Fréttablaðið - 05.11.2015, Side 28

Fréttablaðið - 05.11.2015, Side 28
Það er stöðugt verið að brjóta mannréttindi á eldri borg-urum. Það er brot á stjórnar- skránni að skammta öldruðum svo nauman lífeyri, að ekki sé unnt að framfleyta sér á honum. (Á við þá sem einungis hafa tekjur frá TR.) Og það er líka mannréttindabrot að halda lífeyri aldraðra óbreyttum, þegar launafólk er að fá verulegar kauphækkanir. Þetta er gróf mis- munun, sem bönnuð er samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmál- um og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Lífeyrir aldraðra er ígildi launa? Þetta eru laun þeirra, sem lokið hafa ævistarfi sínu. Þessi laun eiga að sjálfsögðu að hækka í takt við önnur laun í þjóðfélaginu. Ígildi eignaupptöku Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kannar nú hvort það sé ekki brot á lögum og stjórnarskrá að skerða lífeyri aldr- aðra frá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Sá eftirlaunamaður, sem hefur 50-100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði, sætir skerðingu TR, sem samsvarar í kringum helmingi greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Sá sem hefur 100 þúsund krónur úr líf- eyrissjóði á mánuði sætir 48 þúsund króna skerðingu og sá, sem hefur 50 þúsund krónur úr lífeyrissjóði sætir 32 þúsund króna skerðingu. Mörgum finnst þetta eins og eignaupptaka. Það er verið að refsa mönnum fyrir að hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð. Sá eftir- launamaður, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, sætir ekki neinni skerð- ingu á lífeyri sínum frá almanna- tryggingum. Það verður að stöðva þessa skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR. Það er ekki unnt að sætta sig lengur við þetta ranglæti. Góðar líkur eru á því að farið verði í mál við ríkið til þess að fá þessu ranglæti hnekkt. Brotið á þeim sem fara á hjúkrunarheimili En mannréttindabrotin gegn öldruð- um eru fleiri. Þegar ellilífeyrisþegar fara á hjúkrunarheimili vegna heilsu- brests er lífeyrir þeirra frá almanna- tryggingum gerður upptækur! Þetta er því gert án leyfis viðkomandi eldri borgara. Lífeyririnn frá almanna- tryggingum rennur til greiðslu kostn- aðar við dvölina á hjúkrunarheimil- inu. Og síðan er ellilífeyrisþeganum skammtaður vasapeningur, rúmar 50 þúsund krónur á mánuði. Þetta fyrir- komulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar halda ellilíf- eyrisþegar sínum lífeyri frá almanna- tryggingum og greiða síðan sjálfir af honum það, sem þeir eiga að greiða til hjúkrunarheimilis. Þannig halda þeir reisn sinni. Fyrirkomulaginu hér þarf að breyta strax og taka upp sama fyrir- komulag og á Norðurlöndum. Núver- andi skipan er niðurlægjandi fyrir ellilífeyrisþega. Mismunun á sjúkrahúsum og á vinnumarkaði Rannsókn leiðir í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkra- stofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Eldri borgarar eru látnir sæta afgangi á sjúkrahúsunum. Það er mannréttindabrot. Og hið sama á við á vinnumarkaðnum. Þar missa eldri borgarar vinnuna á undan þeim yngri og öldruðum gengur illa að fá vinnu á ný. Þeir yngri ganga fyrir. Þetta er mannréttindabrot. Mismunun er bönnuð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasátt- málum og samkvæmt jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar. Þannig, að það er sama hvar borið er niður: Það er alls staðar verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum. En en að mínu mati er grófasta mannréttindabrotið það, að skera lífeyri aldraðra svo mikið niður, að hann dugi ekki til fram- færslu. