Fréttablaðið - 05.11.2015, Síða 12

Fréttablaðið - 05.11.2015, Síða 12
fjárhæðir eru í þúsundum króna✿ Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2016 Akureyri 18.495 íbúar* RekstRaRtekjuR 21.126.655 Þar af: Skatttekjur 9.800.000 Tekjur frá jöfnunarsjóði 2.600.000 Aðrar tekjur 8.700.000 367.500 Jákvæð rekstrarafkoma eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. Laun og Launatengd gjöLd 11.672.000 55,2% af rekstrartekjum Heildarskuldir 24.800.000 Eignir 42.009.137 Veltufjármunir 3.700.000 eigið fé 17.200.000 HAFnArFjörður 27.875 íbúar** RekstRaRtekjuR 22.274.049 Þar af: Skatttekjur 13.400.000 Fasteignagjöld 2.400.000 Framlög jöfnunarsjóðs 1.800.000 Aðrar tekjur 4.700.000 308.115 Jákvæð rekstrarafkoma eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. Laun og Launatengd gjöLd 10.718.913 48% af rekstrartekjum Heildarskuldir 39.489.046 Eignir: 47.827.655 Veltufjármunir: 2.165.318 eigið fé 8.338.608 kópAvogur 34.650 íbúar* RekstRaRtekjuR 25.992.835 Þar af: Skatttekjur: 20.815.517 246.000 Jákvæð rekstrarafkoma eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. Laun og Launatengd gjöLd 13.551.179 52% af rekstrartekjum Heildarskuldir 42.959.431 Eignir: 58.734.205 Veltufjármunir 2.504.297 eigið fé 15.709.030 reykjAvík 122.961 íbúar* RekstRaRtekjuR 153.585.009 Þar af: Skattekjur: 73.982.659 Jöfnunarsjóður 6.048.200 Aðrar tekjur 73.585.009 8.093.305 Jákvæð rekstrarafkoma eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. Laun og Launatengd gjöLd 64.262.635 42% af rekstrartekjum Heildarskuldir 306.682.113 Eignir: 531.439.762 Veltufjármunir: 44.939.828 eigið fé 224.757.648 sveitArstjórnArmál Rekstur fjög- urra stærstu sveitarfélaga landsins verður mjög erfiður á næsta ári ef rýnt er í fjárhagsáætlanir sveitar- félaganna. Lífeyrisskuldbindingar, hækkun launa umfram hækkun útsvarstekna og miklar skuldir gera sveitarfélögunum erfitt fyrir. Reykjavík skuldar orðið mest á hvern íbúa samkvæmt fjárhags- áætlunum sveitarfélaganna. Stærstu sveitarfélögin fjögur verða öll rekin með halla á þessu ári og reksturinn fyrir næsta ár er í járnum. Reykjavíkurborg verður rekin með 13 milljarða króna halla á þessu ári en gert er ráð fyrir því að reksturinn snúist við og 8,1 milljarður verði í afgang á næsta rekstrarári. Reykjavíkurborg ætlar sér að ná inn 7,6 milljörðum í fjár- festingartekjur. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir lítið mega út af bera til að markmið náist ekki. Þessir 7,6 milljarðar eiga að fást með sölu byggingarréttar, gatnagerðar- gjöldum og sölu eigna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur stöð- una alvarlega. „Reka á aðalsjóð með halla til ársins 2020 en láta eignasjóð borgarinnar dekka tap- reksturinn. Miðað við hvernig gengið hefur að halda áætlunum hefur maður áhyggjur af stöðu borgarinnar,“ segir Halldór. „Svo er gert ráð fyrir að Orkuveitan verði orðin nægilega sterk til að greiða arð til borgarinnar 2018. Nær væri að lækka þá gjaldskrá og skila því til baka til borgarbúa með þeim hætti og létta undir með borgar- búum.