Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Page 1
1. tbl. 14. árg.
JANÚAR 2007Dreift frítt í öll hús í Brei›holtinu
Lyfjaval.is
Sími 577 1166
Engar líkur eru á að spilasalur
á vegum Háspennu Happdrættis
Háskóla Íslands verði opnaður í
Mjóddinni. Borgaryfirvöld eiga nú
í viðræðum við forsvarsmenn happ-
drættisins um að þessari starfsemi
verið fundin staður annarsstaðar.
Mikil andstaða er í Breiðholtinu
við hinn fyrirhugaða spilasal og mót-
mæltu yfir 2000 manns opnun hans
með undirskrifum í desember. Íbúa-
samtökin Betra Breiðholt eru alger-
lega andvíg spilasal Háspennu og mik-
il andstaða er einnig á meðal þeirra
sem annast verslanarekstur og aðra
þjónustu í Mjóddinni. Eins og kom
fram í síðasta Breiðholtsblaði reynd-
ist ekki unnt að opna spilasalinn um
nýliðin áramót eins og ráð var fyrir
gert vegna þess að Háspenna fékk
ranga gerð af spilakössum afgreidda
frá framleiðanda og varð að senda
þá aftur af landi brott.
Málið kom inn á borð borgarráðs
sem samþykkti tillögu Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar, borgarstjóra að skipa
starfshóp til þess að fara yfir málefni
spilasala og rekstur spilakassa í borg-
inni bæði er varðar staðsetningu
þeirra og hvort rétt væri að setja
slíkri starfsemi sérstök skilyrði í lög-
reglusamþykkt Reykjavíkur. Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri hef-
ur einnig sent Háskóla Íslands bréf
með samþykkt borgarráðs og farið
þess á leit að happdrættið hverfi frá
áformum sínum um rekstur spilasals
í Mjóddinni. Borgaryfirvöld eiga nú
í viðræðum við forstöðumenn happ-
drættisins um að finna lausn á þessu
máli þannig að spilasalur verði ekki
opnaður í Mjóddinni, í nágrenni
hennar eða í neinu af húsnæðum
borgarinnar. Vilhjálmur segir að eng-
inn óski eftir því að spilakössum
verði fjölgað og tilkoma spilasalar
af þessari gerð sé það versta sem
komið geti fyrir Mjóddina á þá starf-
semi sem þar fer fram. Hann benti
á að breytingar hafi orðið í verslana-
kjarnanum í Mjóddinni á síðasta ári.
Ríkisvaldið hafi ákveðið að flytja
starfsemi heilsugæslunnar þangað
sem þýði að tveimur vinsælum versl-
unum hafi verið sagt upp húsnæði
og verslun ÁTVR hafi einnig verið
flutt á brott auk þess sem nú eigi
að opna spilasal í því húsnæði en
ekki verslunarstarfsemi. Við það geti
íbúar hverfisins, rekstrar- og þjón-
ustuaðilar í Mjóddinni og borgaryf-
irvöld ekki unað. Vilhjálmur segir
ljóst að Reykjavíkurborg geti þurft
að bera einhvern kostnað af því að
hætt verði við rekstur spilasalarins
en það sé verjandi til þess að koma
í veg fyrir að þessari starfsemi verði
komið á fót. Af þessu má vera ljóst
að spilasalurinn verði sleginn af - að
starfsemi hans í Mjóddinni verði ekki
að veruleika.
Spilasalurinn sleginn af í Mjódd
Úrvals
þorramatur
Beint úr kjötborðinu
���������������
���������������
������������������
Egils Pilsner
69 kr.
- bls. 4-5
Viðtalið
Þessi myndarlegi hópur útskriftaðist frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í lok haustannar þann 20. desember sl. Þetta var í 67. sinn sem
nemendur voru útskrifaður frá FB.