Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Page 4

Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Page 4
4 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2007 Mér leist strax vel á Seljahverfið Sigtryggur R. Eyþórsson eða Sigtryggur í XCO eins og margir þekkja hann er einn frumbýlinga í Seljahverfinu. Hann byggði hús við Akraselið á fyrri hluta átt- unda áratugarins á sama tíma og hann var að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur. Hann segir fjórt- ánda nóvember 1974 vera eftir- minnilegan dag í lífi sínu vegna þess að þann dag hafi hann lok- ið við að gera hús sitt fokhelt og sama dag hafi yngri sonur- inn fæðst. Sigtryggur hefur rek- ið inn- og útflutningsfyrirtækið XCO í nær 35 ár og er auk þess einn af frumkvöðlum í viðskipt- um við Kína, sem voru sára lítil fram á áttunda tug liðinnar ald- ar. Hann hefur átt sæti í stjórn Íslensk- kínverska viðskiptaráðs- ins og veitti því formennsku um skeið. Hann hefur einnig átt þátt í að kynna Kína og kínverska menningu hér á landi með ýms- um hætti, m.a með útgáfu blaða í tilefni kínversku áramótanna á undanförnum árum. Kínversku áramótin eru að þessu sinni 18. febrúar þegar ár svínsins hefst. Breiðholtsblaðið leit til þessa gróna Breiðholtsbúa á dögunum og spurði hann fyrst hvað orð- ið hafi til þess að ungur maður, sem var uppalinn inni við Sund en síðar og lengst af í Vesturbæn- um hafi ákveðið að gerast frum- býlingur í þessu nýja hverfi sem skiptar skoðanir voru um hvern- ig myndi reynast að uppbygg- ingu þess lokinni. Leist strax vel á Seljahverfið “Ég var búinn að horfa eftir byggingarlóð í Reykjavík um tíma og hafði tvisvar sent umsókn. Önn- ur umsóknin var um lóð í Foss- voginum en hin í Stóragerði. Á þessum árum var mikil eftirspurn eftir byggingarlóðum og færri fengu en vildu. Ég fylgdi þessum umsóknum ekkert eftir hvorki með viðtölum við borgarfulltrúa eða eftir öðrum leiðum. Ég sendi svo þriðju umsóknina þegar far- ið var að úthluta lóðum í Selja- hverfinu og fékk lóðina númer níu við Akraselið skömmu síðar. Lóðarúthlutunin kom mér satt að segja nokkuð á óvart vegna þess að þótt framboð á lóðum hefði aukist með tilkomu Breiðholtsins þá ýtti ég ekkert á eftir þessar umsókn fremur en hinum fyrri. Vera má að tillit hafi verið tekið til þess að ég var búinn að sækj- ast eftir lóð í tvö skipti.” Þú hefur þá strax verið ákveðinn í að taka við lóðinni og byggja yfir fjölskyld- una í þessu nýja hverfi sem sumir sögðust á þeim tíma aldrei myndu flytja í? “Já - ég var strax ákveðinn í því. Hinu er ekki að neita að ýms- ir höfðu ákveðnar efasemdir um Breiðholtið á þessum tíma. Mönn- um fannst þetta langt frá gömlu Reykjavík og aðrir settu hæð byggingarlandsins fyrir sig. Fólk hélt að gróður myndi ekki þrífast og að vetur yrðu mun snjóþyngri en þar sem lægra er. Akraselið er í 81 metra hæð yfir sjávarmáli en það hefur ekki komið í veg fyrir að gróður þrifist og Breiðholtið er ekkert snjóþyngra en mörg önn- ur svæði í borginni, a.m.k. ekki í öllu venjulegu árferði. Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu og taldi strax að þetta gæti orðið fallegt og gróið hverfi þegar bygg- ingu þess lyki sem hefur orðið raunin. Mér leist strax vel á Selja- hverfið.” En það hefur ekki verið svona gróið þegar þú byrjaðir að byggja? “Nei - ég fékk lóðina 1973 og byrjaði að byggja vorið eftir. Þá var aðeins eitt hús við Akraselið. Gissur Þorvaldsson, sem þá var framkvæmdastjóri Vöruflutninga- miðstöðvarinnar og síðar Land- flutninga hafði byggð á númer sjö en mín lóð var númer níu. Giss- ur var frumbýlingur í