Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. ágúst 2015 | SKOÐUN | 13 Niðurstöður rannsókna sem gerð var meðal 77 þúsund breskra ung- menna árið 2011 leiddi í ljós að 60% þeirra sögðust skammast sín fyrir eigið útlit og 73% sögðust finna fyrir þeim þrýstingi frá umhverfinu að þau ættu hafa „full- kominn“ líkama. Þessar niðurstöður undirstrika þá brýnu þörf sem er á opinni og upplýsandi umræðu um neikvæðrar afleiðingar líkamsdýrkunar. Saman getum við á ábyrgan hátt breytt ríkjandi viðhorf- um til neikvæðra staðalmynda. Óöryggi og þunglyndi eru afleið- ingar þess þegar ungt fólk er sífellt minnt á hvað sé fallegt og hvað sé viðurkennt. Nánast óger- legt er fyrir venjulegt fólk að falla að þessum staðalmyndum. Þá er hætta á að ungmenni rækti með sér neikvæð viðhorf sem heftir frelsi þeirra og getur haft áhrif á nám og starfsframa. Við erum öll misjöfn frá nátt- úrunnar hendi, sem betur fer. Í neyslusamfélagi nútímans sitja börn og unglingar hins vegar uppi með stanslausar áminn- ingar um æskilegt og eftirsókn- arvert útlit. Barbie-dúkkan var kynnt fyrir stúlkum árið 1959 og lifir enn sem skýr tilvísun um hvernig stúlkur skulu vera í vextinum og hvernig þær skulu klæðast. Þessi neyslumenning lofar grannan vöxt og lítur nei- kvæðum augum á fitu og önnur persónuleg sérkenni. Fullorðnir þurfa að vera vak- andi yfir hugsunum barna og unglinga og hlusta af næmni þegar þau tjá sig um líkams- ímynd sína og tilfinningar. Virk hlustun felst í því að reyna að skilja hvað barnið meinar en ekki í að leggja okkar eigin skilning í hvað þau segja. Við þurfum að vera fyrirmyndir. Hegðun okkar hefur mun meira að segja heldur en orðin tóm. Það kemur fram í hegðun barna og unglinga er þau finna fyrir höfnun vegna lík- amsgerðar sinnar. Við þurfum því að beina athyglinni að hegðun barnsins eða unglingsins en ekki holdafarinu eða líkamsásýndinni. Fordómar eiga fyrst og fremst rætur í þekkingar- leysi. Við sjáum þá birtast á kommenta kerfum samfélags- miðla og þá virðist ekki skipta máli hvort þeir beinast að ein- staklingum sem eru mismun- andi á litinn eða einstaklingum í stjórnmálum. Fordómar eru jafnslæmir og skaðlegir beinist þeir að holdafari eða útliti fólks. Sem góðar fyrirmyndir tölum við ekki neikvætt um líkama fólks. Óraunhæf útlitsviðmið gera ekkert gagn og við þurf- um að fræða börnin okkar um mikilvægi þess að þau beri virð- ingu fyrir sjálfum sér. Þannig ræktum við sterka og sjálfstæða einstaklinga. Sjálfsmyndin er sterkt afl og við þurfum að rækta stolt hjá hverjum og einum yfir sérkennum sínum. Kaupfélag Suðurnesja (KSK) tekur afstöðu með jákvæðum skilaboðum til ungs fólks með stuðningi við þá vitundarvakn- ingu sem felst í því að efla jákvæða líkamsímynd. KSK vinnur með Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum að því að efla sjálfsmynd, kraft og hæfi- leika ungs fólks með því að skipuleggja samtal fagfólks á öllum skólastigum sem vinna þarf saman að því að eyða for- dómum varðandi staðalímyndir um líkamsbyggingu ungmenna og styrkja um leið sjálfsmynd þeirra og virðingu. Líkamsfrelsi ➜ Við erum öll misjöfn frá náttúrunnar hendi, sem betur fer. Í neyslusamfélagi nútímans sitja börn og unglingar hins vegar uppi með stanslausar áminningar um æskilegt og eftirsóknar- vert útlit. A pr il 20 15 GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is ENDALAUST TAL OG 10 GB Á 3.990 KR.* Færðu farsímann yfir til 365 og fáðu frábært sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði. Allt það besta hjá 365 *Gildir fyrir áskrifendur í tilboðspökkum 365 SAM- FÉLAGSMÁL Skúli Skúlason formaður KSK 1 0 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 B 1 -F 1 E 8 1 5 B 1 -F 0 A C 1 5 B 1 -E F 7 0 1 5 B 1 -E E 3 4 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.