Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Side 10

Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Side 10
Flestir framboðslistar vegna Alþingiskosninganna á komandi vori hafa nú litið dagsins ljós nema hjá Frjálslynda flokknum. Fæstir þeirra koma á óvart þótt nokkra endurnýjun sé að finna á sumum þeirra. Vafasamt er með tilliti til uppröðunar þeirra að álykta hún ein og sér skipti sköp- um fyrir nokkurt framboðanna. Tveir athyglisverðir Hjá Sjálfstæðisflokknum má finna tvo nýja frambjóðendur sem gætu átt eftir að láta til sín taka á vettvangi þjóðmálanna. Illuga Gunnarsson í Reykjavík og Kristján Þór Júlíusson í Norð- austur kjördæminu. Báða þessa frambjóðendur hafði mátt sjá fyrir um nokkurt skeið. Illugi hef- ur um tíma verið að vekja á sér athygli og að nokkru með nýjum hætti þegar hann gerðist talsmað- ur flokks síns í umhverfismálum. Líkur eru á að þar kunni að fara næsta formannsefni Sjálfstæðis- flokksins og gera má ráð fyrir að Kristján Þór eigi eftir að láta til sín taka og þá einkum sem tals- maður þeirra landshluta sem liggja utan höfuðborgarsvæðisins. Þarna gætu verið tvö ráðherraefni til framtíðar. Sjálfstæðismenn virð- ast bíða rólegir, að minnsta kosti enn sem komið er, og þá trúlega í von um að þeir bjóði í dans þeg- ar kemur að stjórnarmyndun að kosningum loknum. Hverjum sem þeim þykja líklegastir til samstarf er of snemmt að velta fyrir sér en vonarglóð virðist bæði vera að finna í augum Samfylkingarfólks og Vinstri grænna þótt mökunar- kvakið sé ekki hávært a.m.k. enn sem komið er. Formanni hugnast ekki karlavæðing Framboðslistar Samfylkingarinn- ar vekja ekki vonir um stórfelld- ar breytingar þeirra vegna. Í höf- uðborginni má sjá sömu gömlu andlitin nema hvað einni fyrrum kvennalistakonu var skipt út fyr- ir aðra fyrrum kvennalistakonu. Helstu nýjungar má sjá í Gunnari Svavarssyni, forseta bæjarstjórn- ar Hafnarfjaðrar, sem leiðir kraga- listann og karlkyns skólastjóra á Skaganum sem skaust upp fyrir sitjandi kvennþingmann í kjördæminu. Eftirtektarvert var hversu karmönnum vegnaði vel í prófkjörum Samfylkingarinnar á landsbyggðinni og af ummælum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns í kjölfar þeirra mátti ráða að henni hugnaðist þessi karlavæðing aðeins hæfilega. Sam- fylkingin líður fyrir að hafa ekki hrokkið nægilega vel saman sem einn flokkur og stríðsmenn hans og konur hafa átt í erfiðleikum með að grafa gamlar rætur sínar. Í þeim hópi er formaðurinn og það eru ekki síst kvennalistakon- ur sem virðast vilja halda merkj- um fortíðar sinnar á lofti hversu sterkt sem það kann annars að vera fyrir flokk sem vill kynna sig sem almennan en samhentan jafn- aðarmannaflokk en ekki fylkingu ólíkra sjónarmiða og afla. Samfylk- ingunni er nauðsynlegt að komast í ríkistjórn að kosningum loknum eigi flokkurinn að sanna tilveru sína sem frambúðar stjórnmálafl. Nái flokkurinn ekki um 30% fylgi í kosningunum og taki ekki þátt í stjórnsamtarfi að þeim loknum er hætta á að úti verið um núverandi forystu flokksins og svilsystkinin úr Vesturbænum verði að finna sér annan starfa. Stöðugar vær- ingar á vinstri kantinum að und- anförnu eru ekki líklegar til þess að efla þann liðssafnað til sam- starf. Því þarf ekki að undra þótt farið sé að gæla við hugmyndir um samstarf Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks í kjölfar kosninga. Í herferð Framboðslistar Vinstri grænna eru einnig nokkuð hefðbundnir nema hvað Ögmundur Jónasson hefur nú verið sendur úr höfuð- borginni í kragann umhverfis hana. Greinilega er það liður í mikilli herferð sem flokkurinn er lagður í en þeir hafa ekki átt þing- mann í þessu kjördæmi. Eins má segja um Suðurkjördæmið þang- að sem Atli Gíslason, lögmaður úr Reykjavík hefur verið sendur til landvinninga en þarna er um tvö öfluga einstaklinga og stjórnmála- menn að ræða. Í norðurkjördæm- unum eiga Vinstri grænir nokkuð trausta menn; Jón Bjarnason, fyrr- um skólastjóra Hólaskóla í vestur kjördæminu og sjálfan formann- inn og Breiðhyltinginn Steingrím J. Sigfússon í því eystra. Kolbrún Halldórsdóttir og Katrín Jakobs- dóttir eru konurnar í forystusveit- inni í borginni. Kolbrún er harð- ur talsmaður grænna viðhorfa en Katrín virðist nokkuð föst í gamla- dags spjótalögum, sem einkenndu komma og krata í gegnum tíðina og bera ummæli um Margréti Frí- mannsdóttur, sem hún skrifaði undir ásamt fleirum á vefritinu Múrnum um áramótin og varði síðan þess greinilega merki að sú barátta er enn í fullum gangi. Her- för Vinstri grænna virðist einkum beint að Samfylkingunni, greini- lega