Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Page 14
14 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2007
Íslandsmet í 4x200 metrum
ÍR-ingarnir, Steinar Thors,
Snorri Sigurðsson, Heimir Þóris-
son og Einar Daði Lárusson settu
Íslandsmet í 4x200 m. boðhlaupi
í sveinaflokki á bætingamóti ÍR
í Laugardalshöllinni 18. desem-
ber sl.
Tími þeirra var 1:36.94 sek.
eða meðaltími upp á 24.24 sek.
Þá bættu ÍR-stelpur Íslandsmet-
ið í 4x200 m. boðhlaupi í flokki
12 ára og yngri þegar þær hlupu
á 1:57.04 sek. og meðaltíminn
því 29.26 sek. Í stelpnasveitinni
hlupu Jóhanna Kristín Jóhannes-
dóttir, Elísa Margrét Pálmadótt-
ir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir
og Dórothea Jóhannsdóttir. Einar
Daði Lárusson var nærri því að
bæta met Brynjars Gunnarsson-
ar ÍR í stangarstökki sveina en
tókst ekki að þessu sinni. Fanney
Björk Tryggvadóttir stökk 3.40 m.
og er greinilega í bætingaformi.
Helga Þráinsdóttir stökk 1.55m.
í hástökki og sýndi að stutt er í
bætingu hjá henni. Snorri Sigurðs-
son hjó nærri sínu besta í 800
m. er hann hljóp á 2:04.62 mín.
Arna Ómarsdóttir og Sandra Pét-
ursdóttir bættu sig báðar með
kvennakúlunni, Arna kastaði 9.60
m. og Sandra 9.53 m.
Glæsilegur árangur hjá ungu keppnisliði
Fjöldi ÍR-inga tók þátt í áramóti
Fjölnis og Landsbanka Íslands
þann 30. desember í Laugardals-
höllinni og voru margir þeirra
að bæta sinn persónulega besta
árangur auk þess sem þrír settu
íslensk aldursflokkamet. Helstu
má nefna að Einar Daði Lárus-
son setti nýtt sveinamet í 400 m.
hlaupi þegar hann hljóp á 50.48
sekúndum, þetta er 8. Íslands-
met Einars Daða á árinu 2006 en
auk þess hefur hann verið með-
limur fimm boðhlaupssveita sem
sett hafa Íslandsmet á árinu.
Reyndar var þetta “móment”
eftirminnilegt fyrir Einar Daða þar
sem á sömu sekúndunum og hann
var að setja metið í 400 m missti
hann nýjasta Íslandsmetið sitt í
stangarstökki til Bjarka Gíslason-
ar UFA. Björg Gunnarsdóttir bætti
met stöllu sinnar Kristínar Lív
Ólafsdóttur í 800 m. hlaupi, í flok-
ki 12 ára og yngri, þegar hún hljóp
á 2:35,84 mín. Dóróthea Jóhanns-
dóttir bætti metið í 200 m. hlaupi
stelpna 12 ára og yngri þegar hún
hljóp á 27,73 sek. Helga Þráins-
dóttir sigraði hástökki stökk 1.55
m. og Hekla Rún Ámundadóttir 11
ára gömul stökk 1,50 m. og reyndi
við Íslandsmet í 12 ára flokki en
tókst ekki að þessu sinni. Fann-
ey Björk Tryggvadóttir sigraði
í stangarstökki með 3.30 m. og
Hulda Þorsteinsdóttir bætti sig og
stökk 3.05 m. Arna Ómarsdóttir
bætti sig í kúluvarpi meyja með
11,55 m. kasti og sama gerði Ingi
Guðni Garðarsson í kúluvarpi
sveina þegar hann varpaði 4 kg.
kúlunni 14,82 m. Bæting um hálf-
an metra hjá Inga. Ína Björk Helga-
dóttir varð önnur í 60 m. grinda-
hlaupi telpna og bætti sig, hljóp
á 10.57sek. Snorri Sigurðsson
bætti sig í síðustu grein mótsins
og hljóp 1500 metrana á 4:25.01
mín. Glæsilegur árangur hjá okkar
unga og efnilega keppnisliði.
Björg Árnadóttir, forstöðumaður
Námsflokka Reykjavíkur skrifar:
Námsflokkar Reykjavíkur hafa í
boði nám í stærðfræði, íslensku,
ensku og dönsku sem samsvar-
ar námsefni efstu bekkja í grunn-
skóla. Námið er ætlað fólki eldra
en 16 ára sem ekki hefur lokið
grunnskólaprófi eða vill rifja upp
þekkingu sína til dæmis ef það
vill fara í frekara nám. Þetta nám
hentar líka þeim sem vilja geta
hjálpað börnunum sínum betur
við heimanámið. Auk kennslu í
þessum fjórum fögum er lögð
áhersla á að kenna fólki að læra.
