Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 66
Rennsli sýningarinnar gekk vel og allt löðrandi í sköpunarkrafti. FRéttablaðið/ERniR
Ungleikur var haldinn í þriðja
skiptið nú í ár. Tilgangur hans er
að mæta þörfinni fyrir að viðhalda
virku leikhúslífi meðal unga fólksins,
og er leitast við að sinna þeirri þörf
óháð menntaskólunum. „Fólk á
aldrinum sextán til tuttugu og fimm
getur verið með, en reyndar er einn
svindlari í ár, hann er tuttugu og sex,“
segir Alma Mjöll, leikstjóri verksins
Austurgluggans sem frumsýnt var
á þriðjudaginn, þegar Fréttablaðið
gægðist á rennsli. Eiga þátttakendur
Ungleiks það sameiginlegt að vera að
feta sig áfram í bransanum svo hæg-
lega má segja að ferskleikinn svífi yfir
vötnum. „Þetta er gríðarlega mikil-
vægt tækifæri fyrir ungt fólk sem er
að feta brautina í leikhúsunum,“ segir
Alma. „Við erum búin að vera að
æfa í tvo mánuði og vera á bólakafi í
því, bara þetta og skólinn. Það koma
margir að hverri sýningu, svo sem leik-
stjórar, leikskáld, búningahönnuðir,
sviðsmyndahönnuðir og fleiri,“ bendir
hún á. „Ég meina, hvenær getur tuttugu
og eins árs gömul stelpa sett upp verk í
Borgarleikhúsinu í samvinnu við aðra
unga og óreynda í þessum bransa?
Þetta er frábært tækifæri.“ – ga
Borgarleikhúsið fylltist
af næstu kynslóðinni
„Þetta er mjög skemmtilegt, annars
væri maður ekki að þessu, þetta er
góður húmor og maður reynir að
vanda sig,“ segir tónlistarmaðurinn
Bragi Valdimar Skúlason. Hann sendi
á dögunum frá sér sína þriðju plötu
í samstarfi við Memfismafíuna en
platan er í raun barnaplötubók og
nefnist Karnivalía.
Um er að ræða bók þar sem í er að
finna ellefu laga plötu ásamt söng-
textum og litlum hugvekjum og
smásögum sem fylgja hverju lagi.
„Við ákváðum að gefa þetta út sem
bók með plötu til þess að hressa upp
á „formattið“ og það er líka auðveld-
ara að senda þetta út í formi bókar
þar sem þetta eru stuttar sögur við
hvert lag og þá njóta myndirnar sín
enn betur,“ segir Bragi Valdimar.
Verkefnið ætti einnig að falla full-
orðnum vel í geð og er ekkert síður
fyrir þá þar sem text-
arnir eru hnyttnir og
sumt af húmornum
þannig að einungis full-
orðnir skilja það.
Karnivalía er þriðja
platan í barnaplötu-
röðinni því áður hafa
komið út plöturnar Gilli-
gill sem kom út árið 2008
og Diskóeyjan sem kom út
árið 2010 og innihélt meðal
annars smellinn Það geta
ekki allir verið gordjöss.
Bragi Valdimar segir efnið
á plötunni fjölbreytt. „Þetta
er allt frá diskói og furðu-
fönki yfir í vögguvísur.“
Á Karnivalíu syngur fjöldi söngv-
ara en Sigríður Thorlacius, Egill
Ólafsson, Sigurður Guðmundsson
og Magga Stína eru í stórum hlut-
verkum. Þingmaðurinn og fönk-
prófessorinn Óttarr Proppé þylur
stafrófsvísur og sjálfur Páll Óskar
birtist í sérlega hoppvænu stuðlagi,
Húba Húba. Þá segir Jón Gnarr sína
meiningu um mannanafnanefnd í
samnefndu lagi. Upptökustjórn er í
höndum Guðmundar Kristins Jóns-
sonar, sem er betur þekktur sem
Kiddi í Hjálmum. – glp
Góður húmor og menn vanda sig
bragi Valdimar Skúlason, höfundur Karnivalíu, segir einungis full-
orðna skilja sumt af húmornum. FRéttablaðið/StEFán
5 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r54 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð
0
6
-1
1
-2
0
1
5
0
9
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
D
6
-5
5
2
C
1
6
D
6
-5
3
F
0
1
6
D
6
-5
2
B
4
1
6
D
6
-5
1
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
7
2
s
_
4
1
1
2
0
1
5
C
M
Y
K