Fréttablaðið - 05.11.2015, Side 38

Fréttablaðið - 05.11.2015, Side 38
Fólk| tíska Þetta er í annað sinn sem við höldum markað. Við-tökurnar í fyrra komu okkur skemmtilega á óvart en þá mætti fjöldi manns og stemmingin var frábær. Við ákváðum því að gera þetta aftur,“ segir Gréta Hlöð- versdóttir, framkvæmdastjóri íslenska barnafatamerkisins As We Grow, en aðstandendur As We Grow blása til PopUp-markaðar um helgina í samvinnu við merkin Tulipop og Fló. Markaðurinn verður haldinn á vinnustofu Tulipop að Fiskislóð 31 á laugardaginn milli klukkan 12 og 16 og lofar Gréta góðri skemmtun. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt fyrir yngstu kynslóð- ina og við verðum með smá for- skot á jólin. Það verða piparkökur í boði og léttar veitingar, andlits- málning fyrir börnin og kennsla í fingraprjóni. Svo verður veglegur vinningur fyrir heppinn gest. Það verður einnig hægt að gera góð kaup en þarna verða ýmis góð tilboð og sala á sýniseintökum. Það er komin mikil jólastemming í okkur,“ segir Gréta. Ásamt Grétu standa að barna- fatamerkinu As We Grow Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og María Th. Ólafsdóttir hönnuðir. Merkið var sett á laggirnar fyrir þremur árum og hefur vaxið hratt. „Í dag er As We Grow í fjörutíu og fimm versl- unum í tíu löndum. Við vorum í Japan á sýningum í ágúst og sept- ember síðastliðnum og bara þar í landi er As We Grow komið inn í sautján verslanir. Nú erum við að hanna fyrir næsta vetur og þær vörur verða kynntar á sýningu í París í janúar,“ segir Gréta. „Við hönnum alltaf undir sömu for- merkjum, gæði, falleg hönnun úr fyrsta flokks garni og flíkurnar framleiddar við góðar aðstæður. Sá hópur fer alltaf stækk- andi sem velur vörur sem standa fyrir sjálf- bærni og umhverfis- vitund.“ Fingraprjón og Fjör á Fiskislóð popUp-markaðUr/ Þrjú barnaFatamerki standa að hressilegum popup-markaði um helgina. As We Grow, Tulipop og Fló taka forskot á jóla- stemminguna með kennslu í fingraprjóni, andlitsmálningu og piparkökum. as We groW Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir hönnuður og Gréta Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri As We Grow. Merkið er komið í 45 verslanir í tíu löndum en það var stofnað 2012. Blásið verður til PopUp-markaðar á laugardaginn. mynd/gva prjónalína As We Grow hannar prjónaföt á börn. mynd/vigfús Birgisson Vinsælt As We Grow er vinsælt í Japan en þar er merkið komið inn í sautján verslanir. mynd/vigfús Birgisson tUlipop Vörur Tulipop verða á mark- aðnum, púsluspil, skólatöskur, veggspjöld og lampinn Bubble. mynd/tulipop krútt „Fred er krúttlega skógardýrið sem þráir að vera ógnvaldur Tulipop en það sem stendur honum fyrir þrifum í þeim efnum er að hann er alltof góður inn við beinið.” mynd/tulipop Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my styleStærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is Flott föt, fyrir flottar konur NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 kinahofid.is 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.790.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga, ekki um helgar. 365.is Sími 1817 FÁRÁNLEGA FLOTTUR PAKKI Vandað sjónvarpsefni og fjarskipti á frábæru verði 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 D 6 -3 C 7 C 1 6 D 6 -3 B 4 0 1 6 D 6 -3 A 0 4 1 6 D 6 -3 8 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.