Fréttablaðið - 13.10.2015, Side 24

Fréttablaðið - 13.10.2015, Side 24
Margir leysa geymsluvesen og umfelganir sem fylgja skipt- um milli vetrar- og sumardekkja með því að aka um á heilsárs- dekkjum. En hver er munurinn á vetrardekkjum og heilsárs- dekkjum? Á vetrardekkjum er mjúk gúmmíblanda á slitfleti dekkjanna sem grípur vel í ísilagða vegi og snjó. Blandan helst mjúk þrátt fyrir kulda og frost svo dekkin halda veggripi allan veturinn. Í hlýrra veðurfari eins og á sumrin verður gúmmíið þó of mjúkt og bíllinn verður óþjáll í akstri. Því er nauðsynlegt að skipta yfir í sumardekk. Heilsársdekk eru yfirleitt grófmunstruð sumardekk. Þau hafa því ekki jafngott grip í frosti þar sem gúmmíblandan í þeim er ekki mjúk. Heilsársdekk geta orðið glerhörð í frosti og taka þarf tillit til þess í akstri. Meta þarf hvers konar akstursaðstæður eru ríkjandi á því svæði sem ekið er um daglega þegar velja á dekk undir bílinn. Nagladekk má ekki nota frá 15. apríl til 1. nóvember. Heimild: fib.is Vetrardekk eða heilsársdekk? JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Þetta er fimm kennslustunda nám sem skiptist í þrjár bóklegar kennslustund- ir og tvær verklegar. Nemendur á hverju námskeiði eru tólf tals- ins. Við byrjum að fjalla um sam- spil veggrips, hraða og ökumanns og förum svo í skrikbílana úti á plani og gerum æfingar við mis- munandi veggrip. Í hverjum bíl eru ökukennari og þrír nemend- ur sem skiptast á að keyra. Bíl- arnir eru þannig úr garði gerð- ir að hægt er að stýra veggripinu með því að stilla hversu þungt þeir liggja á götunni. Við erum því ekki bundin af því að hafa hálku á brautinni heldur getum kennt allan ársins hring,“ útskýrir Jón Haukur Edwald, framkvæmda- stjóri Ökuskóla 3. Prófa áður en farið er út í umferðina Nemendur gera svo ýmsar æf- ingar. „Þeir prófa meðal ann- ars hvernig er að koma í beygju á miklum hraða með mismun- andi veggrip og upplifa hvaða af- leiðingar það hefur og hvernig á að bregðast við. Þetta er allt gert í öruggum aðstæðum og getur kennari gripið inn í og skellt bíln- um í fullt veggrip ef þarf,“ út- skýrir Jón Haukur. Hann segir ekki endilega um að ræða færniþjálfun. „Mark- miðið er ekki að nemendurn- ir verði ofboðslega góðir í að skransa í hálku heldur að þeir hafi lent í þessum aðstæðum áður en þeir fara út í umferðina og viti hvað ber að varast. Vonin er sú að þeir komi sér þá síður í hættulegar aðstæður.“ Í bílnum er svo farið yfir það hvað hafi gerst, af hverju, hvað hafa þurfi í huga og hvað sé hægt að gera betur. Nemendurn- ir ræða þessi mál með kennaran- um og koma líka með sínar hug- myndir og lausnir. „Þetta er því líka eins konar jafningjafræðsla og hefur sú nálgun gefist vel.“ Læra að aka í takt við aðstæður Önnur æfing sem nemendur gera er að átta sig á mismun- andi hemlunarvegalengd. „Við röðum upp plastkubbum í sömu lengd og strætisvagn. Nemendur eru svo látnir aka á 50 kílómetra hraða en byrja að hemla við aft- ari hluta strætisvagnsins. Á þeim hraða fer bíllinn fjórtán metra á hverri sekúndu og nemendurn- ir komast að raun um að bíll- inn byrjar ekki að hægja á ferð- inni fyrr en þeir eru komnir fram hjá strætisvagninum. Þetta á við um venjulegt veggrip. Hemlun- arvegalengdin er svo mun lengri í hálku. Þeir sem aka á 30 kíló- metra hraða myndu hins vegar ná að stöðva,“ útskýrir Jón Hauk- ur. Hann segir æfinguna sýna nemendum hversu mikilvægt er að vera á varðbergi og keyra í takt við aðstæður. Jón Haukur segir hraðann hafa mikið að segja en sömu- leiðis yfirborð vegarins og veðr- ið. „Tíminn sem er að fara í hönd er til dæmis oft lúmskur enda getur skyndilega myndast frost á blautum vegum. Þá skipta góðir hjólbarðar miklu máli en við getum stillt mismunandi veggrip framan og aftan á bílinn. Þann- ig átta nemendur sig á því hvaða áhrif það hefur á aksturseigin- leika bílsins að vera á slitnum dekkjum að framan og góðum að aftan eða öfugt.“ Í Ökuskóla 3 er líka velti- bíll sem nemendur fá að prófa. „Þeir fara í hring og finna hvern- ig beltin grípa. Þeir fara sömu- leiðis í svokallaðan beltissleða. Á honum eru tvö bílsæti með beltum og rennur hann á sex kílómetra hraða. Þegar hann snöggstöðvast finna nemend- ur það högg sem verður á hefð- bundnum gönguhraða og geta þá ímyndað sér hvernig það er á meiri hraða. Svo erum við með sleða sem undirstrikar hversu mikilvægt er að hafa rétt stillta hauspúða og hvaða afleiðing- ar það hefur ef þeir eru of lágt stilltir sem er því miður mjög al- gengt í umferðinni. Sömuleiðis að fólk sé með skakkt stillt sæti en þessi atriði geta skipt sköp- um þegar um aftanákeyrslur er að ræða.“ Athygli við akstur og lausamunir Í bóklega hlutanum er að sögn Jóns Hauks farið yfir það hvað hægt er að gera til að draga úr afleiðingum ef ekki tekst að af- stýra óhappi. „Þar fjöllum við um rétta notkun bílbelta. Sömuleiðis athygli ökumanna og þá sérstak- lega um notkun farsíma við akst- ur, sem er síaukið vandamál. Við förum líka yfir hætturnar sem fylgja lausamunum í farþega- rými svo dæmi séu nefnd en þess má geta að 100 gramma farsími sem liggur laus í bíl gefur 12 kílóa högg á 90 kílómetra hraða,“ upp- lýsir Jón Haukur. Hann segir f lesta nemend- ur hafa gaman af náminu í öku- skóla 3 og að það gagnist þeim vel. „Ökunám á Íslandi er mjög gott ef við berum okkur saman við önnur Evrópulönd og ekki veitir af enda akstursaðstæður oft krefjandi. Það hafa líka verið gerðar ýmsar umbætur á öku- náminu síðustu áratugi og er Ökuskóli 3 nýjasta viðbótin en allt á það án efa þátt því að um- ferðaróhöppum hjá ungum öku- mönnum hefur fækkað.“ Þótt Ökuskóli 3 sé fyrst og fremst sóttur af ökunemend- um segir Jón Haukur ekkert því til fyrirstöðu að einstaklingar og hópar taki sig saman og prófi með það að markmiði að auka færni sína í umferðinni. Liður í að fækka slysum Flestir ökumenn eru sammála um að akstur í hálku sé krefjandi og mörg umferðaróhöpp og slys má rekja til minna veggrips sökum hálku. Í ársbyrjun 2010 var Ökuskóli 3 stofnaður en markmið hans er að leyfa ökunemendum að prófa akstur í hálku og erfiðum aðstæðum. Námið hefur gefist vel og er að öllum líkindum einn liður í því að dregið hefur úr slysum hjá ungum ökumönnum. Skrikbílarnir eru þannig úr garði gerðir að hægt er að stýra veggripinu með því að stilla hversu þungt þeir liggja á götunni. MYND/GVA 13. október 2015 ÞrIÐJUDAGUr4 Vetrardekk 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K _ N ÝT T .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 B F -D 6 D 0 1 6 B F -D 5 9 4 1 6 B F -D 4 5 8 1 6 B F -D 3 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 2 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.