Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 20
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
2 11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR
www.visir.is/bilar
BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius
finnurth@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Sími 512 5457
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
B
MW er þekkt fyrir
sportlega afturhjóla-
drifna bíla með mikla
aksturshæfni og Benz
fyrir glæsta lúxus-
bíla í öllum stærðum
og ímynd þeirra á lúx-
usbílamarkaði er mjög sterk. Því
furða margir sig á því að fyrirtæk-
in bæði skuli þora að feta sig inn á
aðrar brautir, eins og við smíði fjöl-
notabíla og pallbíla. BMW kynnti
í fyrra fjölnotabílinn BMW 2 Act-
ive Tourer og Benz ætlar að setja á
markað fremur ódýran pallbíl sem
byggður verður á sama undirvagni
og Nissan Navara. Þetta gera bæði
fyrirtækin til þess að auka sölu
sína og breikka framboðið í flestum
flokkum bíla, en skyldu þau í leið-
inni vera að skjóta sig í fótinn og
offra þessari sterku ímynd sinni?
Segja kaupendur ekki vilja aka á
sama bíl og nágranninn
Forsvarsmenn beggja fyrirtækj-
anna segja að viðskiptavinir þeirra
krefjist þess að þau framleiði fjöl-
breyttar gerðir bíla og að þeir vilji
ekki endilega aka um á sömu bíl-
gerð og nágranninn og því hafi þau
kynnt margar nýjar bílgerðir á síð-
ustu árum og muni gera það einnig
á næstu árum. Audi fetar að mörgu
leyti sömu slóð og hin tvö þýsku
lúxusbílamerkin og fyrirtækið
ætlar að kynna sjö nýjar bílgerðir
á næstu fimm árum og Mercedes
Benz ætlar að bæta við tíu nýjum
bílgerðum fram til ársins 2020.
Þó hefur verið bent á að Audi hafi
gætt sín betur en BMW og Benz á
að þynna út bílgerðir sínar á öllum
mögulegum mörkuðum sem gefið
gætu arð. Einnig hefur verið bent
á að Porsche, sem þó hefur á seinni
árum bætt jeppa og jepplingi við
bílgerðir sínar, hafi gætt fyrir-
tækjanna best að ímynd sinni með
einkar vel smíðuðum bílum í ekki
of mörgum flokkum og hafi ekki
tapað ímynd sinni fyrir vikið.
Audi og Porsche í betri stöðu?
Aðrir hafa bent á að Audi og
Porsche tilheyri stóru Volks-
wagen-bílasamstæðunni og það
gagnist þeim báðum þar sem þeim
sé ekki leyft að ótakmörkuðu leyti
að fara inn á markaði annarra
bílasmiða samstæðunnar. Þau
njóti einnig þess mikla fjár sem
fari í þróunarstarf Volkswagen-
samstæðunnar, sem hefur eytt
mest allra bílafyrirtækja heims í
þróun bíla sinna á síðustu árum.
Þarna standi BMW og Benz ver
að vígi og að þau neyðist til að
taka þátt í slagnum á sem flestum
sviðum bílgerða og að þau hafi
ekki eins ótakmarkað fjármagn
til þróunar nýrra bíla. Hvort það
verður til að skaða ímynd þeirra
eða minnka hagnað af sölu bíla
þeirra til lengri tíma mun tíminn
einn leiða í ljós, en hættumerk-
in eru til staðar. Vel gengur hjá
þeim báðum um þessar mundir
og vonandi verður svo áfram.
ERU BMW OG BENZ AÐ
HÆTTA ÍMYND SINNI?
Bæði fyrirtækin tefla nú fram nýjum bílgerðum í flokkum
sem þau ekki gerðu áður. Benz smíðar pallbíl fyrsta sinni.
BL opnaði á dögunum nýjan BMW-sýningarsal í húsakynnum
félagsins við Sævarhöfða 2. Nýi BMW-salurinn er fyrsti salur-
inn í sögu BMW hérlendis sem innréttaður er algjörlega eftir al-
þjóðlegum innréttingastöðlum BMW. Framleiðendur lúxusbíla á
borð við BMW gera sífellt meiri kröfur um að umhverfi viðskipta-
vina og þjónusta við þá sé eins á milli markaða. BL færði á sama
tíma þjónustumóttöku fyrir BMW-viðskiptavini á sama stað og því
koma BMW-viðskiptavinir á einn stað með öll sín erindi varðandi
bílinn.
„Við höfum í gegnum árin lagt okkur fram um að uppfylla
staðla BMW og innleiða allt það sem snýr að gæðum þjónustunn-
ar en við höfum ekki gengið skrefið til fulls fyrr en nú með að-
stöðuna eins og hún leggur sig. Samkeppni á bílamarkaði er hörð
og ef við ætlum að halda áfram að vera leiðandi bílaumboð verð-
um við halda árvekni og bjóða viðskiptavinum persónulega þjón-
ustu í aðlaðandi umhverfi. Því er einnig við að bæta að BMW, eins
og reyndar flestir þeir framleiðendur sem við erum með umboð
fyrir, hefur aukið verulega vöruframboðið og það kallar á meira
sýningarpláss,“ sagði Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL. Nýi
BMW-sýningarsalurinn er tæplega 500 fermetrar með sýningar-
pláss fyrir allt að tólf bíla. Aðstaða fyrir viðskiptavini er með því
glæsilegasta sem í boði er. „Við bjóðum alla velkomna að koma og
skoða nýju BMW-aðstöðuna okkar að Sævarhöfða 2,“ sagði Loft-
ur að lokum.
