Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 9

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 9
9VesturbæjarblaðiðAPRÍL 2007 Ég er orðinn of lífsreyndur til halda því fram að einn stjórnmálaflokkur sé óalandi og óferjandi, meðan að annar flokkur sé hafinn yfir gagnrýni. Allir flokkar hafa til síns máls nokkuð og eiga erindi. Stundum meira að segja sama erindi. Öfgarnar eru minni en áður, ágreiningsmálin hafa þrengst og nálgast óðum hvert annað og svo mik- ið að maður veltir því fyrir sér, hvers- vegna flokkum er ekki fækkað og þeim steypt saman sem líkastir eru. Í raun og veru má skipta pólitískri afstöðu fólk í tvær fylkingar. Annars- vegar eru kjósendur sem hallast til hægri og vilja sem minnst ríkisafskipti. Við getum kallað þá pólitík bandarísku leiðina. Hinsvegar standa þeir sem leggja meiri áherslur á svokallaða félags- hyggju, samábyrgð og jöfnuð. Norræna leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið flaggskip fyrri leiðarinnar með frjálshyggjuna og markaðslögmálin að leiðarljósi meðan flestir aðrir flokkar aðhyllast einnig frelsi markaðarins en í mismiklum mæli. Jafnaðarhugsjón- in, norræna leiðin, er í meginatriðum þeirra stefna. Hugsunina um jafnrétti og bræðralag er einnig að finna með- al margra kjósenda sjálfstæðismanna. Íslendingar eru í eðli sínu að miklum meirihluta jafnaðarmenn með hjartað á réttum stað. Hversvegna í ósköpunum er þá svona mikill ófriður og hamagangur í pólitíkinni, þegar flokkarnir eru meira og minna að róa á sömu mið? Ég get mér þess til að það sem aftrar annars góðu fólki til að slíðra sverðin og stokka upp úrelta flokkapólitík sé sagan, hagsmunirnir og völdin. Í fyrsta lagi er sagan og hefðin rík í fari okkar Íslendinga og gildir það jafnt um stjórn- málaflokka sem önnur félög, samtök og tryggðarbönd. Við höldum tryggð við gamla íþróttafélagið, skátafélagið, kvenfélagið o.s.frv. Í öðru lagi nefni ég hagsmunina. Fjöldi fólks hefur hag að því að styðja tiltekinn flokk, á þar athvarf og greiða leið að foringjum og fyrirgreiðslu. Sú hagsmunagæsla geng- ur jafnvel í erfðir! Í þriðja lagi eru það völdin, sem stjórnmálaflokkar sækjast eftir, völd- in til að ráða og komast í nefndir og stjórnir og að kjötkötlunum. Já, það eru auðvitað völdin sem lokka. Halda völdum, halda um stjórn- artaumana. Sem allra lengst. En gallinn við langvarandi völd er sá, að valda- mennirnir eru misgóðir eins og gengur og gerist um okkur flest. Og svo er hitt að völdin spilla. Þau má vefja sér um fingur og misnota. Völd reyna á þolrifin að því leyti að því lengur sem þau vara því meiri værukærð, hroki og dramb- semi. Aðrar skoðanir eru illa þokkaðar, gagnrýni eru ónot, andstaða eru svik. Jú, jú allir eru jafnir en sumir eru jafn- ari en aðrir! Hversu marga þekkjum við sem beygja sig fyrir valdinu, hneygja sig í duftið og koma sér í mjúkinn hjá ráðamönnum? Undirgefni og auðmýkt. Það eru fylgifiskarnir. Þannig sogar valdið til sín meiri völd og sama fólkið fer að líta á sig sem eðalborna yfirstétt og valdið gengur í erfðir og valdsmenn- irnir missa sjónar á þeim greinarmun sem er á embættinu, sem þeir gegna og sinni eigin persónu.Valdið, það er ég, sagði keisari Lúðvík. Enginn gengur að völdunum vísum Þetta á við um einstak- l i n g a m e ð h v e r s k o n - ar völd og