Fréttablaðið - 13.10.2015, Síða 20

Fréttablaðið - 13.10.2015, Síða 20
Fólk| HEFST 6. OKTÓBER MIÐVIKUDAGAMÁNUDAGA MÁNUDAGA Það verður boðið upp á margt nýtt og spennandi á Stöð 3 í vetur. Á dagskrá verður fjöldi nýrra spennu- og grínþátta sem enginn má missa af. Vertu með okkur í vetur, þú finnur örugglega þætti við þitt hæfi á Stöð 3. *G ild ir fy rir e in a ás kr ift . V ið sk ip ta vi ni r s em ta ka þ es su ti lb oð i f yr ir 1. nó ve m be r h al da þ es su m k jö ru m í ei tt á r. 14 NÝIR ÞÆTTIR Í VETUR Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is STÖÐ 3 +ENDALAUST TAL +1 GB Í GSM 1.990 kr. til 1. nóvember* HEILL HELLINGUR AF NÝJUM ÞÁTTUM Á STÖÐ 3 FÁÐU STÖÐ 3 Á BETRA VERÐI Í HAUST Fólk er kynningarblað sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir edda Sigríður Freysteinsdótt-ir, náttúrufræðingur á Land-spítala, hlaut á dögunum styrk frá styrktarfélagi Göngum saman fyrir verkefni sitt Ættlægt brjóstakrabbamein og mögu- leg áhættugen. Þar rannsakar hún eina íslenska fjölskyldu þar sem tíðni brjóstakrabbameins er há. „Ákveðinn hluti þeirra sem greinast með brjóstakrabba- mein tilheyra fjölskyldum þar sem tíðni brjóstakrabbameins er há og krabbameinið er ætt- lægt. Í þannig fjölskyldum bendir allt til þess að þar séu einhverjir erfðaþættir sem valda brjósta- krabbameininu. Ég skoðaði eina íslenska brjóstakrabbameins- fjölskyldu og notaði háhraðarað- greiningargögn þar sem búið var að raðgreina allt erfðamengið hjá einstaklingum úr þessari fjöl- skyldu. Markmið verkefnisins var að vinna úr þessum háhraða- raðgreiningargögnum og finna hvaða stökkbreytingar væru lík- legar til að valda brjóstakrabba- meininu í fjölskyldunni,“ útskýrir Edda. Genin BRCA1 og BRCA2 hafa verið töluvert í umræðunni að undanförnu en stökkbreytingar í þeim genum geta aukið líkur á myndun brjóstakrabbameins. „Á Íslandi er aðallega þekkt ein stökkbreyting í geninu BRCA2. Ef fólk er með hana getur hættan á að greinast með brjóstakrabba- mein einhvern tímann á ævinni orðið allt að 80%. Tíðni þess- arar stökkbreytingar í BRCA2 er um 0,5 prósent í íslensku þýði almennt en hjá brjóstakrabba- meinssjúklingum er tíðnin um sjö prósent.“ ekki brCa-stökkbreytingar Rannsókn Eddu gengur út á að kanna fjölskyldu sem ekki er með stökkbreytingar í genunum BRCA1 eða BRCA2. Hún reynir að finna út hvað veldur því að það sé svo mikið brjóstakrabba- mein í fjölskyldunni, hvort það séu einhverjar stökkbreytingar í öðrum genum sem gætu skýrt það. „Í þessari fjölskyldu virðist brjóstakrabbameinið ættgengt en það er ekki hægt að útiloka að umhverfisþættir eða lifnaðar- hættir spili þar inn í. Ef mörg brjóstakrabbameinstilfelli koma upp í sömu fjölskyldunni er afar ólíklegt að það sé tilviljun og líklegast að það séu einhverjir erfðaþættir sem orsaka það. Við veljum fjölskyldurnar sem við rannsökum út frá því að hægt sé að segja með nokkurri vissu að það sé ættgengt,“ segir Edda. ein stökkbreyting líkleg Rannsóknin sem Edda fékk styrk fyrir er framhald á rannsókn hennar í meistaranámi í líf- og læknavísindum við Háskóla Ís- lands, Leit að brjóstakrabba- meinsgenum í fjölskyldum án BRCA1/2-tengsla. „Í þeirri rann- sókn fann ég eina stökkbreytingu sem mig langar að skoða nánar. Breytingin virðist vera tvöfalt algengari í hópi brjóstakrabba- meinssjúklinga en í almennu þýði sem getur bent til þess að hún skipti mögulega máli við myndun brjóstakrabbameins.“ Áhrif þessarar stökkbreytingar á enn eftir að skýra. „BRCA2- stökkbreytingin hefur áhrif í DNA-viðgerðarferlum. Ef það koma skemmdir í DNA-inu og BRCA2 er óvirkt vegna stökk- breytingar er ekki gert við DNA- ið á réttan hátt og það eykur líkur á að krabbamein þróist. Við erum ekki búin að ná að skýra hvernig þessi stökkbreyting í minni rannsókn hefur áhrif á myndun brjóstakrabbameins. Það er það sem verkefnið sem ég fékk styrk fyrir snýst um en ég vona að innan árs geti einhverjar niðurstöður litið dagsins ljós,“ lýsir hún. Edda vonast til að hægt verði að birta niðurstöður rannsóknar- innar svo þær verði aðgengilegar fyrir aðra vísindamenn. Einn- ig að hægt verði að nota þær við erfðaráðgjöf eins og gert er með BRCA-stökkbreytingar sem sumar hverjar eru þekktar fyrir að valda mikilli áhættuaukn- ingu á brjóstakrabbameini. „Hjá þeim sem eiga á hættu að vera með stökkbreytingu í genunum BRCA1 eða BRCA2 er skimað fyrir stökkbreytingunni og þeim svo veitt ráðgjöf og meira eftirlit. Sumar konur taka þá ákvörðun í framhaldinu að láta fjarlægja brjóstin.“ karlmenn með brjóstakrabbamein Karlmenn geta líka borið stökk- breytingar í genunum BRCA1/2 og öðrum genum og geta þar af leiðandi borið þær til barna sinna. Einnig geta slíkar stökk- breytingar aukið líkur á að þeir sjálfir fái brjóstakrabbamein en það er ekki á allra vitorði að karl- menn fái brjóstakrabbamein. „Brjóstvefurinn er minni hjá karlmönnum en konum þannig að það er ein ástæða fyrir því að brjóstakrabbamein er óalgengara hjá þeim. Á móti hundrað konum sem greinast er einn karlmaður sem greinist. Hjá þeim sem bera stökkbreytingu í BRCA2-geninu er hins vegar aukin áhætta á að þeir greinist sjálfir með brjósta- krabbamein og þeir geta líka borið stökkbreytinguna til barna sinna,“ segir Edda. nliljabjork@365.is mögulegt áhættugen rannsókn Náttúrufræðingur á Landspítala kannar nú frekar stökkbreytingu á geni sem getur mögulega skipt máli við myndun brjóstakrabbameins. Fékk styrk Edda Sigríður Freysteinsdóttir, náttúrufræðingur á Landspítala, hlaut á dögunum styrk frá Göngum saman fyrir verkefni sitt, Ættlægt brjóstakrabbamein og möguleg áhættugen. Þar rannsakar hún eina íslenska fjölskyldu þar sem tíðni brjóstakrabbameins er há. MYND/VILHELM 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 0 -E B 5 0 1 6 C 0 -E A 1 4 1 6 C 0 -E 8 D 8 1 6 C 0 -E 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 2 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.