Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 24
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
6 11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR
SUZUKI VITARA
Finnur Thorlacius reynsluekur
S
uzuki Vitara er einn vin-
sælasti jeppinn hérlend-
is á síðustu árum og ára-
tugum. Hann er nú að
koma af fjórðu kynslóð,
en sú þriðja var orðin tíu
ára gömul. Suzuki Vitara
hefur selst í nær þremur milljónum
eintaka frá komu fyrstu kynslóð-
ar hans árið 1988. Suzuki Vitara er
í flokki bíla sem spáð er mikilli vel-
gengni á næstu árum og er búist við
því að þessi flokkur bíla muni tvö-
faldast í sölu fram til ársins 2020.
Suzuki hefur frá upphafi alltaf haft
þann kost umfram margan jeppann
að vera léttur bíll og nú er hann enn
þá léttari og það frá aðeins 1.075
kílóum með bensínvél og framhjóla-
drifi. Enda hefur Suzuki aðeins
minnkað Vitara milli kynslóða og
því má segja að þar sé afturhvarf til
fortíðar fyrstu kynslóðar hans. Vit-
ara með dísilvél og fjórhjóladrifi er
hins vegar 1.295 kíló, en það telst
samt ekki mikið fyrir jeppa. Auð-
veldlega má færa rök fyrir því að
í framhjóladrifsútfærslu bílsins sé
rétt að tala um Vitara sem jepp-
ling. Sú útfærsla hans verður ekki
flutt inn til landsins enda telur Su-
zuki á Íslandi að þörfum Íslendinga
sé ekki þjónað með þeim bíl. Sökum
þess hve hæfur Vitara hefur ávallt
verið með góðu fjórhjóladrifi sínu,
þrátt fyrir smæðina, tel ég hann
meðal jeppa.
Mjög eyðslugrannur
Vegna lítillar þyngdar hefur Vitara
ávallt verið fremur eyðslugrann-
ur bíll og það telst fátítt að jeppi
eyði jafnlitlu og 4,0 lítrum eins og
eyðslugrennsta dísilútgáfa hans nú.
Nýjum Suzuki Vitara var reynslu-
ekið um daginn við frábærar að-
stæður sunnan Lissabon í Portú-
gal. Í býsna hörðum reynsluakstrin-
um, þar sem bílnum var lítið hlíft,
eyddi bensínútgáfa hans 7,1 lítra og
vakti það hrifningu greinarritara.
Var þá innifalin þrautaakstursbraut
þar sem reyndi á torfærugetu hans
og ýmsar tækninýjungar sem nóg
er af í þessari nýju gerð bílsins. Su-
zuki Vitara hefur tekið stórvægileg-
um útlitsbreytingum og er hinn fal-
legasti bíll. Ekki er víst að núver-
andi eigendur Vitara sjái það við
fyrstu sýn að þarna fari nýr Vitara,
svo breyttur er hann. Suzuki hefur
ekki fallið í þá gryfju að stækka
bílinn og er fyrirtækið trútt sinni
sannfæringu, að bíllinn eigi áfram
að vera nettur og meðfærilegur. Su-
zuki Vitara er ámóta stór og Mazda
CX-3, Opel Mokka, Peugeot 2008,
Nissan Juke og Skoda Yeti. Hann
er þó með stærsta skottið í sínum
flokki, að sögn Suzuki-manna, eða
375 lítra. Aftursætisrými leyfði það
í reynsluakstri að tveir fullorðnir
sætu þar og annar þeirra af hærri
gerðinni og vel fór um báða.
Suzuki ekki gleymt torfærugetunni
Vélarnar sem eru í boði í Suzuki Vit-
ara eru 1,6 lítra en bæði af bensín-
og dísilgerð og báðar 115 hestöfl.
Þarna eru ekki háar hestaflatöl-
ur en þar sem bíllinn er svo létt-
ur eru þær báðar ágætlega spræk-
ar, en dísilvélin sprækari þar sem
hún togar heil ósköp, 320 Nm. Báðar
vélarnar líkuðu vel en dísilvél-
in yrði fyrir valinu svo fremi sem
ekki munar of miklu í verði. Suzuki
hefur ávallt verið trútt sinni sann-
færingu, að smíða smáa, eyðslu-
granna bíla en samt flesta hæfa til
utanvegaaksturs. Flestir þeir bíl-
framleiðendur sem framleiða bíla
í þessum flokki, svo sem ofantalda
bíla, hafa gefist upp á að bjóða þá
með nokkurri torfærugetu og með
því sparað talsvert í framleiðslunni
og því samkeppnis hæfari í verði.
STÓRBREYTTUR VITARA
ER TRÚR UPPRUNANUM
Hefur minnkað milli kynslóða, er aðeins 1.075 kíló og eyðir
frá 4,0 lítrum, sem er fáheyrt fyrir jeppa.
Vitara stóð sig frábærlega sem fyrr við erfi ðar aðstæður í reynsluakstrinum.
SONAX LAKKVÖRN+GLJÁI –
Sterk og endingargóð gljávörn!
Hefur hlotið frábæra dóma!
40.000
fréttaþyrstir
notendur
Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu
blaðið hvar sem er og hvenær sem er.
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna
og snjallsímann með Fréttablaðsappinu.
Nálgastu appið á visir.is/fbl
eða beint í gegnum:
1,6 L BENSÍNVÉL, 120 HEST-
ÖFL
Fjórhjóladrif
Eyðsla 5,6 l/100 km í bl. akstri
Mengun 131 g/km CO2
Hröðun 12,0 sek.
Hámarkshraði 180 km/klst.
Verð 4.480.000 kr.
Umboð Suzuki umboðið
SUSUKI
VITARA
1
0
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
1
-F
1
E
8
1
5
B
1
-F
0
A
C
1
5
B
1
-E
F
7
0
1
5
B
1
-E
E
3
4
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K