Fréttablaðið - 13.10.2015, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 3 9 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r þ r i ð j u d a g u r 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 5
lÍfið Tónlistaveitur gefa lítið af
sér. 34
Fréttablaðið í dag
skoðun Árni Páll Árnason skrifar
um stjórnarskrána. 14-16
sport Strákarnir ætla að vinna
riðilinn í kvöld. 18
Menning Klassík í Vatnsmýrinni
og rýnt í Heimkomuna í Þjóð-
leikhúsinu. 24-26
lÍfið Bibbi í Skálmöld gefur út
skáldsögu. 32
Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
5
1
1
0
7
2
löggæsla Fjölga þarf í lögreglunni
um að minnsta kosti 200 manns til
að hún geti sinnt lögboðnum skyld-
um sínum, er mat ríkislögreglustjóra.
Það var niðurstaða þverpólitískrar
þingnefndar árið 2013 að hækka
þyrfti framlög til lögreglunnar um
alls 3,5 milljarða króna, umfram
verðlagshækkanir fjárlaga, á fimm
ára tímabili 2013 til 2017.
Það er samdóma álit viðmælenda
Fréttablaðsins að vandi löggæsl-
unnar í landinu er mun djúpstæðari
en yfirstandandi kjaradeila lögreglu-
manna við ríkið gefur til kynna.
Þegar horft er fáein ár aftur í tímann
má finna þess stað á fjölmörgum
stöðum að vandi lögreglunnar er
viðurkenndur af öllum sem gerst
þekkja – stjórnvöldum þar með talið
og sitjandi ríkisstjórn.
Í ársskýrslu ársins 2014 segir Har-
aldur Johannessen ríkislögreglustjóri
að á árunum 2007 til 2014 hafi lög-
reglumönnum fækkað um tæplega
100, en 500 milljóna króna aukafjár-
veiting árið 2014 leyfði ráðningar á 44
nýjum lögreglumönnum. Enn er þó
langt í land, segir Haraldur, og vísar
til niðurstöðu nefndar innanríkisráð-
herra frá mars 2013 sem skipuð var
fulltrúum allra þingflokka, tveimur
fulltrúum innanríkis ráðuneytisins,
einum fulltrúa ríkislögreglustjóra,
einum frá Landssambandi lögreglu-
manna og fleiri.
Niðurstaða þingnefndarinnar árið
2013 [Nefnd um gerð löggæsluáætl-
unar um Ísland] var að fjölga þyrfti
lögreglumönnum um rúmlega 40%,
auka þyrfti menntun þeirra og þjálf-
un og bæta búnað. Vísað var til þess-
arar niðurstöðu í stefnuyfirlýsingu
sitjandi ríkisstjórnar sem leiðarljóss
í átaki í að efla lögregluna í landinu.
Tölur ríkislögreglustjóra sýna að lög-
regluna skipuðu 712 lögregluþjónar
árið 2007. Þeir voru 640 í febrúar
síðastliðnum.
Haraldur segir að mun meira þurfi
að koma til ef staðan á að verða
ásættanleg. Að mati Haraldar þurfa
lögreglumenn í landinu að vera að
lágmarki 860, staðfestir hann við
Fréttablaðið, en sprenging í komum
ferðamanna og fleiri þætti þurfi þó
að skoða mun betur við mat á skipan
lögregluliðanna í landinu.
Snorri Magnússon, formaður
Landssambands lögreglumanna,
tekur undir með ríkislögreglustjóra
og nefnir að fjölga þurfi um 200
manns. Hann telur að lögreglan hafi
horft upp á hvert svikið loforðið á
fætur öðru og að „mælirinn sé ein-
faldlega orðinn fullur“. Eigi það
jafnt við um kjaramál og mönnun
lögreglu sem annað. – shá / sjá síðu 12
Fjölga þarf í lögreglu
um minnst 200 manns
Vandi löggæslunnar ristir mun dýpra en kjaradeila lögreglumanna við ríkið
gefur til kynna. Fjölga þarf lögregluþjónum um minnst 35% og veita milljarða
til viðbótar til grunnlöggæslu. Viðurkennt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Á Háskólatorgi stendur stór uppblásinn ristill. Hann er hluti af Bleiku slaufunni, átaki Krabbameinsfélagsins, sem fram fer þessa dagana. „Ristilkrabbamein er tiltölulega algengur sjúk-
dómur. Þriðja algengasta krabbamein hjá körlum og konum,“ segir Lára Guðrún Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélags Íslands. Fréttablaðið/SteFán
712
646
693 659 647 624 610 620 640
✿ fjöldi lögreglumanna
2007
2011
2008
2012
2009
2013
2010
2014
2015
Heimild: Ríkislögreglustjóri
uMhverfisMál Beita á „gjöreyðingar-
lyfinu“ Roundup gegn lúpínu í Dal-
víkurbyggð næsta vor. Bæjaryfirvöld
vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu
með í verkefnið sem taka á fimm ár.
„Menn eru mjög jákvæðir gagnvart því
að fara í þessa eyðingu,“ segir Valur Þór
Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkur-
byggðar.
Roundup inniheldur virka efnið
glyfosat, en Umhverfisstofnun vakti í
sumar athygli á fréttum þess efnis að
plöntuverndarvörur sem innihalda
þetta efni kynnu að valda krabbameini
í mönnum. – gar / sjá síðu 8
Umdeildu efni
beitt á lúpínu
dóMsMál „Þetta er áfellisdómur um
allt byggingareftirlit á Íslandi, alla
byggingarfulltrúa og opinbert eftir-
lit með húsakosti,“ segir Hólmsteinn
Brekkan, framkvæmdastjóri Leigj-
endasamtakanna um nýjan dóm í
myglumáli.
Héraðsdómur hefur dæmt að fjöl-
skylda skuli fá endurgreidda húsaleigu
vegna stúdentaíbúðar sem hún leigði á
Ásbrú veturinn 2011 til 2012.
Sannað þyki að leigusali hafi vitað
af rakaskemmdum í íbúðinni áður
en fjölskyldan flutti inn. Gunnar Ingi
Jóhannsson, lögmaður fjölskyldunnar,
segir málið fordæmisgefandi.
ebg / sjá síðu 6
Áfellisdómur
yfir eftirliti
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
B
F
-8
C
C
0
1
6
B
F
-8
B
8
4
1
6
B
F
-8
A
4
8
1
6
B
F
-8
9
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
2
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K