mannaforráð, í f é l ö g u m , fyrirtækjum, f lokkum og stjórnum og ekki síst í sjálfri lands- stjórninni. Langvarandi seta við stjórn- völ eða nægtarborð, daglegt og árvisst vald til að eiga síðasta orðið leiðir til kæruleysis, geðþótta og rembu, þess sem þar trónar. Minn er mátturinn og dýrðin. Þetta á við um okkur öll, alla flokka. Það er engum hollt að sitja of lengi að kjötkötlunum. Það er eðli lýðræðisins og lögmál þess að aftra slíku ástandi eða að minnsta kosti gera tilraun til að breyta því. Til þess eru kosningar, til þess er okkur gefið tækifæri á fjögurra ára fresti til að skipta um fólk í brúnni, hleypa nýjum sjónarmiðum að, nýju fólki, þannig að enginn sé endalaust og ævarandi að drottna yfir og ráðskast með lifskjör okkar og væntingar. Afl- gjafi heilbrigðs og heiðarlegs samfélags er dómgreind okkar og réttur (jafnvel skylda) um að halda valdhöfunum við efnið og skipta þeim út með reglulegu millibili. Aðhaldið felst í því að það gangi enginn að völdum sínum vísum. Sextán ár er langur tími. Ellert B. Schram Höfundur er í framboði fyrir Samfylk- inguna í Reykjavík norður Í aðdraganda kosninga Ellert B. Schram Vesturbæingar eru almennt ánægð- ir með hverfið sitt og líður þar vel. Reynslan sýnir að hafi fólk einhvern tímann búið í Vesturbænum vill það gjarnan búa þar áfram. Við höfum jú Vesturbæjarlaugina, íþróttafélagið okkar - KR, góða skóla, Melabúðina, Skerjafjörðinn, göngustíginn við Ægi- síðuna, Háskólabíó, Landakotstún- ið, Neskirkju, okkar gróna hverfi og svona mætti áfram telja. En alltaf má gera betur og í þeim tilgangi stendur hverfisráð Vesturbæjar fyrir opnum íbúafundi mánudaginn 16. apríl nk. kl. 20 í Safnaðarheimili Neskirkju. Frá því að nýtt hverfisráð Vestur- bæjar tók til starfa síðastliðið vor hafa fjölbreytt verkefni og erindi ver- ið á borði ráðsins. Nægir í þessu sam- bandi að nefna skipulagsmál, leikvall- armál og beiðnir um aðstoð við hvers kyns uppákomur. Auk þess sem ráð- ið hefur farið um hverfið og kynnt sér þá starfsemi sem þar fer fram og hafa bæði íbúar og íbúasamtök verið dugleg við að senda ráðinu fjölmörg erindi og ábendingar. Ber að þakka þann áhuga og og þá umhyggju fyrir Vesturbænum sem fram kemur í þess- um erindum. Hverfisráð eiga að vera vettvang- ur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Hlut- verk þeirra er líka að stuðla að hvers konar samstarfi innan hverfis, móta stefnu og gera tillögur til borg- arráðs sem varða verksvið þeirra. Við störfum náið með Vesturgarði, þjónustumiðstöðinni okkar hér í Vest- urbænum. Þá á hverfisráð að stuðla að kynningu skipulags, framkvæmda og þjónustu borgarstofnana í hverf- unum og beita sér fyrir að samráð sé haft við íbúa. Opinn íbúafundur 16. apríl Á opna íbúafundinum 16. apríl nk. mun undirrituð ásamt þeim Sif Sig- f ú s d ó t t u r, Felixi Bergs- syni og Silju Báru Ómars- dóttur kynna hverfisráðið og störf þess en fyrst og fremst ætlum við að hlusta. H l u s t a o g taka þátt í u m r æ ð u m um hvað bet- ur má fara í hverfinu okkar. Ég hvet Vesturbæinga til að mæta á fundinn og taka þátt í því að gera okkar góða hverfi enn betra. Sæunn Stefánsdóttir alþingismaður og formaður hverfisráðs Vesturbæjar Hvernig við gerum Vesturbæinn enn betri Sæunn Stefánsdóttir.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.