Fréttablaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 6
11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
KORT AF SÍÐUSTU FÖR BEAVER-VÉLARINNAR
Akureyri
Brotlendingarstaður Þarna sást flugvélin seinast
14.10
Flugvélin leggur af stað
frá Akureyrarflugvelli.
16.20
Áætluð koma vélarinnar
til Keflavíkur.
17.06
Samhæfingarmiðstöðin
er ræst og aðgerðir hefj-
ast við leit að vélinni.
20.20
Vélin finnst, brunnin, í
Barkárdal. Flugmaðurinn
er með meðvitund.
➜ Tímalína
Þrengra leitarsvæði
björgunarsveita
Stærra leitarsvæði
björgunarsveita
Þeir fljúga þessa leið
til Ameríku. Frá Keflavík
yfir til Grænlands og
hoppa þar á milli.
Gestur Einar Jónsson,
framkvæmdastjóri Flugsafns Íslands
Flugvél er stór og það
getur alltaf komið frá
henni reykur eða fundist
bensínlykt.
Guðbrandur Örn Arnarson,
verkefnisstjóri hjá Landsbjörg
NICOTINELL FRUIT
Ódýrasta Nicotinell
lyfjatyggigúmmíið!
Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim
sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki eða ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum.
Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er
minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar
bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1-2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota
fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í
1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1 ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið
eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta
reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú: hefur fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með
alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár, gervitennur, barn á brjósti eða ert á meðgöngu. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn
hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
479.738 alifuglum var slátrað í
júní síðastliðnum. Þetta er örlítil
fjölgun frá sama mánuði í fyrra
þegar 460.918 fuglum var slátrað.
SVONA ERUM VIÐ
UMFERÐ Talsvert meiri umferð var
til og frá Dalvík í kringum Fiski-
daginn mikla en verið hefur und-
anfarin ár. Rúmlega 23 þúsund
ökutæki komu við á Dalvík frá
föstudegi til sunnudags um síð-
ustu helgi og áætlar umferðardeild
Vegagerðarinnar að um 30 þúsund
manns hafi því komið til Dalvíkur
þessa helgi. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá Vegagerðinni.
Umferðin til og frá Dalvík jókst
um 17,6 prósent milli ára og er
þetta næstmesti fjöldi í ár síðan
Vegagerðin hóf samantekt árið
2008.
Árið 2009 var umferðin um 24
þúsund bifreiðar en minnkaði jafnt
og þétt til ársins 2014.
Mikil hátíðarhöld voru á Dalvík
í ár og gekk hátíð heimamanna
vonum framar og var ekki mikið
að gera hjá lögreglunni á svæðinu
þrátt fyrir fjölmenni.
Lögreglan áætlar að á laugar-
deginum hafi um 26 þúsund manns
sótt Dalvíkinga heim.
- sa
Umferðardeild Vegagerðarinnar telur að um 30 þúsund manns hafi mætt:
23 þúsund bifreiðar til Dalvíkur
MARGMENNI FJÖLMENNT VAR Á
FISKIDEGINUM MIKLA Á DALVÍK
OG JÓKST UMFERÐIN UM TÆPLEGA
FIMMTUNG TIL OG FRÁ BÆNUM YFIR
SLYS „Þetta er eins og að leita að nál
í heystakki. Landið var allt undir,“
segir Guðbrandur Örn Arnarson,
verkefnisstjóri aðgerðamála hjá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Vel gekk að finna flugvélina sem
hrapaði í Barkárdal á sunnudag.
Samhæfingarmiðstöð ríkislög-
reglustjóra var ræst klukkan 17.06
og rúmum þremur klukkustund-
um síðar, klukkan 20.29, var vélin
fundin. „Það er samvinna allra
viðbragðsaðila sem skilar þessum
árangri. Við gerum þetta fræði-
lega. Vélin fannst innan þess lík-
indahrings sem við vorum að vinna
eftir,“ segir Guðbrandur.
Spurður hvort erfiðara sé að
finna flugvél en fótgangandi ferða-
menn, í ljósi þess að flugvél kemst
yfir mun stærra svæði, segir Guð-
brandur: „Það er erfiðara og auð-
veldara. Flugvél er stór og það
getur alltaf komið frá henni reykur
eða fundist bensínlykt.“ Litlar vís-
bendingar voru þó um staðsetningu
vélarinnar og því ljóst að hún gat
nánast verið hvar sem var.
„Flugvélin fór nokkurn veginn
í þann geira sem við gerðum ráð
fyrir. Þeir gáfu upp breytingu á
flugleið sem skilaði sér í því að við
vorum með sterka vísbendingu um
hvaða stefna hefði verið tekin frá
seinasta þekkta stað.“
Mennirnir tveir, Arngrímur
Jóhannsson og Grant Wagstaff,
voru báðir reyndir flugmenn. Grant
lést inni í vélinni og fannst illa
brunninn. Arngrímur komst sjálfur
út úr vélinni nokkuð brenndur. Ekk-
ert símasamband var í Barkárdal.