Nemendum stendur til boða að
sækja tíma í námstækni þar sem
m.a. er kennd glósutækni, tíma-
stjórnun, markmiðasetning og rit-
gerðasmíð. Einnig geta nemendur
fengið einkaviðtöl við náms- og
starfsráðgjafa, en þeir geta hjálp-
að til við að finna námsaðferðir
sem henta hverjum og einum því
það læra ekki allir á sama hátt.
Þeir geta líka veitt ráðgjöf vegna
námsörðugleika og aðstoðað þá
sem hyggja á frekara nám að finna
námsleiðir við hæfi.
Námið er miðað við þarfir hvers
og eins og nemendur fá aðstoð
við að finna út á hvaða stigi er
best fyrir þá að byrja. Hægt er að
taka eitt fag eða fleiri og á þeim
hraða sem hverjum hentar. Próf
eru í boði, en valfrjáls. Hægt er að
hefja námið hvenær sem er vetrar-
ins. Frekari upplýsingar má finna
á vefnum www.namsflokkar.is og í
síma 567 7050, en þar fer skráning
einnig fram.
Grunnskólanám fyrir
fullorðna í Mjóddinni
Starfsemi Námsflokka Reykjavíkur fer fram í þessu húsi.
Uppskeruhátíð Framfara
Þriðja uppskeruhátíð Fram-
fara, hollvinafélags millivega-
lengda- og langhlaupara var
haldin 29. nóvember sl. Þar fór
fram verðlauna-afhending fyrir
heildarstigakeppni í hlaupaser-
íu New Balance og Framfara
en eins og nafnið bendir til
var New Balance styrktaraðili
hlaupsins.
Herdís Helga Arnalds Breiða-
blik sigraði í heildarstigakeppni
kvenna með fullt hús stiga, Fríða
Rún Þórðardóttir ÍR varð í 2. sæti
og hin unga Björg Gunnarsdóttir
ÍR í 3. sæti. ÍR varð sigurvegari í
heildarstigakeppni kvennaliða. Í
karlakeppninni sigraði Kári Ste-
inn Karlsson Breiðablik, Þorberg-
ur Ingi Jónsson Breiðablik varð
í 2. sæti og Burkni Helgason ÍR í
því 3. Breiðablik varð sigurveg-
ari í liðakeppninni.
Samstarfssamningur ÍR við Vífilfell
Á dögunum var undirritað-
ur samningur ÍR við Vífilfell til
ársins 2010. Þetta er samningur
sem gerður var fyrir allar deildir
félagsins og eru öll unglinga- og
foreldraráð meðtalin.
Það eru ákvæði í samningi þess-
um þar sem við megum einungis
versla vörur hjá þeim eins og t.d.
gosdrykki. Ég vil því biðja alla þá
sem eru að versla vörur í nafni
félagsins hjá Vífilfelli að hafa sam-
band við undirritaðan eða Sig-
rúnu Grétu, íþróttafulltrúa.
Rúmlega 800 átta ára skóla-
börn gerðu sér ferð í Gerðuberg
til að taka þátt í dagskrá í tengsl-
um við sýninguna „Þetta vilja
börnin sjá" sem staðið hefur
yfir að undanförnu og sýndar
myndskreytingar úr íslenskum
barnabókum sem gefnar voru út
á árinu 2006.
Gerðabergssafn og Menningar-
miðstöðin í Gerðubergi buðu 3.
bekk grunnskóla Reykjavíkur til
þessarar dagskrár og mættu börn
alls staðar að úr borginni. Krakk-
arnir skoðuðu sýninguna, flettu í
bókunum sem stillt var upp fyrir
neðan verk myndskreytanna og
kusu síðan þá bók sem heillaði
þau mest. Þau tóku einnig þátt í
ratleik og spurningakeppni um
þekktar sögupersónur á Gerðu-
bergssafni. Í lokin var lesið fyrir
þau upp úr þeirri bók sem hlaut
flest atkvæðin í hópnum. Dagskrá-
in miðaði að því að efla lestrar-
löngun barna, sem eru nýbúin að
læra að lesa sér til ánægju. Jafn-
framt var lögð áhersla á að börn-
in væru virkir þátttakendur og
að heimsóknin væri bæði spenn-
andi og fræðandi upplifun. Þetta
er stærsta samstarfsverkefni
bókasafnsins og Menningarmið-
stöðvarinnar til þessa og þar sem
vel tókst til mun þessi viðburður
væntanlega verða endurtekinn.
Um 800 börn sáu
myndskreytingarnar
Frá dagskrá með börnum sem haldin var í tengslum við sýninguna.
Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298
Útsalan í
fullum gangi
20 - 50 %
afsláttur