Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Síða 8

Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Síða 8
8 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2007 Fjölþættur framhaldsskóli á gömlum grunni Fjöltækniskóli Íslands var stofnaður á árinu 2005 en for- verar hans voru Stýrimannaskól- inn, sem var stofnaður seint á 19. öldinni og Vélstjóraskólinn, sem var stofnaður 1915, og oft voru nefndir í einni og sömu andránni og kallaðir Sjómanna- skólinn þótt um tvær stofnanir væri að ræða. Hinn nýi skóli er til húsa í hinu virðulega húsi “sjómannaskólans” með klukkuturnunum á Háteigs- hæðinni og nýtir þar bæði hús og búnað hinna eldri stofnana auk þess sem lagt hefur verið í umfangsmikið viðhald á húsinu og því lokið utan dyra. Í klukku- turninum er m.a. kennslustofur í siglingafræðum þar sem hægt er að horfa á radara og GPS staðsetn- ingartæki og læra allt um þann búnað en turninn var upphaflega byggður sem radarstöð þótt hann gegni einnig veigamiklu hlutverki við að móta ásýnd byggingarinnar og umhverfisins. Nú hefur gamla klukkuverkið sem keypt var frá Bretlandi á sínum tíma verið lagt til hliðar og rafeindabúnaður stýr- ir skífuvísunum fjórum sem eru á hliðum turnsins. Enn má þó sjá för í gólfi eftir klukkuverkið og öxlar sem snéru skífuverkinu eru enn í húsinu. Í útihúsum Fjöltækni- skólans er allskyns vélbúnaður, skipavélar af ýmsum stærðum og frá ýmsum tímum, flestar gang- færar en nokkrar sundurteknar og notaðar til kennslu. Í skólanum er einnig að finna fullkomna sigl- ingaherma og nú býður skólinn bóklegt flugnám til einkaflugs og atvinnumennsku í fyrsta sinn á nýrri námsbraut. Stóraukin áhersla á bóklega námið Þótt hinar gömlu kennslugrein- ar skipi enn veglegan sess í starfi skólans þá er ekki síður lögð áhersla á nýjungar og þá ekki síst þá að skólinn er nú hefðbundinn framhaldsskóli með náttúrufræði- braut. Samhliða stúdentsprófi geta nemendur útskrifast með annars stigs vélstjóraréttindi og fyrsta stigs skipstjórnarréttindi. Eftir tvö ár á náttúrufræðibraut geta nemendur farið í fullt skip- stjórnar og vélstjóranám og ljúka þá stúdentsprófi með 160 til 162 námseiningum. Bóklegt og verk- legt nám við skólann er því í sumum tilfellum jafnframt starfs- nám sem gefur nemendum góða atvinnumöguleika auk þess sem námið er góður undirbúningur undir háskólanám á raungreina- stigi á borð við tækni- og verk- fræðinám. Stúdentsprófið bygg- ist upp á fjórum meginsviðum; véltækni, raftækni, skipstækni og flugtækni en skólinn er engu að síður einnig fullkomlega hefð- bundin framhaldsskóli þar sem skólastjórnendur leggja vaxandi áherslu á hið bóklega nám. Flugnámið er nýjung Fjöltækniskólinn er sjálfseigna- stofnun og með þjónustusamningi við ríkið líkt og aðrir framhalds- skólar þannig að nemendur finna ekki mun á hvert rekstrarformið er og skólagjöld eru ekki önnur en annarsstaðar á framhaldsskóla- stiginu. Eigendur hans eru Land- samband íslenskra útvegsmanna, Félag íslenskra kaupskipaútgerða og Samorka, sem er regnhlífar- samtök aðila sem framleiða raf- orku og selja heitt og kalt vatn. Skólinn á sér því öfluga bakhjarla úr atvinnulífinu. Haukur Gunnars- son, deildarstjóri og námsráðgjafi Fjöltækniskólans, segir að með breyttum tímum hafi hlutverk hinna öldnu forvera hans breyst. Nemendum gömlu skólanna hafi verið farið að fækka þar sem nám- ið hafi ekki svarað kröfum tímans nægilega vel og einskorðast um of við siglingar. Nú séu gerðar aðrar og meiri kröfur til skipsstjórnar- manna en var og ekki síður vél- stjóranna. Á árum áður hafi flest- ir vélstjórar starfað á sjó en nú vinni um 70% þeirra í landi bæði hjá orkufyrirtækjunum og einnig ýmsum aðilum í atvinnulífinu sem þurfa á vélgæslu að halda. Hauk- ur segir að skipstjórnarnám