Gunnar Jóhannsson hjá lögregl-
unni á Akureyri staðfesti að ekkert
neyðarboð hefði komið frá flugvél-
inni. Hann segir að lágskýjað hafi
verið víða á svæðinu.
Flugvélin var af gerðinni de
Havilland Beaver. Samkvæmt Gesti
Einari Jónssyni, framkvæmda-
stjóra Flugsafns Íslands, var flug-
vélin að fara í sína síðustu ferð úr
landi. Hún hafði verið seld til Amer-
íku.
„Þeir fljúga þessa leið til Amer-
íku. Frá Keflavík yfir til Grænlands
og hoppa þar á milli.“
Hann segir vélina vera frá 1960.
„Hún nauðlenti í Kenía í Afríku
árið 1963 og þar lá hún bara,“ segir
Gestur. Hann segir vélina hafa
verið notaða af breska flughernum.
„Hún liggur þar til 1999 og er þá
flutt til Bandaríkjanna, eða það sem
eftir var af henni. Hún var endur-
smíðuð afskaplega vel og vandlega
og var talin ein besta flugvél sinnar
tegundar í heiminum í dag.“
Gestur segir fjölda flugáhuga-
manna hafa haft áhuga á vélinni.
Hún hefur verið til sýnis á Flug-
safni Íslands síðan hún kom hingað
til lands árið 2008. Þá flugu Arn-
grímur og Grant henni til landsins
frá Ameríku á átján dögum. „Menn
eins og Arngrímur og þessi ágæti
maður sem var með honum eru
vanir menn og varkárir.“
Hann segir safnið hafa séð eftir
flugvélinni. „Vélar eru keyptar og
seldar en við sáum eftir henni því
hún var óskaplega falleg í safninu
og vakti mikla athygli. Við kvödd-
um þá þegar þeir fóru.“
snaeros@frettabladid.is
Brotlenti í síðustu ferðinni
Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag.
Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda.
AKRANES Íbúum á Akranesi hefur
fjölgað á milli 1. og 2. ársfjórðungs
2015. Íbúar voru 6.830 í lok júní
síðastliðins en 6.780 í lok mars á
þessu ári. Þetta kemur fram á vef
Akraneskaupstaðar.
Íbúafjöldi á Akranesi hefur
vaxið jafnt og þétt á síðustu árum
og er sveitarfélagið það níunda
fjölmennasta á landinu.
Þá hefur fasteignaverð einn-
ig farið hækkandi á Akranesi, en
samkvæmt Hagsjá Landsbankans,
sem tók saman þróun fasteigna-
verðs í fimm stærri bæjum lands-
ins, kemur fram að verð á fer-
metra fasteigna á Akranesi hefur
hækkað um 15 prósent. - ngy
Íbúar voru 6.830 í lok júní:
Íbúum á Akra-
nesi hefur fjölgað
AKRANES Fasteignaverð hefur farið
hækkandi á Akranesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMFÉLAG Öryrkjabandalagið,
Þroskahjálp og Rannsóknarsetur í
fötlunarfræðum bjóða til ráðstefnu
föstudaginn 4. september 2015 þar
sem sjónum verður beint að aðgengi
fatlaðs fólks að menningu og listum
bæði sem neytendur og framleið-
endur.
Fyrirlesarar koma bæði úr fræða-
og listheiminum og raddir fatlaðs
listafólks hljóma í gegnum listsköp-
un, en samhliða ráðstefnunni munu
ráðstefnugestir njóta fjölbreyttrar
sköpunar fatlaðs listafólks. - ngy
Standa fyrir ráðstefnu:
Fatlað listafólk
stígur á svið
LÖGREGLUMÁL
Tilraun gerð til ráns
Maður gerði tilraun til að ræna við-
skiptavin sem kom út úr banka við
Þarabakka í Reykjavík laust fyrir
klukkan fjögur í gær. Fram kemur í
tilkynningu lögreglu að skömmu síðar
hafi maður verið handtekinn grunaður
um verknaðinn.
Reiður hjá sýslumanni
Lögregla var kölluð til vegna manns
sem fékk reiðikast hjá Sýslumanninum
í Reykjavík um klukkan þrjú í gær.
Auk þess að brjóta rúðu lét maðurinn
ófriðlega, segir í dagbók lögreglu. Hann
var handtekinn þegar lögreglu bar
að garði og fluttur á lögreglustöð til
skýrslutöku.
1
0
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
2
-1
4
7
8
1
5
B
2
-1
3
3
C
1
5
B
2
-1
2
0
0
1
5
B
2
-1
0
C
4
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K