raun. Hann byggði nokkru á undan öðrum og húsið hans stóð eitt eins og “hús- ið á sléttunni” í einhverja mánuði en svo fór hverfið að rísa. Hús- ið okkar varð fokhelt um haust- ið og síðan fluttum við inn í það vorið 1976, talsvert hrátt eins og algengt var á þeim tíma þegar fólk var búið að selja ofan af sér upp í byggingakostnaðinn. Fólk flutti oftast inn um leið og það gat og lauk síðan við ýmis konar frágang bæði innan dyra og utan. Við lögð- um talsvert upp úr því að laga til í kringum okkur og það sem sér- stakt var að þrjár fjölskyldur, sem byggt höfðu hlið við hlið, ákváðu að skipuleggja lóðirnar saman. Það var fjölskylda Gissurar sem byggt hafði á númer sjö, við á númer níu, og Vigfús Björnsson, bakarameistari, sem þá var annar af eigendum Breiðholtsbakarís, og byggt hafði á númer 11. Við fengum garðyrkjumeistara til þess að vinna þetta skipulag þannig að lóðirnar mynduðu eina heild. Við settum ekki upp neinar girðingar eða hekk til þess að aðskilja þær þannig að þær voru eins og einn garður. Þetta heppnaðist mjög vel og skapaði grundvöll fyrir góð samskipti og mikinn samgang við nágranna okkar. Börnin nutu þess líka að garðarnir voru eitt sameig- inlegt leiksvæði. Rýmið var meira og það komu aldrei upp nein vandamál þótt þau léku sér svona yfir lóðamörk. Ég fékk gamlan kunningja minn, Jón Björnsson, arkitekt, sem starfaði lengi hjá Reykjavíkurborg til þess að teikna húsið fyrir mig. Ég var mjög hepp- in að því leyti vegna þess að Jón fann góða lausn á að fella húsið að umhverfinu og þetta hjálpaði okkur þegar kom að því að ganga frá lóðinni og tengja hana við nágrannalóðirnar.” Breytingin er því orðin mikil frá því þú stakkst fyrstu skóflustunguna? “Já - hún er mikil. Þetta voru holt og móar umhverfis okkur í fyrstu og eitt sem ég veitti athygli á fyrstu árun- um var hversu mikið var um smá- flugur í Breiðholtinu. Þær hafa að mestu horfið og eins mófuglar sem verptu hér út um allt. Það verpir þó einstaka fugl hér enn- þá en ég held að heimiliskettirnir í hverfinu hafi átt sinn þátt í að hrekja þá á brott. Breiðholtið var auðvitað einskonar sveit á þess- um tíma og því þarf ekki að undra þótt þessi byggð mætti ákveðinni neikvæðni af hálfu gróinna borgar- barna í byrjun.” Byrjaði í Kiwanis en held mig alltaf við sundið Fljótlega tók margskonar félags- líf að þróast í Breiðholtinu. Þú hef- ur tekið þátt í að efla það? “Já - ég hef tekið talsverðan þátt í félagslífi í Breiðholtinu. Það byrj- aði með Kíwanisklúbbnum Vífli sem allnokkrir Breiðhyltingar stofnuðu. Vífillinn starfaði af tals- verðum krafti um árabil en svo dróg smám saman út starfsemi hans. Menn fluttu til. Sumir fluttu úr hverfinu og aðrir höfðu nógu að sinna við störf og önnur áhuga- mál. Kíwanishreyfingin er alþjóð- legur félagsskapur og styrkir ýmis góð málefni og ég veitti fjáröflun- arnefnd hans forstöðu um tíma. Þá hófum við m.a. útgáfu blaðs. Kíwanisblaðsins Vífils, sem kom út tvisvar á ári um árabil. Ég hef einnig starfað í Rotary félagsskap í Breiðholtinu og hef í gegnum bæði þessi félög átt kost á að kynnast mörgu ágætu fólki hér í hverfinu. Ég held að félagslíf af þessum og öðrum toga innan hverfanna sé nauðsynlegt. Það gefur fólki tækifæri á að kynnast og það myndar meiri samheldni hverfisbúa. En ef við hverfum að óformlegra félagslífi þá höfum við hjónin stundað sund í mörg ár og alltaf notað Breiðholtslaugina eftir að hún var byggð. Við byrjum dag- inn oft á sundferð eins og reyndar margir gera og við höfum eignast ágæta kunninga í sundinu. Sama fólkið kemur dag eftir dag, fær sér sundsprett, slakar á í