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Mannréttindi brotin á eldri borgurum! Björgvin Guðmundsson formaður kjara- nefndar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sá eftirlaunamaður, sem aldrei hefur greitt í líf- eyrissjóð, sætir ekki neinni skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum. Það verður að stöðva þessa skerð- ingu lífeyris aldraðra hjá TR. Það er ekki unnt að sætta sig lengur við þetta ranglæti. Það er alveg með ólíkindum hvað við erum gjörn á að rífast hér á Íslandi um öll möguleg málefni og láta í ljós skoðanir okkar á máta sem ekki sæmir neinum í raun og veru. Við getum bölsótast yfir smá- atriðum daglangt og jafnvel hlaupið á okkur í dómhörkunni og verið búin að setja það niður á blað eða blogg sem aldrei gleymist á internetinu okkur til ævarandi skammar. Ætli megi ekki kalla okkur að einhverju leyti besserwissera og þá líka að við mögulega tjáum okkur oft án þess að hafa nægjanlega þekkingu á málum heldur meira af tilfinningum og blóð- hita, þó kalt sé úti. Þessi lýsing á eflaust við marga og við þekkjum sennilega öll einhverja sem berja sér á brjóst og segjast hafa lausnirnar, en hinir kjánarnir bara hlusta ekki. Að einhverju leyti er þessu svona farið varðandi bygg- ingu nýs háskólasjúkrahúss sem allir eru sammála um að þurfi að rísa, miklar deilur standa hins vegar um hvar, hvernig og hvenær. Ekki ætla ég að leggja sérstaklega orð í þann belg nema að hvetja ráðamenn til að koma húsinu upp sem fyrst og á sem hagkvæmastan hátt og auðvitað með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Við þurfum öflugt sjúkrahús, um það er ekki deilt og sýnir áhuginn kannski öðru fremur hversu mikið það brenn- ur á þjóðinni að vel sé hlúð að þeim sem þurfa öflugustu og flóknustu þjónustuna. Grunnstoðir heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og ég skil vel þá umræðu, er mér með öllu fyrirmunað að skilja að ekki skuli vera meira rætt um grunnstoðir heilbrigðisþjónust- unnar og ástand hennar. Þegar rýnt er í fréttatíma og umfjöllun um krísur og vandamál er sjónum oft beint að Landspítalanum og vanda hans. Hann er ærinn og ég reyndar dáist að stjórnendum og starfsmönnum þar í þeim ólgusjó sem þeir hafa verið í undanfarin ár og hafa þrátt fyrir allt skilað mjög góðu starfi. Töluverð umræða er um heilsugæsluna og ástand hennar, landsbyggðarþjón- ustu, öldrunar- og endurhæfingar- þjónustu, heimahjúkrun og þá nær- þjónustu sem flestir eru sammála um að skipti öllu máli þegar horft er til eftirlits og þjónustu við langveika, forvarnir og fyrsta viðkomustað sjúklinga í nútíma heilbrigðiskerfi. En einhvern veginn þykir mér halla á þennan þátt í umræðunni og hann fái minna vægi en tækjaskortur og mannekla annars staðar. Auðvitað spilar mjög inn í þessa umræðu pólitík og baráttan um féð sem er til skiptanna hverju sinni, en það má ekki missa sjónar á framtíð- inni og í hvaða átt við viljum stefna. Meginvandi frumþjónustu verður mönnun og vekur því athygli þegar horft er til ályktana og landsfunda stjórnmálaflokka á þessu ári að ein- göngu Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn álykta í þeim efnum og koma með einhvers konar tillögur á meðan Píratar og Vinstri grænir skila auðu, reyndar ber svo við að Píratar birta enga sértæka stefnu í heilbrigðismálum sem er áhugavert í ljósi þess að þeir hafa verið