BMW opnar nýjan sýningarsal
Audi hefur aldrei boðið flaggskipið A8 bíl í sérstakri kraftaútgáfu,
þ.e. með stafina RS í endann. Þó hefur lengi verið til öflugri útgáfa
hans, S8. Með nýrri kynslóð A8 bílsins mun Audi nú bjóða S8 Plus
útgáfu bílsins með 605 hestafla vél. Audi S8 verður með 520 hest-
afla vél og venjulegur A8 aflminni en með fjölbreyttara vélarúr-
vali, þar á meðal dísilvél. Það er aðeins Mercedes Benz S65 sem er
aflmeiri af stóru þýsku lúxusbílunum, en hann er líka 12 strokka
en Audi S8 Plus er með 8 strokka vél. Þessi bíll, Audi S8 Plus, er
ári snöggur í hundraðið af stórum bíl að vera, eða 3,8 sekúndur og
hámarkshraði hans er 306 km/klst. Bíllinn kemur með Carbon-
Ceramic bremsum og á 21 tommu álfelgum. Bæði að innan og utan
er bíllinn aðgreindur frá A8 og S8 bílunum með ýmsum smáatrið-
um. Þessi bíll kemur á markað í nóvember og verðið er 145.200
evrur, eða 21,4 milljónir króna. Eitthvað dýrari verður hann þó
hér á landi með sín myndarlegu vörugjöld og söluskatt.
Audi S8 Plus er 605 hestöfl
S
tutt er í að Chevrolet
kynni nýja kynslóð
tvíorkubílsins Volt og
hann á að komast 85
kílómetra á rafmagn-
inu eingöngu, eða 40%
lengra en fyrri gerð.
Eftir að rafmagnið klárast á Volt
fer eins konar ljósavél í gang sem
brennir bensíni og framleiðir raf-
magn og gengur hann því allt-
af á rafmagni. Uppgefin eyðsla
bílsins er 2,2 lítrar á hverja 100
kílómetra. Eins og með marga
aðra tvíorkubíla komast eigend-
ur þeirra svo til allra sinna ferða
á rafmagninu eingöngu og með
nýrri og langdrægari gerð bíls-
ins ættu þeir að hræðast minna
að aka á bensíni. Í tilviki Volt er
svo til ekkert að hræðast því ef
rafmagnið klárast tekur ljósa-
vélin við og því er enginn munur
á honum og hefðbundnum bíl og
drægnin svipuð og í venjuleg-
um bílum. Annað á við í tilfelli
hreinna raforkubíla, en þegar
rafmagnið klárast er bíllinn
stopp.
Eigendur Volt aka 80% á rafmagni
Núverandi eigendur Chevrolet
Volt aka 80% sinna ferða á raf-
magninu, en með breyttum bíl er
gert ráð fyrir því að sú tala fari í
90%. Athyglivert er að verð Volt
kemur til með lækka með nýrri
kynslóð og mun hann fá 33.995
dollara verðmiða, en núverandi
gerð kostar 34.170 dollara. Þetta
er verðið áður en til koma endur-
greiðslur frá ríkinu og geta þær
auðveldlega numið 7.500 dollurum
vestra. Því kostar nýr Volt um 3,5
milljónir króna í Bandaríkjunum.
DRÆGNI CHEVROLET
VOLT EYKST UM 40%
Eigendur Volt fara 80% ferða sinna á rafmagni og brátt meira.
Í síðasta mánuði óku 3.716 nýir og kátir eigendur Subaru Imp-
reza WRX og STI bíla frá söluumboðum Subaru í Bandaríkjun-
um. Var þetta 85% meiri sala en í júlí í fyrra. Fjöldi seldra bíla
er svo sem ekki sláandi ef borið er saman við 15.811 Subaru For-
ester bíla sem seldust á sama tíma og 50.157 heildarsölu Sub-
aru í mánuðinum. Hafa verður þó í huga að sala „hot hatch“-bíla
er alla jafna ekki svo mikil, en þar fara gríðaröflugir sportbílar
af minni gerðinni sem kosta mun meira en grunngerðir bílanna.
Sem dæmi má nefna að Volkswagen seldi 1.780 Golf GTI bíla og
132 Golf R bíla í júlí í Bandaríkjunum. Þessir tveir kraftabílar
Subaru voru aðeins með 4,4% af heildarsölu Subaru í Bandaríkj-
unum í fyrra í júlí en sú tala var 7,4% í ár. Subaru WRX og STI
voru þó ekki einu sportbílarnir sem Subaru seldi þar vestra í síð-
asta mánuði, þar sem Subaru seldi einnig 1.583 Subaru BRZ og
systurbíll hans, sem Toyota selur undir merkjum Scion með und-
irstafina FR-S, seldist á sama tíma í 1.058 eintökum. Sá bíll er
seldur sem Toyota GT-86 hérlendis.
Metsala Subaru WRX
og STI í Bandaríkjunum
Ný kynslóð Chevrolet Volt á að komast 85 km á hverri hleðslu.
1
0
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
2
-1
9
6
8
1
5
B
2
-1
8
2
C
1
5
B
2
-1
6
F
0
1
5
B
2
-1
5
B
4
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K