Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 38
11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 18
Eftir vel heppnaða byrjun á ein-
leikjahátíðinni Act Alone, sem hald-
in er á Suðureyri, hófst þriðji dagur-
inn með leiklestri á verkinu Doría en
Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverr-
isson standa að handritinu. Leikrit-
ið fjallar um uppgjör sjómanns við
sjálfan sig eftir að hann týnist í þok-
unni á doríuveiðum. Ársæll Níelsson
lék sjómanninn en hópurinn vonast
til að þróa verkefnið áfram og flytja
í fullri mynd á næstu misserum.
Edda Björgvins hélt fyrirlest-
ur um húmor, gleði og hamingjuna
fyrir troðfullu húsi seinna um kvöld-
ið. Aukastóla þurfti til að koma öllum
fyrir en allt gekk sem smurt. Tónlist-
arkonan Lára Rúnars hélt tónleika
og fór yfir feril sinn með myndum,
sögum og tónlist. Dansarinn og dans-
höfundurinn Katrín Gunnarsdóttir
lokaði síðan sýningardeginum með
verkinu Saving History.
Laugardagurinn byrjaði með helj-
arinnar barnaskemmtun. Löng röð
myndaðist hjá Blaðraranum, börn-
in hreinlega eltu hann á röndum um
bæjarplássið. Ævar vísindamaður
hélt vísindanámskeið fyrir börn á
öllum aldri í Þurrhver og spenn-
an hreinlega geislaði af börnunum
þegar þau fengu að gera tilraunir
með átrúnaðargoðinu. Seinna um
daginn stjórnaði Ísgerður Gunn-
arsdóttir útileikjum og söng á þorp-
stúninu.
Listakonan Kolbrún Elma Schmidt
opnaði innsetningu undir nafninu
Herðing í fiskhjalla sem afi hennar
byggði, en hún blandar saman hljóð-
upptökum og efniviði úr öllum áttum
í sinni listsköpun. Veitingastaðurinn
Fisherman bauð upp á dýrindis fisk-
veislu, gestum að kostnaðarlausu, og
lítill bókamarkaður var opnaður.
Þorpskirkjan var einnig notuð
undir listviðburði en leiksýningin Þú
kemst þinn veg eftir Finnboga Þor-
kel Jónsson var sýnd þar áður en tók
að rökkva.
Kenneth Máni sló í gegn um kvöld-
ið en gríðarlöng röð myndaðist fyrir
utan félagsheimilið áður en sýningin
hófst. Tónlistarmaðurinn KK spilaði
við mikinn fögnuð, eftirherman Karl
Örvarsson lék listir sínar og listakon-
an Ásta Fanney lokaði síðan hátíðinni
á miðnætti.
Ævar Þór Benediktsson, vísinda-
maður með meiru, var að vonum
ánægður með hátíðina:
„Stemmingin var virkilega góð
og greinilegt að þetta er gert með
hjartanu. Allir leggja hönd á plóg og
ef eitthvað vantar „þá er bara gengið
í hús“, eins og Elfar Logi sagði bros-
andi við mig þegar ég sagði honum
að kannski vantaði mig örlítið meira
kartöflumjöl í slímtilraunina mína.
Það var tekið afar vel á móti mér og
hátíðinni tekst að vera bæði prófessj-
ónal en á sama tíma líka heimilisleg.
Á Act Alone er gott að vera.“
Kátína og yfi rfullir salir á Act Alone
Uppgjör sjómanns á doríuveiðum, húmor og hamingja, leiksýning í kirkjunni, tónleikar með myndum, dans og útileikir. Allt á Suðureyri.
Sigríður Jónsdóttir
jonsdottir.sigridur@gmail.com
Á SVIÐI FÉLAGSHEIMILISINS Kenneth Máni fór á kostum á sviðinu, enda myndaðist löng röð fyrir utan félagsheimilið áður en sýning hans hófst. MYND/HLYNUR KRISTJÁNSSON
INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17.
INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.
INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. SUN. 11-15.
NÝJAR VÖRUR
FRÁ NIKE
MENNING
1
0
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
B
1
-E
C
F
8
1
5
B
1
-E
B
B
C
1
5
B
1
-E
A
8
0
1
5
B
1
-E
9
4
4
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K