í von um að flokkurinn geti orðið álíka stór og að gamla valda- jafnvægið frá því að Alþýðuflokk- ur og Alþýðubandalag voru starf- andi náist að nýju. Spurning er um hvort þeir eru komnir á fullt í baráttu við Samfylkinguna um að leggjast við hlið Sjálfstæðisflokks- ins í ríkisstjórnarsæng að kosn- ingum loknum undir yfirskriftinni að “ekkert sé skárra en íhaldið” fremur en að efla svonefnt kaffi- bandalag flokkanna sem nú verma stjórnarandstöðustólana. Breiðholtið gæti skipt máli Framboðslistar Framsóknar- flokksins eru að líta dagsins ljós. Eftirtektarvert er að þrjár konur skipa efstu sætin í Reykjavík suð- ur en tveir karlar í Reykjavík norð- ur. Ein af ástæðum þess mun vera sú að Guðjón Ólafur Jónsson, sem er í öðru sæti í norðurkjördæm- inu á eftir nýjum flokksformanni Jóni Sigurðssyni, fyrrum Seðla- bankastjóra, telji sig tryggari með framtíðar þingsæti þeim megin vegna þess að Jón muni hætta fljótlega verði flokkurinn ekki í rík- istjórn eftir kosningar. Breiðhylt- ingurinn Jónína Bjartmarz virðist hafa nokkuð góða stöðu í Reykja- vík suður og Sæunn Stefánsdóttir, sem er í öðru sætinu er nýliði, sem fólk tekur eftir. Fylgi flokksins í suður kjördæminu hefur hækk- að nokkuð í skoðanakönnunum á meðan það stendur í stað í kjör- dæmi formannsins og verði þau úrslit þingkosninga kemst hann ekki inn á þing. Breiðholtið er í suðurkjördæminu og gæti skipt Framsókn nokkru máli. Þar býr Jónína Bjartmarz, þingmaður og ráðherra og þar býr Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi einnig, sá sem náði að hífa fylgi flokksins úr 3% í 6% í borgarstjórnarkosn- ingunum og koma borgarfulltrúa að. Þá býr talsvert af fólki sem er ættað af landsbyggðin í Breiðholt- inu og sumt með ræður í hinni 90 ára gömlu Framsókn hvort sem þær duga þegar kemur til kosn- inga. Bjarga fordómar Frjálslyndum? Eins og fyrr segir eru framboðs- listar Frjálslyndra ekki farnir að koma fram og ekki heldur ljóst hvaða aðferð þeir hyggjast hafa við val á fólki. Frjálslyndir virðast hafa í nægu að snúast að undan- förnu við að lægja öldur innan flokksins sem risu eftir að þing- menn flokksins hófu umræður um málefni fólks af erlendum upp- runa og nýbúa hér á landi með þeim afleiðingum að fordómar tóku að vakna upp. Ekki virðist sjá fyrir endann á þeim deilum né hverjar afleiðingar af formanns- slag Guðjóns Arnars Kristjáns- sonar og Margrétar Sverrisdóttur eiga eftir að verða. Nýbúaumræð- an jók hinsvegar verulega við fylgi Frjálslyndra í skoðanakönnunum sem sýnir að lítið þarf til þess að vekja fordóma í garð útlendinga af dvala. Hvort sá málflutningur nægir Frjálslyndum til þess að halda þeirri fylgisaukningu fram að kosningum er óvíst og spurn- ing er hvort og þá á hvern hátt þessi umræða mun leiða flokk- inn í komandi kosningabaráttu. Athyglisvert er að lítið hefur verið minnst á Frjálslynda í umræðum að undanförnu og þeir haft frem- ur hægt um sig utan flokksmúr- anna enda að sama skapi verið fjörugt innan þeirra. 10 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2007 Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Kosningavetur I Framboðin koma fæst á óvart Þann 12 janúar var haldin undankeppni fyrir söngkeppni Samfés í samkomusalnum í Breið- holtsskóla. Þar voru flutt níu atriði og tókst keppnin vel. Sal- urinn var fullur af unglingum og sigurvegari kvöldsins var Sól- veig Ásgeirsdóttir nemandi úr Ölduselsskóla, og mun hún taka þátt fyrir hönd Miðbergs og Hól- masels á Samfés sem verður ann- an og þriðja mars. Á meðan HM í þýskalandi stend- ur yfir munu Miðberg og Hólmasel sýna alla leiki á opnunartímum á breiðtjaldi. Það verður HM stofa í Miðbergi og Hólmaseli. Í febrúar verður nóg um að vera í Miðbergi og Hólmaseli. Sameiginlegt ball verður í byrjun febrúar. Öskudags- gleði, Valentínusarball og þema vikur í listasmiðjunni í Miðbergi. Við minnum enn og aftur á að það er opið hjá okkur á daginn og svo er bara að láta sjá sig. Hvetj- um sem flesta til að koma í Mið- berg og nýta sér það sem við höf- um upp á að bjóða. Miðberg óskar öllum gleðilegs nýs árs. Við minnum á opnunn- ar tíma okkar frá 14-17 alla virka daga. Og frá 19:30 -22:00 á mánu- dags, miðvikudagskvöldum og til 23 á föstudögum. Með nýju ári koma nýir hlutir, 2-3 klúbbar eru að fara í gang, Hiphop klúbbur og fjölmiðla- klúbbur. Margt að gerast í Miðbergi og Hólmaseli Sólveig Ásgeirsdóttir, sigurvegari í undankeppni söngkeppni Samfés. Þessar þrjá tóku saman lagið í undanleppninni sem fór fram í Breiðholtsskóla.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.