Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 42
11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 22 ÞRISVAR INN Á TOPP TÍU Hrafnhildur Lúthersdóttir á ferðinni á HM í 50 metra laug þar sem hún sló í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Fyrsti leikurinn er í dag Stjörnukonur spila í dag sinn fyrsta leik í undanriðli Meistaradeildarinnar þegar þær mæta Hibernians frá Möltu. Allir þrír leikirnir í riðlakeppninni fara fram á Kýpur en Stjarnan mætir einnig KÍ frá Færeyjum og Apollon frá Kýpur. Efsta liðið í riðlinum kemst áfram í 32 liða úrslit Meistara- deildarinnar. Stjörnukonur hafa tvisvar áður tekið þátt í Evrópu- keppninni en eru enn að bíða eftir sínum fyrsta Evrópusigri. SUND „Við höfum verið að ströggla við að komast inn í milliriðla og í úrslitariðla nánast alla þessa öld. Það að komast fimm sinnum inn í milliriðla og þrisvar í úrslit er langt umfram það sem við væntum,“ segir Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, um frábæran árangur á HM í sundi sem lauk um síðustu helgi. Þrisvar inn á topp tíu á sama HM Hrafnhildur Lúthersdóttir komst í úrslit í tveimur greinum og varð fyrsti íslenski sundmaðurinn frá upphafi til að komast inn á topp tíu í þremur greinum á HM í 50 metra laug. Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í úrslit í sinni bestu grein með því að setja tvö Íslands- og Norðurlandamet sama daginn. Bryndís Rán Hansen og Anton Sveinn McKee settu bæði met. „Þetta er það besta sem við höfum gert á heimsmeistaramóti síðan í Fukuoka 2001,“ segir Hörður, en Örn Arnarson vann bæði silfur og brons á HM fyrir fjórtán árum. Hörður nefnir sérstaklega þessi ár með bæði Jakobi Jóhanni Sveinssyni og Erni en þrátt fyrir góða möguleika þá náðu þeir ekki að setja saman eins flott heimsmeistaramót og þær Hrafn- hildur og Eygló Ósk gerðu núna. Erfitt að vera eini strákurinn Stelpurnar stálu vissulega sviðs- ljósinu með frábærum árangri en fulltrúi karlpeningsins var líka að stimpla sig inn. „Það var erfitt fyrir Anton að vera eini strákurinn í hópnum. Það voru sterkari andstæð- ingar sem hann var að kljást við en hann stóð alveg undir pressunni og tók meðal annars Íslandsmetið sem Jakob Jóhann Sveinsson setti fyrir einhverjum árum. Þetta er hann að gera í miðjum breytingum því hann er að breyta sér úr því að vera langsundsskriðsundsmaður í það að verða bringusundsmaður. Það er líka ákveðið stökk,“ segir Hörður. „Ég held að það hafi ekki gerst,“ segir Hörður spurður um það þegar Hrafnhildur og Eygló náðu báðar að bæta sig tvisvar á sama degin- um. Eygló setti tvö Norðurlandamet sama daginn og Hrafnhildur bætti Íslandsmetið tvisvar í 200 metra sundinu sama daginn auk þess að jafna Íslandsmet sitt í 50 metra bringusundinu sama daginn og hún setti það. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í en höfum ekki séð fyrr en núna,“ segir Hörður. Bein til að bera mótlæti „Hrafnhildur hefur bein til þess að bera mótlæti og nýtir það sér í vil sem er mjög mikill kostur. Ég sá það líka á þessu móti að þegar allt gekk ekki upp þá bætti Hrafnhildur í frek- ar en hitt. Það var mikil hvatning fyrir hina í hópnum,“ segir Hörður. „Það að vera búin að ná þremur einstaklingum inn á Ólympíuleika, ári fyrir leika, er mjög athyglisvert. Ég man ekki til þess að við höfum náð því. Við höfum verið að ná lág- mörkum alltof alltof seint sem hefur þýtt að það hefur ekki verið neinn undirbúningstími. Við vorum alltaf að ná lágmörkunum seinna og seinna í ferlinu og höfðum þannig minni og minni tíma til að aðstoða sundfólkið í því að byggja sig upp fyrir leikana,“ segir Hörður og bætir við: „Núna erum við í þeirri óvæntu stöðu að við erum með þrjá sund- menn sem munu nota þennan vetur til þess að byggja sig upp og koma síðan vonandi inn á Evrópumótið næsta vor til þess að sýna að þau eigi erindi inn á Ólympíuleika og ná síðan vonandi að blómstra á leikun- um,“ segir Hörður og sundheimurinn hefur tekið eftir litla Íslandi á þessu móti. Hvað, Ísland aftur? „Við fáum mjög jákvæð viðbrögð og sumir eiga ekki orð til að lýsa því hvað þeim finnst þetta hafa verið óvæntur árangur. Ég er að reyna að segja þeim að þetta var ekkert óvænt,“ segir Hörður í léttum tón. „Allar þjóðirnar, hvort sem það eru vinaþjóðir okkar á Norðurlönd- um eða hvaðan sem þær eru úr heim- inum voru að segja: „Hvað, Ísland aftur?“ og „Frábært að sjá ykkur stimpla ykkur inn,““ segir Hörður um viðbrögðin. „Það er mjög mikill metnaður hjá okkar sundfólki og hann jókst bara við þennan árangur og þegar þau uppgötvuðu það hvað þau gátu gert þegar þau voru saman. Sund- ið er mikil einstaklingsíþrótt og það er ekki auðvelt að búa til mik- inn hópanda í sundi. Það er hægt og það hefur mörgum tekist það en við höfum ekki endilega verið mjög góð í því fram að þessu,“ segir Hörður að lokum. ooj@frettabladid.is SPORT PEPSI-DEILD KARLA STAÐAN FH 15 10 3 2 33-19 33 KR 15 9 3 3 25-13 30 Breiðablik 15 8 5 2 23-9 29 Valur 15 7 3 5 24-18 24 Fjölnir 15 7 3 5 22-20 24 Stjarnan 15 5 5 5 18-17 20 Fylkir 15 5 5 5 15-20 20 Víkingur 15 4 5 6 23-23 17 ÍA 15 4 5 6 19-23 17 ÍBV 15 4 2 9 17-26 14 Leiknir 15 3 4 8 14-21 13 Keflavík 15 1 3 11 14-38 6 NÆSTU LEIKIR Mánudagur 17. ágúst: 18.00 Víkingur-Leiknir, Breiðablik-ÍA, FH-Stjarnan og Fylkir-Keflavík. Fimmtudagur 20. ágúst: 18.00 Fjölnir-Valur, ÍBV-KR. PEPSI-DEILD KVENNA ÍBV - AFTURELDING 5-1 Cloe Lacasse 2, Díana Dögg Magnúsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir, Guðrún Bára Magnúsdóttir - Stefanía Valdimarsdóttir. STAÐAN Breiðablik 12 11 1 0 35-2 34 Stjarnan 13 11 0 2 36-7 33 ÍBV 13 7 1 5 30-19 22 Þór/KA 12 6 3 3 32-19 21 Valur 13 7 0 6 26-32 21 Selfoss 12 6 2 4 20-13 20 Fylkir 12 6 1 5 22-22 19 KR 12 1 3 8 9-28 6 Þróttur R. 12 0 2 10 4-35 2 Afturelding 13 0 1 12 7-44 1 NÆSTU LEIKIR Í kvöld: 18.00 Þór/KA-KR, 19.15 Þróttur- Selfoss, Breiðablik-Fylkir. Mörkin: 1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson (80), 2-0 Pálmi Rafn Pálmason (83.). KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 7, Aron Bjarki Jósepsson 6, Skúli Jón Friðgeirsson 7, Rasmus Christiansen 6, Gunnar Þór Gunnarsson 6 - Jónas Guðni Sævarsson 6, *Pálmi Rafn Pálmason 7 (86. Kristinn Jóhannes Magnússon -), Jacob Schoop 6 - Sören Fredriksen 3 (73. Almarr Ormarsson -), Óskar Örn Hauksson 5, Hólmbert Aron Friðjóns- son 5 (36. Þorsteinn Már Ragnarsson 7). FYLKIR (4-4-2): Ólafur Íshólm Ólafsson 6, Andrés Már Jóhannesson 6, Tonci Radovinkovic 6, Ásgeir Eyþórsson 7, Tómas Joð Þorsteinsson 6 - Ragnar Bragi Sveinsson 5 (60. Ingimundur Níels Óskars- son 5), Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6, Jóhannes Karl Guðjónsson 6 (65. Oddur Ingi Guðmundsson -), Ásgeir Örn Arnþórsson 6 - Hákon Ingi Jónsson 4 (75. Kjartan Ágúst Breiðdal -), Albert Brynjar Ingason 4. Skot (á mark): 19-4 (4-2) Horn: 8-3 Varin skot: Stefán 2 - Ólafur 2 2-0 Alvogenvöllur Áhorf: 1.501 Valdimar Pálsson (3) Mörkin: 0-1 Jonathan Glenn (38.). VALUR (4-3-3): Anton Ari Einarsson 5 - Andri Fannar Stefánsson 5, Thomas Christiensen 6, Orri Sigurður Ómarsson 6, Bjarni Ólafur Eiríksson 7 - Haukur Páll Sigurðsson 5 (46. Iain Williamson 5), Mathias Schlie 5, Kristinn Freyr Sigurðsson 6 - Kristinn Ingi Halldórsson 5 (77. Andri Adolphsson -), Sigurður Egill Lárusson 6, Emil Atlason 4. BREIÐABLIK (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 - Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (81. Guðmundur Friðriksson -), Elfar Freyr Helgason 6, *Damir Muminovic 7, Kristinn Jónsson 6 - Oliver Sigur- jónsson 4 (59. Andri Rafn Yeoman 5), Guðjón Pétur Lýðsson 6 (77. Atli Sigurjónsson -), Arnþór Ari Atlason 6 - Ellert Hreinsson 4, Höskuldur Gunnlaugsson 5, Jonathan Glenn 6. Skot (á mark): 13-11 (3-2) Horn: 9-4 Varin skot: Anton 1 - Gunnleifur 3 0-1 Laugardalsv. Áhorf: Um 1.000 Vilhjálmur Alvar (7) Mörkin: 1-0 Þórhallur Kári Knútsson (75.), 1-1 Vladimir Tufegdzic (83.). STJARNAN (4-3-3): Gunnar Nielsen 7 - Heiðar Ægisson 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Daníel Laxdal 7, Hörður Árnason 6 - Michael Præst 6, Þorri Geir Rúnarsson 5 (61. Jeppe Hansen 5), Pablo Punyed 7 - Arnar Már Björgvinsson 5 (71. Þórhallur Kári Knútsson -), Ólafur Karl Finsen 6 (79. Jóhann Laxdal -), Guðjón Baldvinsson 5. VÍKINGUR (4-3-3): Thomas Nielsen 6 - Dofri Snorrason 7, Milos Zivkovic 7, Igor Taskovic 6, Halldór Smári Sigurðsson 6 - Viktor Bjarki Arnars- son 7, Ívar Örn Jónsson 6, Arnþór Ingi Kristinsson 5 (63. Vladimir Tufgdzic 6) - Davíð Örn Atlason 5 (79. Andri Rúnar Bjarnason -), *Hallgrímur Mar Steingrímsson 7, Rolf Toft 5. Skot (á mark): 8-8 (3-4) Horn: 6-1 Varin skot: Gunnar 2 - Thomas 2. 1-1 Stjörnuvöllur Áhorf: 803 Ívar Orri Kristjánss. (6) Mörkin: 0-1 Kennie Knak Chopart (43.), 1-1 Martin Hummervoll (62.). KEFLAVÍK (4-3-3): Sindri Kristinn Ólafsson 5 - Guðjón Árni Antoníusson 5, Paul Bignot 5, Einar Orri Einarsson 5, Magnús Þórir Matthíasson 5 (87. Bojan Ljubicic -) - Frans Elvarsson 7*, Jóhann B. Guðmundsson 5 (68. Leonard Sigurðsson 4), Hólmar Örn Rúnarsson 5 - Samuel Hernarndez 4, Martin Hummervoll 6, Chukwudi Chijindu 5 (70. Daníel Gylfason -). FJÖLNIR (4-4-2): Þórður Ingason 5 - Atli M. Þor- bergsson 5 (87. Arnór Eyvar Ólafsson), Bergsveinn Ólafsson 5, Jonatan Neftalí 5, Viðar Ari Jónsson 5 - Ragnar Leósson 5 (71. Aron Sigurðsson -), Illugi Gunnarsson 5, Guðmundur Böðvar Guðjónsson 5, Guðmundur Karl Guðmundsson 6 - Gunnar Már Guðmundsson 5 (61. Mark Magee 5), Kennie Chopart 7. Skot (á mark): 8-7 (2-3) Horn: 5-4 Varin skot: Sindri 2 - Þórður 1 1-1 Nettóvöllur Áhorf: 900 Pétur Guðmundss.