Fréttablaðið - 05.11.2015, Síða 30

Fréttablaðið - 05.11.2015, Síða 30
Aukin krafa almennings um aðild að samfélagslegri stefnu-mörkun er mögulega langtíma- þróun sem hófst fyrir um 30 árum með tilkomu einkatölva og netsins. Eins og önnur hægfara þróun bar lengi lítið á henni, en á ákveðnum tímapunkti fer hún yfir þröskuld, verður sýnileg og ekki verður framhjá henni gengið. Þótt margar skýringar séu á miklu fylgi Pírata (m.a. um popúlisma) þá er því haldið fram hér að áhrif netsins geti verið mikilvæg skýring. Ungt fólk ber jafnan fram ný sjónarmið sem gera kröfu um að verða viðtekin. Mikið fylgi gæti sýnt áherslu nýrrar kynslóðar á nýjungar á grundvelli netsins og ekki er víst að hún gangi til baka þótt fylgi Pírata dali. Áhrif netsins eru m.a. talin vera aukið frelsi, allt frá tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi til frelsis vegna aukins frítíma og valdefli, það að finna fyrir styrk sínum í krafti fjölda. Leiðbeiningar Nokkrar alþjóðastofnanir hafa leið- beint um hvernig mæta eigi áhrifum netsins. Svarið er að auka samráð við almenning um sameiginleg mál og mæta réttmætum væntingum hans. Í nágrannaríkjunum tala fræði- menn m.a. um sænska hugtakið legitimitet (e. legitimacy) sem þýðir að stjórnmálin og stjórnsýslan starfi í takt við vilja almennings. Á íslensku er talað um lögmæti og réttmæti, en þau hugtök eru þó frátekin fyrir annað. Skilningurinn er m.a. sá að fyrirætlanir og gerðir verði legitim ef orðið er við almannavilja og brugð- ist við réttmætum væntingum. Þær væntingar geta verið á hvaða sviði sem er, svo sem loftlagsmálum, um heilbrigðismál eða hvað annað. Minnt skal á að tíma hugmynda- fræðilegrar baráttu er sennilega lokið en nútíminn gerir kröfur um fræði- lega og faglega nálgun og hagkvæmar lausnir. Stjórnmál eða stjórnsýsla Umboð stjórnmálamanna og emb- ættismanna er að breytast vegna netsins, einkum á Norðurlöndunum og í Evrópuríkjum. Þannig veikist staða stjórnmálanna en stjórn- sýslan gengur í endurnýjun lífdag- anna með tölvuvæðingu og með því að vinna að og undirbúa mál í sátt við samfélagið. Með þeirri þróun eru alþjóðleg tilmæli um viðbrögð við áhrifum netsins á stjórnmál og stjórnsýslu framkvæmd. Þannig bregðast nágrannasamfélögin við og þar ber ekki mikið á stjórnmála- öflum sem byggja á áhrifum netsins. Þróunin var í þessa átt hér á landi á árunum eftir 1991 með setningu stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. En á síðustu árum hefur jafnvel mátt tala um bakslag í áherslunni á stjórn- sýsluna og lítill áhugi er á að auka hlut hennar, hún er veik og stendur sig ekki alltaf vel. Margir vilja að stjórnmálin leysi á nýjan leik flest mál. Galdur stjórnsýslunnar Við lifum á tímum aukinnar sér- hæfingar þar sem háskólar mennta starfsfólk framtíðar og veita því þekkingu til þess að þjóna sam- félaginu betur en áður hefur verið gert. Leiðin til að nýta krafta þess er að styrkja stjórnsýsluna og gefa nýju starfsfólki tækifæri á að gera þjóðfélagið betra og sanngjarnara. Galdur stjórnsýslunnar felst m.a. í að henni er skylt að taka mið af reglum (jafnræðisreglu, réttmætis- reglu, meðalhófsreglu, rannsóknar- reglu o.s.frv.) við úrvinnslu mála og hún á að undirbúa mál vel. Sé það gert veikist staða geðþóttaákvarðana stjórnmálanna, en þær þekkjum við öll og kostnaðinn sem af þeim hlýst. Þessar lagareglur bæta og jafna aðstöðu