Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA HOLLT Í NESTISBOXIÐ Á frístundanámskeiðum sumarsins þurfa krakkarnir að fá fjölbreytt og hollt nesti. Þá reynir á hugmyndaflug foreldra. NORDIC PHOTOS/GETTY Kæfusamloka og deigur banani verða fljótt leiðigjarnt nesti en þegar búa þarf barnið út með næringarríkt nesti fyrir heilan dag fimm daga vikunnar verða margir foreldrar uppi- skroppa með hugmyndir. Þá gætu heimabakaðar tortilla-kökur leyst ákveðinn vanda þar sem setja má nánast hvað sem er inn í þær. Þá er lítið mál að búa þær til heima og tryggja þannig að þær verði hollari en annars. Svo fara þær vel í hendi þegar matast er úti á túni. Inn í kökurnar er kjörið að setja það sem var í matinn kvöldið áður, kalt kjöt eða kjötbollur, hakk, kjúkling eða fisk, og bæta tómötum, gúrkum og salatblöðum við, eða niðursneiddri lárperu. Þá er líka gott að smyrja þær einfaldlega með skinku og osti, eða smurosti eða búa til eggja- eða túnfisksalat og smyrja innan í kökurnar. Fáið krakkana með í að útbúa nestisrúllurnar kvöldið áður, þá hafa þau enn betri lyst á þeim dag- inn eftir. HEIMALAGAÐAR TORTILLUR 4 bollar hveiti (mætti hafa einn þeirra heilhveiti) 1 tsk. salt 2 tsk. lyftiduft 2 msk. svínafeiti eða palmínfeiti 1 ½ bolli vatn Hrærið hveiti, salt og lyftiduft saman í skál. Myljið feitina vel saman við þurrefnin með fingrunum. Bætið þá vatni út í þar til deigið þéttist, hvolfið því þá á hveitiborið borð og hnoðið saman í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður mjúkt og teygjanlegt. Skiptið því niður í 24 hluta og rúllið bolta. Hitið pönnukökupönnu yfir miðlungshita, fletjið deigbolt- ana út í þunnar kökur, hafið nóg af hveiti á borðinu og keflinu, og steikið svo á þurri pönnunni á báðum hliðum. allrecipes.com HEILHVEITIVEFJUR Í FRÍSTUNDANESTI HOLLT Í NESTISBOXIÐ Nestisbox krakkanna á sumarnámskeiðunum getur reynst mörgu foreldrinu höfuðverkur. Eitthvað sem barnið borðar en þó ekki of sykrað og sætt. Heimagerðar og hollar tortillur opna ýmsa möguleika. MARGIR MÖGULEIKAR Tortillavefjur má fylla með nánast hverju sem er, því sem var í kvöldmatinn daginn áður, skinku og osti eða túnfisksalati. Uppskerutími á bráðhollu íslensku grænmeti er nú í hámarki. Í ágúst- og septembermánuði fyllast verslanir af íslensku grænmeti á borð við spergil- kál, blómkál, hnúðkál, sellerí og rauðkál. Fjölmarg- ar aðrar tegundir eru síðan í boði stóran hluta ársins. Á vef Sölufélags garðyrkjumanna (islenskt.is) má finna fjölda girnilegra uppskrifta úr íslensku grænmeti, þar á meðal þessa uppskrift að grillaðri gúrku með humarsalati og kotasælu sem upplagt er að prófa áður en haustið kemur. GRILLUÐ GÚRKA MEÐ HUMARSALATI OG KOTASÆLU 1 gúrka 100 g humar 3 msk. kotasæla 2 msk. majónes 1-2 msk. saxaðar kryddjurtir t.d. kóríander eða graslaukur Hnífsoddur salt og smá pipar Sítrónuraspur af einni sítrónu AÐFERÐ: Gúrkan er skorin langsum og kjarninn hreinsaður úr. Best er að nota skeið við það. Humar er skorinn smátt og settur í skál ásamt kotasælu, majónesi, salti og pipar, krydd- jurtum og sítrónuraspi. Salati er raðað í miðja gúrkuna þar sem kjarninn var áður og gúrkan síðan sett á grillið eða grilluð inn í ofni. Höfundur uppskriftar: Ylfa Helgadóttir, eigandi veitinga- staðarins Kopars og meðlimur í kokkalandsliði Íslands. GRILLUÐ AGÚRKA MEÐ HUMRI Íslenskt grænmeti er bæði einstaklega hollt og gott. Grilluð agúrka er eitthvað sem allir ættu að prófa áður en hausta tekur enda óvenjulegur og góður réttur. #BYLGJANBYLGJAN989 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER ÍVAR GUÐMUNDS ER Í LOFTINU MILLI KL. 10:00 - 13:00ALLA VIRKA DAGA Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 1 0 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 B 2 -1 E 5 8 1 5 B 2 -1 D 1 C 1 5 B 2 -1 B E 0 1 5 B 2 -1 A A 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.