pottunum og spjallar saman. Málefni dags- ins eru þá oft tekin til umræðu og hver hefur sína skoðun en það hef- ur ekkert með kunningsskapinn að gera. Hann er alveg jafn góður þótt mönnum sýnist misjafnt í hin- um ólíklegustu málum.” Stórar ákvarðanir á sama tíma Leið þín lá að viðskiptum og þú tókst að þér að veita nýstofnuðu fyrirtæki forstöðu um svipað leyti og þú ákvaðst að gerast Breiðhylt- ingur. Voru þetta ekki tvær stór- ar ákvarðanir á sama tíma? “Það má segja það. Nokkru áður hafði ég ásamt þremur félögum mínum úr Vesturbænum ákveðið að stof- na fyrirtæki. Við höfðum gengið saman í skóla og alið þann draum með okkur að stofna fyrirtæki á sviði verslunar og viðskipta. Við unnum síðan saman að undirbún- ingsstarfi en þremur árum eftir að við stofnuðum fyrirtækið var ljóst að ætti eitthvað að verða úr þessu yrði einhver okkar að helga sig því af fullum krafti. Ég hafði starfað við heildverslun um tíma og ákvað vorið 1974, sama vorið og ég var að hefja bygging- arframkvæmdir í Akraselinu, að segja starfi mínu lausu og takast á við að byggja fyrirtækið upp. Við fluttum starfsemi þess af Lauga- vegi 3, þar sem við höfðum haft skrifstofuaðstöðu, í húsnsæði við Vesturgötu 53b í Reykjavík. Með því var ég svona hálfpartinn að flytjast heim því ég hafði alist upp í þessu húsi frá því fyrir fermingu og þar til að ég flutti að heiman eins og það er kallað. Húsnæðið sem fyrirtækið hafði til umráð fyrstu árin var ekki stórt. Um 35 fermetrar auk gleymsluplássi í kjallara sem tæpast var manngeng- ur. Því má segja að vart hafi verið hægt að byrja með minna. Við vorum þar þó sex ár en fluttumst þá í Búðargerði þar sem verslunin Kjötborg hafði áður verið, þaðan sem leiðin lá síðar inn að Sund- um; fyrst í Skútuvoginn og síðan í Vatnagarðana. Með því má segja að ég hafi enn verið að fara heim því athafnahverfið við Sundin er ekki langt frá fyrra bernskuheimili mínu sem var við Skipasundið. Fyrstu verkefni okkar á sviði við- skipta var innflutningur á vefnað- arvöru, prjónagarni og teppum en fljótlega fórum við að fást við innflutning á matvöru.” Allt annað viðskiptaumhverfi Viðskiptaumhverfið hefur verið með öðrum hætti á þessum árum en nú? “Það var með allt öðrum hætti. Á þessum árum voru engar lágvöruverslanir til eða stórmark- aðir í því formi sem við þekkjum í dag og fáar verslanir stunduðu beinan innflutning. Hlutverk heild- verslunarinnar hefur því breyst en er þó að mínu mati hvergi lok- ið. Ég sé ekki fyrir mér að þessi hluti verslunarinnar hverfi endan- lega af sjónarsviðinu þótt hlutverk hans hafi breyst og muni áfram breytast með breyttum heimi.” Þið byggðuð fyrirtækið ekki alfar- ið á innflutningsverslun heldur fóruð fljótlega að leita fyrir ykkur með útflutning sem heildverslanir gerðu fremur lítið af á þeim tíma? “Það er rétt. Við höfðum ákveð- ið það strax í byrjun að halda þeim möguleika opnum og fórum fljótlega að athuga möguleika á útflutningi á æðardún og einnig á vorkópaskinnum. Skinnamark- aðurinn dróst þó fljótlega saman einkum vegna mikillar gagnrýni á selveiðar sem náttúruverndarsinn- Sigtryggur R. Eyþórsson. V I Ð T A L I Ð Sigtryggur með starfsfólki á Búðargerðisárum XCO. Fr.v. Ralph T. Hannam, Ásgeir Þórðarson, Sigtryggur, Margrét Gunnarsdóttir og Ingólfur Kristmundsson. Yst til hægri má sjá málverk af húsinu við Vesturgötu 53b þar sem Sigtryggur hóf störf fyrir XCO á sama tíma og hann hóf að byggja í Seljahverfinu. Foreldrar hans, Eyþór Magnús Bæringsson, kaupmaður og Fjóla Jósefsdóttir bjuggu í húsinu um margra ára skeið.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.