum … Vonum innilega að þetta gangi vel! Haldið ykkur inni … Þeir eru hér hjá Bjarkavöllum og heyri annað slagið. Farðu inn!!“ „Ég sé fólk vera að labba og taka myndir! Löggan er ekkert að leika sér að því að reka fólk inn.“ „Stelpan mín og vinkona hennar ætluðu að koma heim í strætó í kvöld (Drekavellir), hvernig komast þær heim? Kemur strætó hingað?“ „Löggan er hérna fyrir framan hjá mér, Engjavellir, fullt af krökk- um að reyna að komast heim, löggan bannar það, spurning um að foreldrar hringi í börnin sín og segi þeim að bíða þar sem þau eru (ef þau eru í heimahúsi) svo þau séu ekki úti.“ „Þarf maður að vera hræddur inni hjá sér eða?“ „Ég er að andast úr hræðslu hvað er að fokking gerast hérna?“ „Nú væri ráð að lögrelgan hefði samband við upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar til að upplýsa um stöðuna…“ Ummæli íbúa af Facebook SUMARFRÍ SENN Á ENDA Nokkrir sól- ríkir dagar hafa látið á sér kræla í sumar og margir eflaust notið þess að fá smá pásu frá skóla. Senn fer að líða að skólasetningu en flestir framhalds- skólar landsins verða settir í næstu viku. Starfsmenn bókaverslana eru í óðaönn að skipuleggja hausttíma- bilið en skóla- bókamarkaðir spretta nú upp víða. FRÉTTABLAÐ- IÐ/ANTON BRINK HAUSTVERKIN HAFIN SEM SKÓLAHALD VETRARINS KALLAR Á AÐGERÐIR SÉRSVEITAR AÐ KIRKJU- VÖLLUM 7. SPURNING DAGSINS FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM 1 0 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 B 2 -0 0 B 8 1 5 B 1 -F F 7 C 1 5 B 1 -F E 4 0 1 5 B 1 -F D 0 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.