“ Sömu sögu er að segja af Kópa- vogi. Ármann Kr. Ólafsson bæjar- stjóri segir að  bæjarsjóður verði rekinn með halla á þessu ári og næsta ár verði erfitt. „Það sést á því að hækkun útsvars tekna fylgir ekki hækkun launakostnaðar. Við þurfum að skera niður í framkvæmdum á næsta ári til að mæta þessu. Einnig sjáum við fyrir okkur halla á yfir- standandi ári vegna hækkunar starfsmats og hækkunar lífeyris- skuldbindinga,“ segir Ármann. „Ég gæti trúað að næsta ár verði mjög erfitt ár fyrir öll stóru sveitarfélögin í landinu.“ Meira en helmingur rekstrar- tekna Akureyrar fer í laun á næsta ári og gert er ráð fyrir 360 milljóna króna afgangi af rekstri bæjarins. Það mun allt þurfa að ganga upp svo halda megi því markmiði, að mati Guðmundar Baldvins Guð- mundssonar, formanns bæjarráðs Akureyrar. „Staða sveitarfélagsins er þannig að það er ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir og að öllu óbreyttu þarf að hafa mikið aðhald í rekstr- inum til að ná markmiðum fjár- hagsáætlunar,“ segir Guðmundur. „Það er ljóst að bæjarsjóður verður rekinn með halla á þessu ári. Hversu mikill hallinn verður mun skýrast betur þegar útkomuspáin sem er í vinnslu verður kláruð.“ Rósa Guðbjartsdóttir segir þurfa að hagræða í rekstri Hafnarfjarðar- bæjar um allt að 1,3 milljarða á næsta ári. „Það stefnir í um 750 milljóna króna halla á þessu ári og því þarf að grípa til aðgerða,“ segir Rósa. „Því er farið mjög djúpt ofan í alla rekstrar- liði í því augnamiði að nýta hús- næði, starfskrafta og fjármuni betur. Gangi áætlunin sem nú er lögð fram eftir, er ljóst að verulegar umbætur eru að verða á rekstri Hafnarfjarðar- bæjar, án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa. Auðvitað eru skiptar skoðanir um einstaka þætti en verið er að forgangsraða með hagsmuni heildarinnar og skattgreiðenda í huga. Náist þessi markmið eru bjartari tímar fram undan í Hafnar- firði.“ Stærstu sveitarfélögin rekin með halla Fjögur stærstu sveitarfélög landsins eiga ekki fyrir kostnaði á þessu ári. Rekstur Reykjavíkurborgar er mjög þungur á þessu ári. Næsta ár gæti orðið erfitt fyrir öll sveitarfélög að mati bæjarstjóra Kópavogs. Það sjáist á því að hækkun útsvarstekna fylgi ekki hækkun launakostnaðar. Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is Reykjavíkurborg verður rekin með 13 milljarða króna halla á þessu ári en gert er ráð fyrir því að reksturinn snúist við og 8,1 milljarður verði í afgang á næsta rekstrarári. FRéTTAblAðið/gVA Reka á aðalsjóð með halla til ársins 2020 en láta eignasjóð borgarinn- ar dekka tapreksturinn. Miðað við hvernig gengið hefur að halda áætlunum hefur maður áhyggjur af stöðu borgarinnar Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins * áætlun í lok árs 2016 ** ársbyrjun 2015 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F i m m t u D A g u r12 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð Sveitarfélögin sem standa sig verst árið 2016 Hæstu heildarskuldir á hvern íbúa Reykjavík 2.203 lægstu heildartekjur á hvern íbúa kópavogur 750 lægsta jákvæða afkoma á hvern íbúa kópavogur 7 lægstu eignir á hvern íbúa akureyri 1.475 lægstu skatttekjur og jöfnunar- sjóður á hvern íbúa Hafnarfjörður 544 lægsta eigið fé á hvern íbúa Hafnarfjörður 299 í þúsundum króna 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K _ N ÝT T .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 D 6 -6 8 E C 1 6 D 6 -6 7 B 0 1 6 D 6 -6 6 7 4 1 6 D 6 -6 5 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.