Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2015, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 01.08.2015, Qupperneq 20
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 ALVARLEG SLYS Í UMFERÐINNI Mánudaginn 7. ágúst árið 2000 hrapaði flugvél í sjóinn í Skerjafirði, þrír lét-ust og þrennt slasað-ist lífshættulega, og létust öll innan árs. Flugvélin var í farþegaflugi að ferja gesti þjóðhátíðar heim eftir helgina. Vélin var við það að snerta flugbrautina og lenda þegar flugmaðurinn fékk skip- un frá flugturni um að hætta við þar sem önnur flugvél var á flug- brautinni. Flugmaðurinn hækk- aði þá flugið og ætlaði að taka annan hring. Örstuttu síðar skall vélin í sjóinn, brotnaði og sökk. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að líkur væru á að bensínþurrð hefði orsakað slysið. Aðstandendur gagnrýndu rannsóknina og í kjöl- farið skapaðist bæði umræða og þrýstingur sem leiddi til umbóta í flugöryggismálum. Í níu ár eftir Skerjafjarðarflug slysið varð ekk- ert banaslys í flugi á Íslandi en áratuginn fyrir slysið varð slys næstum því á hverju ári. Alltaf uggur í brjósti þessa helgi Friðrik Þór Guðmundsson, faðir ungs manns sem lét lífið í kjöl- far slyssins, var einn þeirra sem gagnrýndu rannsóknina og barð- ist fyrir því að sannleikurinn fengi að líta dagsins ljós. „Ég er ekki í vafa um að barátta aðstandenda á sínum tíma, ofan á einlægan umbótavilja fjölda ann- arra, flugmanna ekki síst, hafi skilað sér í auknu flugöryggi. Þótt flugmálayfirvöld hafi verið treg í taumi og tekið gagnrýni óstinnt upp þá var ýmsum lögum og reglum breytt, eftirlit aukið og án efa varð um leið jákvæð hugar- farsbreyting í „bransanum“. Síðustu sex ár hafa orðið sex flugslys. Þar af flugslysið á Akur- eyri sem varð verslunarmanna- helgina árið 2013. „Þrátt fyrir að allt bendi til þess að lærdómurinn hafi skilað sér er fyllsta ástæða til að staldra ögn við. Banaslysin eru farin að skjóta upp kollinum á ný. Hið minnsta í tveimur þessara tilvika virðist einhvers konar fífl- dirfska hafa spilað inn í.“ Friðrik segist finnast það hið besta mál að fólk ferðist og skemmti sér hraustlega þessa miklu ferðahelgi en þó setjist ávallt uggur í brjóst hans fyrir verslunarmannahelgina. „Í mörg ár núna hefur feginleiki fylgt í kjölfarið og ég vona að svo verði áfram. Að allir komist heim heilu og höldnu.“ Merki um slaka Ragnar Guðmundsson, rannsak- andi flugslysasviðs, segir að reglu- gerðarbreyting árið 2004 hafi lík- lega haft sitt að segja með langt slysalaust tímabil eftir Skerja- fjarðarslysið en einnig vitundar- vakning. „Ég held að menn hafi farið að horfa aðeins í eigin barm, hvernig þeir væru að stunda þenn- an rekstur í kringum þjóðhátíð, og almennt líka.“ Frá árinu 2009 hafa orðið þrjú banaslys þannig að slysalausa tímabilinu er lokið. Eru menn hættir að vanda sig? „Við erum að sjá merki um að það sé verið að slaka á undanfarin ár. Eflaust er það ástæðan fyrir því að Sam- göngustofa hefur aukið eftirlit.“ Skiptar skoðanir um takmörkun umferðar Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er starfsmönnum fjölgað á Vest- mannaeyjaflugvelli yfir verslun- armannahelgina til að bregðast við aukinni flugumferð. Í ár hefur afgreiðslutímum einnig verið úthlut- að með hliðsjón af áætluðu umferð- armagni en miðað er við að flug- tök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hverjum hálftíma. Það er gert til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrým- inu og vegna þess að stæði á flug- vellinum eru takmörkuð. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa úthlutun, til að mynda hafa háværar mótmæl- araddir heyrst á lokaðri síðu „flug- nörda“ á Facebook en samkvæmt Isavia ættu allir að komast leið- ar sinnar. „En mögulega gæti fólk þurft að hliðra tímum til að dreifa álaginu á flugvöllinn betur. Þess má geta að algengt er á flugvöllum að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum,“ segir í svari Isavia við fyrir spurn frá Fréttablaðinu. Fimmtán ár frá flug- slysinu í Skerjafirði Mikil umræða um flugöryggi skapaðist eftir slysið í Skerjafirði og í níu ár urðu engin banaslys í flugi. Menn sjá nú merki um aukið kæruleysi en flugyfirvöld gefa engan slaka og úthluta afgreiðslutímum um helgina. Pössum upp á hvert annað Njáll Pálsson bráðatæknir og sjúkraflutningamaður Bana- slysin eru farin að skjóta upp kollinum á ný. Hið minnsta í tveimur þessara tilvika virðist einhvers konar fífldirfska hafa spilað inn í. Friðrik Þór Guðmundsson Njáll segir verslunarmannahelgina frábrugðna öðrum helgum á vaktinni. „Það eru svo margir á faraldsfæti og svo er þessi skuggahlið, fólk er að neyta áfengis og vímugjafa í óhóflegu magni og þá verða stundum ofbeldisverk, slys, veikindi í kringum það. Svo eru það bílslysin sem hafa alltaf sett sitt mark á ferðahelgar, þegar ég lít svona til baka,“ útskýrir Njáll. Hann segir átakanlegt og gríðarlega erfitt á köflum að starfa við það að koma að slysum. „Sérstaklega ef um ungt fólk eða börn er að ræða. En þetta er auðvitað bara svona, hluti af starf- inu. Við köllum þetta verkefni sem þarf að leysa hverju sinni og þar er einna mikilvægast að vera í góðu sambandi við alla viðbragðsaðila og samstarfið er mjög gott. Það er náttúrulega aldrei gaman að horfa upp á það þegar sam- borgarar manns lenda í nauðung, en maður sinnir því sem þarf að sinna.