stærsti stjórnmálaflokkurinn upp á síðkastið í könnunum og þessi mál brenna á landsmönnum. Nýleg ályktun á landsfundi Sjálf- stæðisflokks um að viðurkenna og vinna að sérfræðimenntun hjúkr- unarfræðinga til að sinna fyrsta stigs þjónustu vakti verðskuldaða athygli. Það er mjög góð hugmynd og líkleg til að nýtast heilbrigðiskerfinu vel auk ýmissa annarra þátta sem fram koma eins og fjölbreytt rekstrarform og möguleikar í breyttri heilsugæslu. Fjölbreyttari nálgun Mikilvægt verður að huga að upp- byggingu öldrunarþjónustu og að mínu viti þyrfti að afnema tengingu ríkis og sveitarfélaga við ákvörðun slíkra heimila og notast frekar við þarfagreiningu og að sveitarfélögum sé frjálsara að koma henni á en verið hefur, óþarfa tafir eru á uppbyggingu vegna núverandi fyrirkomulags sem hamlar frekar en að styðja við betri þjónustu og lamar aðra hluta heil- brigðisþjónustunnar líkt og Land- spítala. Stórátak þarf í heimahjúkrun og að efla möguleika fólks til búsetu heima fyrir og þróa einhvers konar heilsugæslusjúkrahús á höfuðborgar- svæðinu sem myndi létta verulega á í kerfinu í heild sinni. Af mörgu er að taka en að lokum vil ég minnast á það sem stendur mér næst sem er að forvarnir og efling lýðheilsu með fjölbreyttari nálgun en nú er gert muni skila miklum árangri bæði til að bæta líðan og draga úr kostnaði. Við getum ekki haldið áfram eins og við gerum í dag, við erum úti horni eins og er og þurfum að horfa út fyrir boxið til að komast þaðan. Róttækra aðgerða er þörf ef við eigum að ná árangri. Heilbrigðispólitík og framtíðin Teitur Guðmundsson læknir Við getum ekki haldið áfram eins og við gerum í dag, við erum úti í horni eins og er og þurfum að horfa út fyrir boxið til að komast þaðan. Róttækra aðgerða er þörf ef við eigum að ná árangri. Þjóðkirkjan er að grunni til ein elsta skipulagsheild Íslandssög-unnar. Allt frá árinu 1000 hafa ríki og kirkja átt samfylgd. En margt breytist. Nú er aðskilnaður ríkis og kirkju mikið í umræðunni. Kirkjan hefur aldrei óskað eftir honum, en samt haft uppi sterkar óskir um sjálf- ræði. Í raun hefur þannig hugsaður skilnaður þegar staðið í 17 ár. Ég var í nefndinni, sem lauk þessu máli og vegna þeirra, sem um þetta fjalla nú, vil ég reyna að útskýra málið. Forsagan er sú, að kirkjan átti fyrr- um stóran hlut jarðeigna landsins. Um siðaskipti voru íslensku klaustrin aflögð og konungur hirti allar eignir þeirra. Um aldamótin 1800 voru jarð- eignir biskupsstólanna seldar. And- virði þeirra rann í ríkisfjárhirsluna, en biskuparnir voru settir á opinber laun. Eftir stóðu jarðir þær, sem voru í eigu kirknanna sjálfra. Þær voru tekjustofn prestanna í landinu. Á þeim byggðist kirkjulegt starf fram yfir 1900. Fljótlega eftir siðaskiptin kom í ljós, að þessar tekjur nægðu ekki. Því var verið að styrkja fátæk- ustu prestaköllin úr konungssjóði og efnameiri prestsembættum. Einnig var prestum fækkað. Undir lok 19. aldar kom í ljós, að þetta fyrirkomu- lag gat ekki gengið lengur. Þess vegna var gripið til þess ráðs, að kirkjan afhenti ríkinu allar jarðeignir sínar, nema prestssetrin – ekki til eignar – heldur umsjónar. Skyldi ríkið hirða allan arð af þeim, en tók að sér að greiða prestunum föst laun. Þetta var gert 1907. Kirkjujarðasamkomulagið Með tímanum fyrndi yfir þessa gerð og stjórnmálamenn fóru að líta á þessar jarðir sem eign ríkisins. Gekk þetta svo langt, að ráðherrar seldu, án heimildar, afar dýrmætar jarðir á verði, sem hvergi hefði komið til greina í