Fréttablaðið - 05.11.2015, Side 32

Fréttablaðið - 05.11.2015, Side 32
Fólk| tíska Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 spáir þú mikið í tísku? Já, ég er alltaf að spá. Það er svo fallegt að maður geti sett út einhvers konar yfirlýsingu með því sem maður klæðist. T.d. kannski að það að vera í blautum fötum geti sagt svona: Hei, Útlendingastofnun, ekki láta alla flóttamennina drukkna, hleypið þeim inn í landið. Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Casino- mafíósi frá 1960 sem er að leika vonda kallinn í myndinni the 5th Element. Hvernig klæðir þú þig hversdags? Eins og Neo í Matrix. Hvernig klæðir þú þig spari? Eins og ég sé að fara á skemmtiferðaskip. Hvar kaupir þú fötin þín? Í Ástund og á Ítalíu. eyðir þú miklu í föt? Það fer eftir því hvort ég á peninga, maður þénar ekkert svo mikla peninga á að semja ljóð. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Jane Eyre- kjóllinn sem mamma var að sauma á mig. Uppáhaldshönnuður? Alexander McQueen. bestu kaupin? Vinnumannavestið sem ég keypti í smíðabúð í Lúxemborg, það er með svona 50 mismunandi vösum út um allt. Verstu kaupin? 90’s cowboy-jakkinn sem ég keypti á flóamarkaði, hann er með svona hvítum feldflyksum út um allt, ég lít út eins og sjúskuð kanína. Hverju verður bætt við fataskápinn næst? Hinn hæfileikaríki fatahönnuður Tanja Huld Levý er að hanna fyrir mig hvítan geishu-drekabúning fyrir plötu sem ég tók upp í sumar með upptökusnillingn- um Kára Einarssyni. Ætli það verði ekki næsta flíkin. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Ég á það til að fá æði fyrir einni flík í langan tíma, og er þá bara í henni, alltaf, sef í henni líka. notar þú fylgihluti? Já, mér finnst gaman að vera með regnhlífar. Áttu þér tískufyrirmynd? Ætli það sé ekki Margrét Iversen, Tilda Swinton og spæjarinn Columbo. Hvað er fram undan hjá þér? Ég er nýkom- in frá Feneyjum þar sem ég var að sýna myndlist á tvíæringnum með Sigurði Atla Sigurðssyni. Núna er ég að fara að koma fram á Airwaves í Hörpunni í kvöld, 5. nóvember, kl. 23.10, það veit enginn hérna á Íslandi hvað ég geri, sem gerir allt þetta svo spennandi, ég sagðist spila tilraunakennda ljóðatónlist, en í raun þá veit ég ekkert hvað ég á að kalla þetta, fólk veit ekkert við hverju það á að búast. Gunnar Gunnsteinsson tónskáld ætlar hugsanlega að baða út höndunum þarna með mér, þetta kemur allt í ljós. Svo er ég á leið aftur til Lúxemborgar að syngja í leikriti þar sem tískufrömuðurinn Virg- inia Ferreira hannaði á mig kjól. Eftir það fer ég til Danmerkur að spila á tilrauna- kenndri sci-fi tónlistarhátíð. Kannski gef ég út svona eins og eina plötu í millitíð- inni, í leyni, og gref hana í jörð á hundrað mismunandi stöðum í Reykjavík, svo getur fólk pantað fjársjóðskort í pósti til að nálgast hana. eins og CasinomaFíósi spUrt&sVarað Ásta Fanney Sigurðardóttir kemur fram á Airwaves í Hörpu í kvöld þar sem hún spilar tilraunakennda ljóða- tónlist. Hún líkir stíl sínum við mafíósa frá sjöunda áratugnum. skÁld Fanney Ásta kemur fram á Airwaves í Hörpu í kvöld. Mynd/SteFÁn kostir tískUnnar „Ég er alltaf að spá. Það er svo fallegt að maður geti sett út einhvers konar yfir- lýsingu með því sem maður klæðist. T.d. kannski að vera í blautum fötum geti sagt svona: Hei, Útlendingastofnun, ekki láta alla flóttamennina drukkna …“ - nagladekk frá 9.490kr - WWW.TRI.IS Schwalbe 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 D 6 -5 F 0 C 1 6 D 6 -5 D D 0 1 6 D 6 -5 C 9 4 1 6 D 6 -5 B 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.