Fréttablaðið - 01.08.2015, Side 11

Fréttablaðið - 01.08.2015, Side 11
LAUGARDAGUR 1. ágúst 2015 | FRÉTTIR | 11 NORÐURLÖND 1 3 2 Berjast fyrir réttindum flóttamanna 1 DANMÖRK Dönsk Facebook-herferð miðar nú að því að safna nægum fjármunum til að birta auglýsingar sem tala máli flóttamanna og bjóða þá velkomna til Danmerkur í stærstu fjölmiðlum. Hingað til hafa safnast um hundrað þúsund danskar krónur í herferðinni, andvirði um tveggja milljóna íslenskra króna. Forsvarsmenn her- ferðarinnar segja hana svar við áformum dönsku ríkisstjórnarinnar um að birta auglýsingar gegn flóttamönnum í dag- blöðum. „Verið þið velkomnir, flóttamenn, segjum nei við stefnu Støjberg!“ mun segja í auglýsingunum. Inger Støjberg er þing- maður stjórnarflokksins Venstre. Norskir fangar fá minni aðgang að klámi 3 NOREGUR Fangelsisyfir-völd í Noregi úrskurðuðu í gær að fangar þar í landi fái minni aðgang að klámi en áður. Úrskurðurinn felur í sér að aðgangi að efni sem „ógnar friði, reglu og öryggi“ verði hafnað. Fangar í Noregi hafa hingað til haft óheftan aðgang að klámi, svo lengi sem það er löglegt og sýni ekki börn eða öfgafullt ofbeldi. Fangelsisyfirvöld hafa til þessa ekki haft neina lagalega heimild til að gera klám fanga upptækt eða neita þeim um aðgang. Samkvæmt yfirlýsingu fangelsisyfirvalda í Noregi má nú neita föngum um klám geti fangaverðir sýnt fram á að það sé skaðlegt. Áhyggjur af of sænskri lögreglu 2 SVÍÞJÓÐ Sænski lögregluskólinn lýsti í gær yfir áhyggjum sínum af snarlækkandi tölu lögreglu- þjóna sem eru af erlendu bergi brotnir. Á síðustu árum höfðu um tíu prósent nýrra lögregluþjóna verið af erlendu bergi brotnir en í síðustu tveimur inntöku- ferlum hefur sú tala helmingast. „Ég hef verið hér í tíu ár og í sum skiptin hefur talan náð fimmtán prósentum,“ segir Betty Rohdin, skóla- stjóri lögregluskólans í Växjö, um það sem hún telur bestu árin. „Þegar maður var með útlendinga í heimsókn gat maður sent póst á nemendur og spurt hvort einhver gæti þýtt fyrir mann á arabísku og fengið sjö svör. Nú til dags fær maður engin,“ sagði Rohdin. Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar. 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 9 F -0 4 F C 1 5 9 F -0 3 C 0 1 5 9 F -0 2 8 4 1 5 9 F -0 1 4 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.