almennings mjög gagnvart stjórnvöldum og kalla á réttmæta og málefnalega úrlausn mála. Þótt þær gildi enn sem komið er um afmörkuð mál má framkvæma þær við margs konar mál. Slík krafa hvílir ekki á stjórnmálunum. Sú hugmynd að afgreiða megi sameiginleg mál í atkvæðagreiðslum getur brotið í bága við aukna sér- hæfingu og veikt kröfuna um faglega uppbyggingu stjórnsýslunnar og gæti jafnvel leitt til enn verri ákvarðana- töku en nú er viðhöfð. Má t.d. hugsa sér að kosið sé um það hvaða aldr- aðir eigi rétt á vistheimilisplássi eða um opinberar framkvæmdir? Hvort tveggja gæti leitt til ójöfnuðar og brota á stjórnsýslulögum eða öðrum lögum. Valkostir stjórnvalda Það þarf að svara ríkum vilja ungs fólks og beina áhuga hans í farveg sem bætir samfélagið. Til þess þarf að vinna skipulega að breyttri fram- kvæmd stjórnmála og stjórnsýslu. Stjórnvöld virðast hafa tvo val- kosti. Annars vegar að fara leið nágrannaríkjanna, efla stjórnsýsluna og samráð hennar við almenning og breyta og bæta undirbúning mála og framkvæma mál sem þau hafa sterkt umboð til og mæta rétt- mætum væntingum. Hins vegar geta þau tekist á við almenning í landinu t.d. á grundvelli eigin hugmynda- fræði og mætt afleiðingum þess. Þær gætu orðið að meirihlutavilji myndaðist um það í samfélaginu að mynda nýjar formlegar valdaleiðir í stjórnkerfinu. Slíkar leiðir, eins og þær voru kynntar af Stjórnlagaráði, myndu veikja eða fella norræna stjórnkerfið okkar. Óheppilegt er ef lýðræðið hér á landi þróast í aðra átt en annars staðar á Norðurlöndunum vegna áhrifa netsins. Afleiðingar þess eru ófyrirsjáanlegar. Aðild almennings að sameiginlegum málum Það er erfitt að breyta menn-ingu og það er erfitt að breyta samfélagi og það er þess vegna sem jafnréttisáætlanir eru svo mikil- vægar. Áætlun um hvað við ætlum að gera til að leiðrétta mismunun og hvernig við ætlum að breyta, fræða og fræðast til að fyrirbyggja mismunun í framtíðinni. Það er til dæmis gjörsamlega óskiljanlegt og ólíðandi að konur fái lægri laun fyrir sitt vinnuframlag en karlar, að konur beri umönnunarbyrði samfélagsins í meira mæli og að svo hræðilega algengt sé að konur séu beittar ofbeldi. Fjölbreytni Nýsamþykkt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar tekur einnig til þess hvernig jafna má stöðu fólks í Reykjavík út frá fleiri þáttum en kyni. Þar má nefna kynhneigð, upp- runaland, aldur, heilsu og fötlun eða bara það sem á einhvern hátt er frá- brugðið því sem samfélagið hefur ákveðið að sé norm. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að marg- faldri mismunun við ákvarðanir og rekstur borgarinnar. Kyngreind gögn Við stjórn og stefnumótun borgar- innar er mikilvægt að nýta kynjaða fjárhagsáætlun. Það vinnulag leiðir til betri og réttlátari ákvarðanatöku og Reykjavík er að mörgu leyti til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er mikilvægt að fá kyngreind gögn og að við notum jafnréttismat mark- visst til þess að geta meðvitað í okkar ákvörðunum stuðlað að auknu jafn- rétti kynjanna. Það er líka mikilvægt að gefa út kyngreind gögn eins og mannréttindaskrifstofan hefur gert árum saman þar sem borgarbúar sjá svart á hvítu stöðuna eins og hún er. Fræðsla Til að koma í veg fyrir að næstu kyn- slóðir haldi áfram í sama fari eru áherslur á menntamál mikilvægar. Jafnréttisskólinn er fróðleiksbrunn- ur um jafnrétti í víðum skilningi í