Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Qupperneq 5

Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Qupperneq 5
ar hrundu af stað í lok áttunda áratugarins. Ég sá hins vegar fyr- ir mér að í æðardúninum ættu við ákveðna auðlind. Náttúrulega afurð sem auðvelt væri að nota til þess að framleiða lúxusvöru. Í fyrstu var dúnninn einkum seldur til Þýskalands en síðar opnaðist markaður fyrir hann víðar, eink- um í Japan. Japansmarkaðurinn skapaði líka nokkuð gott verð.” Kínaviðskiptin hafa margfaldast Á þessum tíma hefur þú vænt- anlega átt viðskipti við marga aðila víðs vegar að eins og gengur en eitt vekur þó sérstaka athygli sem er brautryðjendastarf þitt í viðskiptum við Kína. Hvað kom til að þú fórst að beina athyglinni þangað? “Þetta byrjaði með því að við fórum að flytja niðursoðið grænmeti og ávexti frá Kína, eink- um sveppi. Íslendingar höfðu þá lítið notað sveppi til matargerðar en síðan hefur svepparækt farið af stað hér á landi og ferskir inn- lendir sveppir orðnir vel þekktir á borðum landsmanna. Við fórum að þreifa okkur áfram og kanna hvaða aðrar vörur gætu hentað á markað hér á landi og þetta inn- flutningsstarf vatt upp á sig og óx hratt. Við fluttum m.a. ýmis verk- færi frá Kína og einnig vefnaðar- vöru auk matvörunnar. Eitt af því sem við hófum innflutning á frá Kína voru Blue Dragon matvörurn- ar. Þetta er mjög þekkt vörumerki frá Austur Asíu en hafði ekki verið á boðstólum hér á landi. Með tím- anum urðu þessar vörur ein meg- in uppistaðan í innflutningsversl- un okkar auk Caza Fiesta matvöru frá Mexíkó. Á sama tíma var fólk farið að flytjast hingað frá Aust- ur Asíu, m.a. frá Vietnam. Sumar þessar fjölskyldur opnuðu veit- ingahús sem buðu austurlenska rétti og átti þetta hvað með öðru þátt í að auka vinsældir austur- lenskrar matargerðar og festa hana í sessi hér á landi.” Engir nýgræðingar í viðskiptum Þrátt fyrir þá sögu sem Kín- verjar eiga að baki eru þeir engir nýgræðingar í viðskiptum? “Þeir hafa lengi stundað viðskipti og dæmi um það má nefna Kanton- sýninguna sem er 50 ára gömul. Sú sýning fór fyrst fram 1956. Það eru haldnar tvær sýningar á ári þannig að sýningarnar eru orðnar eitt hundrað. Nú eiga mörg fyrir- tæki viðskipt við Kína og á ann- að hundrað fyrirtæki hér á landi eiga aðild að Íslensk- kínverska viðskiptaráðinu sem var stofnað 1995.” Þú áttir þátt að stofnun þess? “Já - ég vann að því ásamt fleirum sem farnir voru að skipta við Kínverja. Okkur var ljóst að með þeirri opnun, sem orðin var í kínversku viðskiptalífi gæti ver- ið um margvísleg viðskiptatæki- færi að ræða eins og komið hefur á daginn því Kína er orðið eitt af efnahagslegu stórveldunum. Í fyrstu var einkum um innflutn- ingsverslun að ræða og viðskipta- jöfnuðurinn við Kína var okkur mjög óhagstæður. En þetta hef- ur verið að breytast. Við höfum gert samninga við Kínverja um uppbyggingu orkuvera og fleira mætti nefna.” Hverju er það að þakka að við höfum náð að auka útflutning til þessa risa? “Ég tel að þar komi markvisst kynning- arstarf til. Ísland opnaði sendi- ráð í Bejing 1995 og um sama leyti fór Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, þang- að í opinberra heimsókn. Utan- ríkisþjónustan og útflutningsráð hafa síðan fylgt þessu eftir með öflugu starfi auk þeirra fyrirtækja sem tekið hafa þátt í því og leit- að viðskiptatækifæra. Sem dæmi um árangur af því má nefna að útflutningur til Kína nam aðeins um 70 milljónum króna á árinu 1996 en hækkaði upp í hálfan millj- arð strax árið eftir eða meira en sjöfaldaðist á milli ára og hefur farið vaxandi síðan.” Ekki sama Kína Margt hefur breyst í Kína á tveimur áratugum. Er þetta sama Kína í dag og það Kína sem þú byrjaðir að eiga viðskipti við? “Nei - ekki