Fréttablaðið - 01.08.2015, Page 39

Fréttablaðið - 01.08.2015, Page 39
 | FÓLK | 5 Margrét Alice Birgisdóttir heilsumarkþjálfi mælir með því við viðskipta- vini sína að þeir fái meltingu sína góða. „Mér finnst sérstak- lega mikilvægt að meltingar- færin starfi eins og þau eiga að gera. Ef bakteríu flóra líkamans er í ójafnvægi starfar hann ekki eins og hann á að gera. Bio-Kult hefur reynst afar vel til að bæta starfsemi meltingarinnar,“ segir Margrét. Sjálf greindist Margrét með colitis ulcerosa, eða sáraristil- bólgu, fyrir fjórtán árum. „Í dag er ég lyfja- og einkennalaus og hef verið það að mestu til margra ára. Ég er sannfærð um að bakteríurnar sem ég hef tekið í gegnum tíðina samhliða jákvæð- um breytingum á lífsstíl hafi sitt að segja varðandi það hve vel mér gengur. Ég mæli heils hugar með Bio- Kult, bæði Candéa með hvítlauk og grapeseed-extract til að halda ein- kennum niðri og með Bio-Kult Orig- inal til að viðhalda batanum, báðar tegundir hafa reynst mér vel.“ Bio-Kult Candéa-hylkin geta virkað sem öflug vörn gegn candida-sveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, svo sem munn- angri, fæðu óþoli, pirringi og skapsveiflum, þreytu, brjóst- sviða, verkjum í liðum, mígreni eða ýmsum húðvandamálum. BIO-KULT FYRIR ALLA Innihald Bio-Kult Candéa-hylkj- anna er öflug blanda af vin- veittum gerlum ásamt hvítlauk og grapeseed-extract. Bio-Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarma flóruna. Bio-Kult Candéa og Bio-Kult Original henta vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. Fólk með mjólkur- og soja óþol má nota vörurnar. Mælt er með Bio- Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir dr. Nat asha Campbell-McBride. ● Bio-Kult reynist vel til að bæta meltinguna. ● Mikilvægt er að viðhalda réttri bakteríu flóru líkamans. ● Hægt er að fá bakteríur úr fæðu en þeir sem borða ekki slíkan mat geta tekið bakteríur í hylkjum. ● Margrét Alice mælir bæði með Bio-Kult Candéa og Bio-Kult Original. MÆLIR HEILSHUGAR MEÐ BIO-KULT ICECARE KYNNIR Bio-Kult er öflug blanda vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna. Margrét Alice Birgisdóttir mælir með Bio-Kult fyrir meltinguna. Hún notar Bio-Kult Candéa til að halda einkennum niðri og Bio-Kult Original til að viðhalda batanum. ÁNÆGÐ Margrét Alice er ánægð með Bio-Kult-hylkin og mælir með þeim til að bæta meltinguna. Gerður Guðjónsdóttir er betri af verkjum í liða-mótum og meltingin hefur lagast eftir að hún fór að taka inn Femarelle. „Mér bauðst að prófa Fem- arelle fyrir tveimur mánuðum og ákvað ég að slá til. Ég hafði verið með verki í liðamótum og vöðvum í töluverðan tíma, hélt ég væri komin með liða- og vefjagigt. Einnig hafði ég verið slæm í meltingunni en ég var orðin mjög vön því eftir mörg ár, þannig að það var ekki að angra mig sérstaklega. Eftir um það bil eina viku fann ég fljótlega mun á liða- mótunum og var ekki lengur með verki. Þá fór ég að hugsa hvað ég hefði gert öðruvísi en áður, og þá rann upp fyrir mér að það væri inntakan á Femarelle sem var eina breytingin hjá mér. Ég var mjög ánægð að uppgötva að ég fyndi svo fljótt mun á mér, og ákvað að halda áfram að taka það. Núna get ég setið lengi við og heklað og prjónað, sem ég gat varla gert lengur. Ég á erfitt með að gleypa hylki, þess vegna tek ég innihaldið úr hylkjunum og blanda í matinn. Eftir um það bil mánuð fann ég líka mjög góða breytingu á meltingunni en þar sem ég hafði verið í mörg ár með slæma meltingu, þá kom þetta mér sérstaklega á óvart og er ég alveg undrandi og mjög glöð að Femarelle skuli virka svona vel á mig.“ FEMARELLE ER ÖRUGGUR KOSTUR FYRIR KONUR ● Vinnur á einkennum tíða- hvarfa. ● Slær á óþægindi eins og hitakóf, höfuðverk, svefn- truflanir, nætursvita, skap- sveiflur, óþægindi í liðum og vöðvum. ● Þéttir beinin. ● Hefur ekki áhrif á móðurlíf eða brjóstavef. ● Náttúruleg vara, unnin úr soja og inniheldur tofu-extract og hörfræjaduft. ● Inniheldur engin hormón eða ísó flavóníða. ● Staðfest með rannsóknum sem fram hafa farið síðustu þrettán ár. ALVEG UNDRANDI Á HVAÐ FEMARELLE VIRKAR VEL Femarelle er náttúruleg lausn fyrir konur á breytingaaldri. Femarelle er gert úr jurtaefnum og rannsóknir sýna að það slær á einkenni tíðahvarfa og hefur hjálpað mörgum konum að ná betri líðan. MIKILL MUNUR Gerður var ánægð að uppgötva að hún fyndi svo mikinn mun á sér eftir að hún hóf að taka inn Femarelle. SÖLUSTAÐIR OG UPPLÝSINGAR Vörurnar eru fáanlegar í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu IceCare, www.icecare.is. Skúli Sigurðarson FINNUR ● Ég náði ekki að hvílast á nótt- unni vegna þess að undanfarin ár hef ég þurft að hafa þvaglát allt að þrisvar á nóttu og vanda- málið var að ágerast. ● Eftir að ég fór að taka inn Brizo- hylkin hefur líðan mín gjör- breyst. Ég þarf miklu sjaldnar að vakna á nótt- unni og er því úthvíldur að morgni. ● Sviðinn sem angraði mig er nánast horfinn. SKÚLI ● Ég var farinn að finna fyrir því að ég þurfti að kasta oft af mér þvagi og náði sjaldnast að tæma blöðruna. Mér fannst það mjög óþægilegt. ● Ég hef notað Brizo í nokkra mán- uði og er ánægður með hversu vel það virkar á mig. ● Þegar ég prófaði Brizo fann ég strax að það létti á þrýstingi á þvagrásina. ● Ég hef fulla trú á svona náttúru- legum lausnum í staðinn fyrir lyf. ● Eftir nokkurra mánaða notkun Brizo er ég mjög ánægður með hvernig mér líður. ÚTSOFINN OG HVÍLDUR Brizo er fæðubótarefni sem er ætlað að létta á óþægilegum einkennum frá neðri þvagfærum vegna stækkunar á blöðruhálskirtli, sem er algengur fylgi- kvilli þegar karlmenn eldast og kallast góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli. Þeir Finnur Eiríksson og Skúli Sigurðarson mæla með Brizo: Finnur Eiríksson 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 F -1 D A C 1 5 9 F -1 C 7 0 1 5 9 F -1 B 3 4 1 5 9 F -1 9 F 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.