skóla- og frístundastarfi og það er gríðarlega mikilvægt að við stönd- um vel að kennslu um jafnrétti. Við sjáum að enn hafa börn og ung- menni frekar staðlaðar hugmyndir um hlutverk og hæfileika kynjanna og það er skaðlegt og sorglegt um leið og setur því skorður hvaða nám og starf ungmenni velja sér í fram- tíðinni og viðheldur kynskiptum vinnumarkaði. Í anda nýsamþykkt- rar upplýsingastefnu borgarinnar finnst mér tilvalið að við opnum matskerfið sem er síðasta aðgerðin í þessari aðgerðaáætlun fyrir borgar- búum þannig að allir geti fylgst með hvernig vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun miðar. Sömu laun fyrir sömu vinnu Í nýlegri skýrslu um launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að hann er að minnka og það er vel en við verðum að halda þar ótrauð áfram. Það er enginn að segja að stjórnendur meðvitað ákveði að borga konum lægri laun en það gerist eins og sjálfkrafa að framlag karla er metið að meiri verð- leikum en framlag kvenna, ósjálfrátt og ómeðvitað  – aftur og aftur og aftur, ekki bara í launamálum heldur miklu víðar. Þess vegna þarf rót- tækar aðgerðir og stöðuga fræðslu. Ofbeldi gegn konum er ólíðandi Kynbundið ofbeldi er einnig afkvæmi þessa gamla kynjakerfis og er stærsta ofbeldisógn sem til staðar er í samfélaginu. Nýstofnuð ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur- borgar mun fylgja eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og ég bind miklar vonir við að þar munum við ná árangri. Mannréttindaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg sem stærsta sveitar- félag landsins hefur mikil tækifæri til að hafa áhrif þar sem þjónusta borgarinnar snertir stóran hluta Íslendinga allt frá vöggu til grafar. Það þýðir líka að Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð á ástandinu eins og það er. Það er því á okkar ábyrgð að tryggja að Reykjavíkurborg verði raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum rétti og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttinda- málum. Jafnrétti í Reykjavík Þeir sem vilja sjá áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöru-verslunum, og sem víðast, tala stundum eins og það sé brýnt sam- félagslegt verkefni að tryggja að allir hafi sem allra greiðastan aðgang að áfengi á flestum tímum sólarhrings. Bent er á að ÁTVR hafi fjölgað útsölu- stöðum sínum hratt á undanförnum árum, og lengt útsölutímann, og að næsta rökrétta skrefið sé að gefa sölu áfengis alveg frjálsa þannig að aðgengi stórbatni fyrir tilstilli hinna skilvirku markaðsafla. Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa fjallað um mikilvægi þess fyrir borgarbraginn að enginn íbúi þurfi að ganga í meira en fáeinar mínútur í næstu vínbúð. Svona tal á rétt á sér um grunngæði á borð við ómeng- að vatn, hreint loft, heilsugæslu, menntun og tækifæri til útivistar. Samfélagið, eða stjórnvöld í umboði samfélagsins, á að tryggja fólki sem greiðastan aðgang að slíkum gæðum. En áfengi er ekki grunngæði af því tagi sem enginn á að þurfa að fara á mis við. Áfengi er ávanabindandi og skaðleg munaðarvara sem stjórn- völd hafa ríka ástæðu til að tak- marka aðgang að svo lengi sem þau virða frelsi fullveðja einstaklinga til að móta sinn eigin lífsstíl. Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð við- leitni til að virða í senn einstaklings- frelsi og lýðheilsusjónarmið. Vínmenning og áfengi sem grunngæði Hvernig gat það gerst að jafnvel skynsamt fólk er farið að tala um áfengi eins og einhver grunngæði er tryggja beri öllum greiðan aðgang að á öllum tímum? Fyrir því eru vafa- lítið margar ástæður en tvær blasa við. Önnur er sú að verslun er að verða stærri og veigameiri þáttur af lífi okkar og hún yfirgnæfir nú fleiri og fleiri svið mannlífsins. Fulltrúar verslunarinnar vilja vitaskuld að neytandinn hafi aðgang að öllum vörum, allan sólarhringinn, og í þeim efnum eru þeir ekki gefnir fyrir fínar aðgreiningar. Það eru miklir verslunarhagsmunir fólgnir í því að telja fólki trú um að áfengi sé ósköp venjuleg neysluvara. Hin ástæðan, sem mér sýnist ekki síður veigamikil, tengist orðinu „vínmenning“. Með því að tala um vínmenningu í staðinn fyrir t.d. drykkjuskap, og með því að gefa sér að vínmenning batni með bættu aðgengi, er auðvelt að læða að fólki þeirri firru að samfélaginu beri að tryggja öllum sem bestan aðgang að áfengi. Er ekki allt sem stuðlar að menningu gott? Í greinargerðinni með áfengis- frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi, er hamrað á orðinu „vín- menning“ og þar er m.a. heill kafli undir heitinu „bætt vínmenning“. En hvað skyldi nú vínmenning vera? Samkvæmt greinargerðinni virðist hún annars vegar vera fólgin í því að drekka vín með mat við sem flest tækifæri. Því oftar sem fólk drekki vín með mat því meiri sé menn- ingin. Hins vegar virðast flutnings- menn frumvarpsins líta á vínmenn- ingu sem andstæðu tarnakenndrar drykkju. Vínmenning hefur að þeirra dómi batnað eftir að sala bjórs var leyfð á Íslandi árið 1989 því tarna- drykkja hafi minnkað. Tarnakennd drykkja muni síðan halda áfram að minnka eftir því sem aðgengi að áfengi batni. Engin rök eru færð fyrir þessum fullyrðingum. Sá sem heldur að tarnadrykkja standi í öfugu hlutfalli við aðgengi ætti að gera sér ferð í miðbæinn á föstudags- eða laugar- dagskvöldi. Sá sem heldur að tarna- drykkja muni hverfa með óheftu aðgengi að áfengi ætti að kynna sér drykkjusiði Breta, Frakka, eða Dana. Frakkar hafa nú um stundir miklar áhyggjur af „le binge drinking“, sem þeir nefna einnig „beuverie express“ (hraðdrykkju), og þeir hafa reynt ýmis ráð til að sporna við henni, einkum hjá ungu fólki. Orðalagið „bætt vínmenning“ er ekki annað en klisja sem notuð er til að kasta ryki í augun á fólki, og beina athygli þess frá kjarna máls- ins: Að stóraukið aðgengi að áfengi eykur til muna bölið sem af því hlýst og að réttnefnd menning er eitthvað sem bætir mannlífið en gerir það ekki verra. Aðgengi að áfengi og vínmenning Hvernig gat það gerst að jafn- vel skynsamt fólk er farið að tala um áfengi eins og einhver grunngæði er tryggja beri öllum greiðan aðgang að á öllum tímum? Róbert H. Haraldsson NEH-prófessor við Colgate-há- skóla í New York fylki, 2015-2016 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður kvenna- hreyfingar Sam- fylkingarinnar. Óheppilegt er ef lýðræðið hér á landi þróast í aðra átt en annars staðar á Norður- löndunum vegna áhrifa netsins. Afleiðingar þess eru ófyrirsjáanlegar. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræð- ingur 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r30 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 D 6 -7 2 C C 1 6 D 6 -7 1 9 0 1 6 D 6 -7 0 5 4 1 6 D 6 -6 F 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.