“ Aðspurður segir hann hegðun fólks um verslunarmannahelgi hafa breyst á undanförnum árum. „Ég er ekki frá því að fólk sé farið að vera heilt yfir meira afslappað í umferðinni. Mér finnst ég finna það. En það er auðvitað slæmt þegar fólk er að keyra í misjöfnu ástandi, þá skapast hætta. Það er oftast á heimleiðinni og ég biðla til fólks að setjast ekki undir stýri nema að vel athuguðu máli,“ segir Njáll, en bætir við að nú sé mikið af erlendum ferða- mönnum á ferðinni og þeir séu ekki jafn öruggir í umferðinni. Síðustu fimm verslunarmannahelgar hefur Njáll verið að vinna í sjúkragæslu á Þjóðhátíð í Eyjum. „Ég hef skynjað breytingu til hins betra í Eyjum líka. Það er því að þakka að það er búið að vinna markvisst í öryggismálum í dalnum, þjóðhátíðar- nefnd hefur aukið öryggi gestanna. Það er búið að auka við gæslu, koma upp myndavélakerfi og svo er líka búið að vinna í brekkunni sjálfri, hreinsa hana vel af grjóti og binda grjótið fyrir ofan með neti. Þegar ég var að byrja þá var grjótið mikið á ferðinni, að rúlla niður og hitta fólk illa, það var að detta um þetta, og svo voru menn svo ófor- skammaðir að grýta því og maður sá marga áverka tengda því.“ Njáll biðlar til fólks að ganga hægt um gleðinnar dyr. „Pössum hvert annað, ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú á svona stórum manna- mótum þar sem fólk er undir áhrifum og kannski misindismenn sem leynast í fjöldanum. Svo náttúrulega þetta með að vera ekki að hreyfa við ökutækjum nema vera í ástandi til þess.“ fólk er að neyta áfengis og vímugjafa í óhóflegu magni og þá verða stundum ofbeldis- verk, slys, veikindi BANASLYS Í FLUGI Það er jafn mikill viðbúnaður og um aðrar helgar. Við í lög-reglunni í bænum leggjum svo meiri áherslu á innbrotseftirlit og slíkt, það eru auðvitað margir sem fara úr bænum og þá eru meiri líkur á að eitthvað gerist heima hjá fólki. Við erum að fylgjast með eigum fólks. Annars eru oft rosalega margir niðri í bæ og það þarf að sinna því fólki líka,“ segir Dóra Birna, en hún hefur verið í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðan 2002 og unnið yfir margar verslunarmannahelgar. „Það hefur verið þannig að ef það hefur verið hundleiðinlegt veður á útihátíðum hafa hátíðirnar færst á Lækjartorg. En það eru nú einhver ár síðan það gerðist síðast.” Hún segir eldra fólk meira í bænum um verslunarmannahelgar. „Þá er yngra liðið farið á útihá- tíðirnar. Það getur verið öðruvísi stemming í bænum, meiri rólegheit yfir þessu. En svo er auðvitað allur gangur á því. Það er líka fullt af túr- istum í bænum um þessar mundir, en það er ekkert vesen á þeim. Það er eitthvað svona sem fylgir, það er verið að stela af þeim og svo er alltaf svolítið fyllerí í bænum. Svo finnst manni eins og það séu oft meiri slagsmál þegar er leiðinlegt veður, fólk virðist vera glaðara í sól og blíðu.“ Hún man eftir að hafa komið að erfiðum slysum í kringum ferðahelgarnar. „Erfiðustu slysin eru þau þegar unga fólkið og börnin meiðast. Það er mjög átakanlegt að horfa upp á slíkt. En ég vil endilega biðla til fólks þessa helgi að flýta sér ekki um of, fara varlega og ganga hægt um gleðinnar dyr með gleði í hjarta.“ Meiri áhersla á innbrotseftirlit Dóra Birna Kristinsdóttir lögreglumaður Ef það hefur verið hundleiðinlegt veður á útihátíðum hafa hátíðirn- ar færst á Lækjartorg. 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 21 32 24 29 23 23 19 31 15 12 1 7 8 12 9 15 4 22 2 16 9 15 8 16 4 14 5 11 5 12 9 15 3 19 5 20 0 17 0 20 5 15 4 13 6 17 7 17 7 Látnir Alvarlega slasaðir Banaslys Látnir 1 1 3 5 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 3 1 1 2 1 2 6 ➜ Engin banaslys urðu á íslenskum skráðum loft- förum frá árinu 2001 til og með árinu 2008. FLUGSLYSIÐ Í SKERJAFIRÐI Sex létust af völdum slyssins. Allt ungt fólk í blóma lífsins og var þjóðin gjörsamlega slegin. 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 E -F B 1 C 1 5 9 E -F 9 E 0 1 5 9 E -F 8 A 4 1 5 9 E -F 7 6 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.