er hægt að tala um það sem sama landið ef miðað er við þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið. Ég hef farið nokkrum sinnum til Kína og stundum hefur verið erfitt að þekkja sig aftur. Svo miklar eru breytingarnar á skömm- um tíma. Heilu borgarhverfin hafa horfið og ný verið byggð í þeirra stað. Enda stundum talað um Kína sem land byggingakrananna. En þetta á sér enn sem komið er einkum stað á austurströndinni þar sem stóru borgirnar eru. Inn í landinu er enn margt sem minnir á gamla Kína. Þar er stundaður búskapur til sveita eins þeir hafa gert í gegnum aldirnar og segja má að þar sé annað efnahagskerfi og verðlag - eiginlega allt annað þjóðfélag. Þetta verður í raun verkefni þeirra á næstu árum og áratugum að leiða nútímann frá ströndinni og inn í landið.” Liður í fjölmenningunni Þú hefur lagt nokkuð uppúr því að kynna Kína og kínverska menn- ingu hér á landi, m.a. með því að vekja athygli á kínversku áramót- unum, sem byggja á öðru tímatali en okkar. Hvað kom til að þú fórst að halda upp á þessi áramót? “Ég tel að kynningarstörfin þurfi að vera gagnkvæm og jafnframt því sem við kynnum Kínverjum Ísland og það sem íslenskt er þá þurfum við að kynna Kína og kínverska menningu hér á landi. Kínverska tímatalið á sér merkilega sögu og er hluti af menningu þeirra þótt þeir noti einnig latneska tímatalið og þá einkum í samskiptum við vesturlönd. Kínverjar hengja upp latnesk dagatöl en halda svo upp á áramótin að gamalli hefð eftir tungltímatalinu. Hluti af þeirri kynningu að minnast kínversku áramótanna hér á landi, sem eru tilefni mikilla hátíðahalda á meðal Kínverja sem minna um sumt á jóla- og áramótahald okkar. Fólk tekur sér frí og gerir sér dagamun í mörgu - meðal annars með því að heimsækja átthaga sína. Kín- verska tungltímatalið á rætur til ársins 2637 fyrir Krist þegar Huang keisari, lét innleiða tímatal, sem byggt var á hring tunglsins í kringum jörðina. Heiti áranna eru síðan fengin úr dýrahringnum og bera því öll dýraheiti. Sagan hermir að Budda hafi boðið dýr- um jarðarinnar til kveðjustund- ar áður en hann yfirgaf jarðlífið en aðeins 12 þeirra þegið boðið. Þau hafi síðan hlotið að launum að nöfn áranna bæru heiti þeirra. Hvert árheiti er því endurtekið á 12 ára fresti. Ár galtarins er næst í hringnum og hefst 18. febrúar næst komandi.” Heldurðu að kín- versku áramótin eigi eftir að fest- ast í sessi sem árlegur viðburður hér á landi? “Ég hef trú á því. Hér býr margt fólk af austurlenskum uppruna sem ýmist þekkir þessi áramót eða á rætur til þeirra. Við höfum einnig tekið ýmislegt aust- urlenskt upp í lífsháttum okkar og nægir þar að nefna margvís- lega matargerð og margskonar heilsustarfsemi sem Íslendingum hefur fallið vel í geð. Þá eigum við stöðugt í auknum samskipt- um við þennan heimshluta. Allt þetta hefur auðgað mannlíf og til- veru í því fjölmenningarsamfélagi sem er að mótast hér á landi. Ég tel því verkefni bæði fólks, sem á rætur að rekja til Austur Asíu og einnig okkar sjálfra að sýna þess- um merku tímamótum áhuga og virðingu og minnast þeirra á þann hátt að um árlegan viðburð geti orðið að ræða. Þess má að lokum geta að margt fólk af asískum upp- runa hefur fest rætur í Breiðholt- inu og myndar að hluta þann fjöl- menningarlega brag sem er orðin á þessu stóra hverfi.” 5BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2007 Smiðjuvegi Hér er ég! Saga XCO gæti heitið “Frá Vesturgötu í Vatnagarða” þar sem núverandi húsnæði fyrirtækisins stendur. Magnús Rósmar og Guðmundur Rósmar synir Sigtryggs á vörukynningu snemma á níunda áratugnum. Verið er að kynna Fisherman´s Friend hálstöflurnar eða brennið sem XCO seldi mikið af á þeim árum.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.