Fréttablaðið - 25.07.2015, Síða 23

Fréttablaðið - 25.07.2015, Síða 23
MATUR Í FERÐINA LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2015 Kynningarblað Nestishugmyndir, uppskriftir og góð útileguráð. Það er skemmtileg áskor-un að lesa í spilin og sjá fyrir hvernig þarfir neyt- enda þróast til að bjóða nýjar og breyttar vörur í takt við tíð- arandann hverju sinni. En þó að margt breytist þá skipta gæði alltaf mestu máli og svo í aukn- um mæli vitund um uppruna og aðstæður framleiðslunnar,“ segir Steinþór Skúlason, for- stjóri SS. Hann segir sögu fyrirtækisins vera merkilega því félagið hafi verið stofnað af bændum fyrir meira en heilli öld til að koma skipulagi á kjötverkun og sölu og ekki síður til að tryggja gæði sem hafa alla tíð verið aðalsmerki SS. Félagið sé í eigu bænda og í raun verkfæri þeirra til að koma af- bragðs afurðum sínum milliliða- laust úr íslenskri sveit til neyt- enda. „Við byggjum á langri hefð en á sama tíma hefur nýsköpun og vöruþróun forgang í starfsem- inni og við erum sífellt að leita leiða til að þróa nýjar og endur- bættar vörur fyrir neytendur.“ Hálfúrbeinuð læri Sem dæmi nefnir hann að síð- asta haust hafi SS breytt öllum krydduðum lærum úr hefð- bundnum lærum í hálfúrbeinuð læri sem eru án hækils, rófubeins og mjaðmarbeins. „Neytendur fá því vöru sem er með meira kjöti og minna beini. Þeir sem hafa prófað þessi læri sjá ávinning- inn og kaupa þessa vöru aftur og aftur.“ Bragðgóð fjörulambslínan Annað sem SS hefur gert á undan- förnum árum að sögn Steinþórs er að þróa vörulínur fyrir grill- ið sem eru án allra aukaefna. „Þar má nefna vörulínur eins og ítölsku línuna, grísku línuna og þá nýjustu, sem við kynntum í vor, sem er fjörulambið. Það er margra mánaða þróunarvinna sem liggur að baki nýjum vöru- línum til að finna rétta bragð- ið. Ég hef ekki séð að aðrir hafi notað íslensk sjávarsöl með þeim hætti sem við gerum sem gefur mjög bragðgóða en einnig öðru- vísi vöru.“ Ljúffeng hálflæri En heilt læri, þó að það sé hálfúr- beinað, er frekar seinlegt í mat- reiðslu og um leið matur fyrir 4-6 manneskjur. „Stundum eru færri í mat og ekki langur tími til eldunar. SS þróaði því öðru- vísi læri sem við köllum hálflæri. Það er klofið læri án leggs og um eitt kg að þyngd. Það hentar því í matinn fyrir 2-3 manneskjur og eldunin tekur helmingi styttri tíma en á heilu læri.“ Þjóðarréttur Íslendinga Það er ekki hægt að tala um sumar og grill án þess að nefna hina einu sönnu SS pylsu sem alltaf stendur fyrir sínu og hentar í allar grillveisl- ur. „Það ber fagmennsku okkar góða starfsfólks og smekk Íslend- inga frábært vitni að slík vara sem er búin að vera á markaði í rúm 80 ár skuli vera með góða söluaukn- ingu.“ Í takt við tíðarandann Þrátt fyrir stöðuga vöruþróun og nýjar vörur í takt við tíðarandann skipta gæðin alltaf mestu máli hjá SS. Á undanförnum árum hafa bragðgóðar og skemmtilegar nýjungar litið dagsins ljós, s.s. hálfúrbeinuð læri, hálflæri og vörulínur fyrir grillið án allra aukaefna. SS pylsan stendur einnig alltaf fyrir sínu. „Við byggjum á langri hefð en á sama tíma hefur nýsköpun og vöruþróun forgang í starfseminni,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS. M Y N D /V A LL I 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 F -9 5 C 0 1 5 8 F -9 4 8 4 1 5 8 F -9 3 4 8 1 5 8 F -9 2 0 C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.