sé mun umfangsmeira en að læra að stýra skipum og að rata um heim- inn. Verulegur þáttur þess byggist á stjórnunarnámi. Skipstjórastarf- ið byggist einnig upp á að stjór- na fólki auk þess að meðhöndla gríðarleg verðmæti. Þriðja skip- stjórnarstigið gefur full alþjóðleg réttindi til þess að stjórna öllum venjulegum skipum og fjórða stig- ið gefur réttindi til þess að stjórna varðskipum en til náms er efnt eft- ir þörfum og er nú verið að fara af stað með fjórða stigs nám sökum eflingar landhelgisgæslunnar. Vél- stjórnarnámið byggist á fjórum stigum, sem er fimm ára nám og snýst að sögn Hauks um rafmagns- fræði, kælingu og fleiri þætti auk hinnar hefðbundnu vélstjórnar. Flugnámið er hins vegar alger nýj- ung í framhaldsskólastarfi en eng- inn framhaldsskóli hefur boðið það fyrr. Í flugnáminu geta nem- endur tekið allt bóklegt nám bæði til einkaflugmannsprófs og einnig atvinnuflugmanns á framhalds- skólagrunni og þurfa aðeins að kosta flugtíma sína. Atvinnuflug- mannsnám krefst stúdentsprófs en nemendur geta engu að síður stundað bóklega hluta þess við Fjöltækniskólann en um stíft heils- árs nám er að ræða. Stelpur komnar í vél- tækni og rafmagnsfræði Haukur Gunnarsson, deildar- stjóri og námsráðgjafi segir fær- ast í vöxt að nemendur kjósi námsbrautir sem byggist að hluta upp á verklegu námi. Margir þeirra hugsi sér að fara í verk- og tæknifræði og telji slíkt nám gott til undirbúnings slíku framhalds- námi rétt eins og nám í húsasmíði og tæknifræði geti reynst góður grunnur fyrir arkitektúr. En eru þá ekki nær eingöngu karlmenn sem stunda nám við fjöltækniskólann? Haukur segir það síður en svo. Jafnréttið sé smám saman að ná þangað inn og það byggist vissu- leg að nokkru leyti á aukinni fjöl- breytni í námsframboðinu. Stelp- ur séu þó engu að síðar farnar að læra til vélstjórnar og rafmagns- fræði svo dæmi séu tekin en auð- vitað sé ákjósanlegt að fá fleiri stelpur í skólann og að kynjahlut- fallið verði sem jafnast. Haukur kveðst hafa trú að svo eigi eftir að verða. Haukur Gunnarsson, deildarstjóri og námsráðgjafi við radar í radarstofunni í turnbyggingu skólans. Kennslustund í rafmagnsfræði en sú fræðigrein er stór hluti véltækni- náms. Unglingadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands er með fjölmenningarlegt unglingastarf þar sem unglingar fá tækifæri til að kynnast hugsjónum Rauða krossins, taka þátt í verkefnum og láta gott af sér leiða. Starfið er fyrir 8. - 10. bekk grunnskóla og er á miðvikudögum milli kl.17-19 á tveimur stöðum í borginni, Álfabakka 12, 2. hæð í Mjódd og Laugavegi 120, 4. hæð. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Marín Þórsdóttur í síma 545 0407 eða marin@redcross.is The Reykjavík Department of the Icelandic Red Cross has a multicultural youth program where teenagers get a chance to experience the values of the Red Cross and participate in various projects. The Program is intended for teenagers in grades, 8. 9. and 10. The meetings are held every wednesday between 17-19 at two locations in the city, Álfabakki 12, 2nd floor in Mjódd and also at Laugavegur 120, 4th floor of Red Cross Reykjavik. If you have any questions regarding the program or would like to register, please contact Marín Þórsdóttir, Tel. 545 0407 or marin@redcross.is Meira fjör, styttri tími og skemmti- legur félags- skapur. Hjá okkur færðu, aðhald og stuðning hvort sem þú þarft að grennast eða styrkjast. Regluleg- ar líkamsmælingar svo þú getir fylgst með árangrinum. Líkamsrækt fyrir konur Betri heilsa á 30 mínútum Hringdu og pantaðu prufutíma og líkamsmælingu 50% afsláttur af þjónustugjaldi Fyrir a llar konur Curves, Bæjarlind 12 - Sími 566 6161 - curves@simnet.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.