einkageiranum. Þetta varð að stöðva. Nefnd ríkis og kirkju komst að þeirri niðurstöðu, að jarð- irnar væru enn eign kirkjunnar og því hefði ríkið engar heimildir haft til að ráðstafa þeim að vild. Var jarða- eignin, bæði seld og óseld, skráð og metin og gert nýtt samkomulag um, að íslenska ríkið eignaðist jarðirnar og tæki að sér að greiða, sem arð af þeirri eign, laun ákveðins fjölda starfsmanna kirkjunnar og annan kostnað, sem tiltekinn var í samningi 10. janúar 1997. Árið eftir tóku gildi s.k. þjóðkirkjulög byggð á kirkju- jarðasamkomulaginu. Það er því rangt, að þeir fjármunir, sem kirkjan fær nú frá ríkinu, séu framlag til hennar. Þeir eru að lang- stærstum hluta arður af yfirteknum eignum sem frá öndverðu var ætlað að standa undir þjónustu kirkjunnar. Með þessu samkomulagi jókst svigrúm kirkjunnar umtalsvert til að stjórna eigin málum. Málin hafa þróast þannig, að forseti Íslands hefur skipað biskupana, en ráðherra hætti að skipa prestana og það vald var fært í hendur biskupi Íslands, enda fara hann, Kirkjuþing og Kirkju- ráð nú með völdin á hinu kirkjulega sviði. Prestarnir eru áfram opin- berir starfsmenn og hafa réttindi og skyldur sem slíkir. Orðið þjóðkirkja varð til í stjórnar- skránni 1874. Í hugum langflestra, sem henni fylgja og þjóna í dag, er hún sjálfstætt trúfélag, sem ræður sínum málum án íhlutunar ríkis- valdsins. Fjárhagsleg samskipti ríkis og þjóðkirkju byggjast svo á gagn- kvæmu samkomulagi og skiptum á verðmætum. Kirkjuþing er skipað 29 mönnum, 17 leikum og 12 lærðum. Kirkjuráð er undir forsæti biskups skipað tveimur leikmönnum og tveimur guðfræðingum kosnum af Kirkjuþingi. Ráðherra gegnir tilteknu, lög- bundnu hlutverki innan kirkjunnar. Hann fer þar með eftirlitsskyldu, á rétt til setu á Kirkjuþingi með mál- frelsi og tillögurétti. Hann hefur t.d. afskipti af starfsemi kirkjugarða, sem tilheyra öllum landsmönnum, og málum þeim tengdum, sem trúlega yrði aldrei hjá komist. Sjálfstætt trúfélag Samkvæmt lögum er þjóðkirkjan sjálfstætt trúfélag. Hún nýtur sjálf- ræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Þjónusta hennar á að vera á landsvísu, öllum tiltæk. Þar kemur einnig til þjónusta við ríkis- valdið um að tryggja skrásetningu staðreynda þannig, að unnt sé að halda til haga og staðreyna tiltekin málefni. Vegna stærðar sinnar og þéttriðins þjónustunets hefur hún verið ríkinu mikilvæg. Starf hennar fyrir fólk í erfiðleikum og neyð á öllum sviðum lífsins, er miklu meira en flesta grunar. Aðkoma forsetans og ráðherra, ásamt stöðu vígðra þjóna kirkjunn- ar sem opinberra embættismanna, virðast mér nánast einu atriðin, sem nú tengja hana ríkinu. Það fyrir- komulag hefur reynst vel, og því, sem reynslan mælir með, er gott að una. Ég fæ ekki betur séð en að þeir, sem vilja breyta því, geri það mest breytinganna vegna. Fyrsta grein af þremur Samskipti ríkis og kirkju – I Þórir Stephensen fv. dómkirkju- prestur og staðarhaldari í Viðey Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is *Gildir fyrir eina áskrift. Viðskiptavinir sem taka þessu tilboði fyrir 31. desember halda þessum kjörum í eitt ár. STÖÐ 3 +ENDALAUST TAL +1 GB Í GSM 1.990 kr. til 31. desember* HEILL HELLINGUR AF NÝJUM ÞÁTTUM Á STÖÐ 3 FÁÐU STÖÐ 3 Á BETRA VERÐI Í VETUR 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r28 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 D 6 -7 7 B C 1 6 D 6 -7 6 8 0 1 6 D 6 -7 5 4 4 1 6 D 6 -7 4 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.