(5) Mörkin: 0-1 Jose Enrique (12.), 0-2 Jose Enrique (58.). LEIKNIR (4-3-3): Eyjólfur Tómasson 5 - Eiríkur Ingi Magnússon 6, Halldór Kristinn Halldórsson 6, Óttar Bjarni Guðmundsson 4, Gestur Ingi Harðarson 6 - Brynjar Þór Hlöðversson 7, Sindri Björnsson 5 (61., Daði Bergsson 4), Hilmar Árni Halldórsson 4 -, Fannar Þór Arnarsson 5 (61., Atli Arnarson 4), Elvar Páll Sigurðsson 6 (76., Ólafur Hrannar Kristjánsson -), Danny Schreurs 3. ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 7 - Jonathan Patrick Barden 6, Hafsteinn Briem 6, Avni Pepa 7, Jón Ingason 7 - Mees Junior Siers 7, Mario Brlecic 6, Jose Enrique 9 (72., Ian David Jeffs -) - Víðir Þorvarðarson 6 (85., Gunnar Þorsteinsson -), Aron Bjarnason 4 (59., Stefán Ragnar Guðlaugsson 6), Gunnar Heiðar Þorvaldsson 6. Skot (á mark): 13-6 (8-3) Horn: 14-2 Varin skot: Eyjólfur 1 - Abel 7 0-2 Leiknisvöllur Áhorf: 650 Erlendur Eiríksson (6) Mörkin: 1-0 Arnar Már Guðjónsson (4.), 1-1 Atli Viðar Björnsson (24.), 1-2 Emil Pálsson (49.), 1-3 Atli Viðar Björnsson (53.), 2-3 Garðar Gunnlaugs- son (81.). ÍA (4-4-2): Árni Snær Ólafsson 5 - Þórður Þor- steinn Þórðarson 4, Ármann Smári Björnsson 5, Arnór Snær Guðmundsson 5, Darren Lough 5 - Ingimar Elí Hlynsson 4 (58. Ólafur Valur Valdimarsson 5), Arnar Már Guðjónsson 6, Albert Hafsteinsson 4 (86. Marko Andelkovic -), Ásgeir Marteinsson 5 (64. Jón Vilhelm Ákason 6) - Eggert Kári Karlsson 4, Garðar Gunnlaugsson 7. FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 5 - Jonathan Hendrickx 7, Pétur Viðarsson 6, Kassim Doumbia 5, Böðvar Böðvarsson 8 (71. Sam Tillen -) - Emil Pálsson 7, Davíð Þór Viðarsson 7, Atli Guðnason 7 - Jérémy Serwy 8, Þórarinn Ingi Valdimarsson 7, *Atli Viðar Björnsson 8 (77. Kristján Flóki Finnbogason -). Skot (á mark): 13-14 (7-7) Horn: 2-12 Varin skot: Árni 3 - Róbert 4 Akranesvöllur Áhorf: ? Garðar Örn Hinriksson (7) Ísland á sundkortið í Kazan Árangur íslenska sundfólksins á HM í sundi hefur mikið vakið mikla athygli en Ísland átti þrjá sundmenn í úrslitasundi á mótinu og fj óra meðal tíu efstu í sínum greinum auk þess sem ellefu Íslandsmet féllu á HM. 2-3 2. sæti Örn Arnarson 100 metra baksund 2001 3. sæti Örn Arnarson 200 metra baksund 2001 6. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir 100 metra bringusund 2015 7. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir 50 metra bringusund 2015 8. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir 200 metra baksund 2015 8. sæti Eðvarð Þór Eðvarðsson 200 metra baksund 1986 9. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir 200 metra bringusund 2015 10. sæti Eðvarð Þór Eðvarðsson 100 metra baksund 1986 13. sæti Anton Sveinn McKee 200 metra bringusund 2015 13. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir 50 metra bringusund 2013 13. sæti Jakob Jóhann Sveinsson 200 metra bringusund 2001 BESTI ÁRANGUR ÍSLANDS Á HM Í 50 METRA LAUG 1 0 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 B 2 -1 4 7 8 1 5 B 2 -1 3 3 C 1 5 B 2 -1 2 0 0 1 5 B 2 -1 0 C 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.