Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 2
Nýtt hús rís við Grenimel 46 Einar Valdimarsson ehf. hef- ur sótt um leyfi skipulagsráðs Reykjavíkur til að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með einni íbúð á hverri hæð ásamt áfastri bílgeymslu fyrir tvo bíla allt ein- angrað að utan og klætt með múr- kerfi í ljósum lit á lóð nr. 46 við Grenimel. Samþykki sumra lóðar- hafa aðlægra lóða fylgdi erindinu. Erindið var samþykkt. Byggingarreitur bíl- skúrs á Einarsnesi stækkaður Helgi Hafliðason, Stuðlasel 44 og Jón Helgi Pálsson, Einarsnes 64a sóttu nýlega um breytingu á deiliskipulagi að Einarsnesi 62a og 64a til skipulagsráðs. Grennd- arkynning hefur farið fram en hún stóð frá 6. júní til 3. ágúst sl. og barst athugasemd frá Jóni Sigurðs- syni og Jónínu Thorarensen að Bauganesi 25. Breytingin gengur út á að byggingarreitur fyrir bíl- skúra er færður til og stækkaður. Einnig var lagt fram samþykki lóð- arhafa Bauganess 27 og yfirlýsing lóðarhafa Einarsness 62A og 64A. Erindið var samþykkt. Álagsgreiðslur til að mæta manneklu Á fundi ÍTR 17. ágúst sl. var sam- þykkt samhljóða eftirfarandi til- laga ráðsins: “Íþrótta- og tómstundaráð bein- ir því til samráðshóps borgar- stjóra um starfsmannaeklu í grunn- skólum, leikskólum, frístundaheim- ilum og á velferðarsviði, að kanna möguleika á því að bregðast við því ástandi sem skapast hefur á frí- stundaheimilum Reykjavíkurborg- ar vegna manneklu með sérstök- um álagsgreiðslum til starfsmanna þar til úr leysist. Með því að nýta launarammann til fulls með þess- um hætti getur Reykjavíkurborg lagt sitt af mörkum til standa vörð um og efla enn frekar það faglega starf sem unnið er í frístundaheim- ilum Reykjavíkurborgar.” Ekkert bílastæðahús undir Skólavörðuholti Samstaða náðist um það í skipulagsráði á fundi þess fyrir skömmu að falla frá tillögu um gerð umdeilds bílastæðahúss und- ir Skólavörðuholti. Það hafði verið í kynningu undanfarnar vikur og hafði fjöldi íbúa, forystumenn leik- skólans Óss og Austurbæjarskóla, auk forsvarsmanna Hallgríms- kirkju sent inn harðorð mótmæli. Samfylkingin fagnaði þessari góðu niðurstöðu og þakkaði þeim fjöl- mörgu sem settu sig í samband í tengslum við afgreiðslu máls- ins fyrir góð og árangursrík sam- skipti. Tillögunni var að öðru leyti frestað og verður hún tekin fyrir á næsta fundi skipulagsráðs. Pappírstunnan tekin í notkun “Við viljum auðvelda fólki enn frekar að flokka heimilssorp,” sagði Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri þegar hann tók við fyrstu bláu tunninni á vegum Sorphirðu Reykjavíkur en í hana fer pappír. Tunnan er sótt heim og losuð þrisvar í mánuði. Boðið er uppá söfnun á pappírsúrgangi við heimili en hingað til hafa íbú- ar getað losað þennan úrgang á grenndar- og endurvinnslustöðv- ar. Í hana má setja dagblöð, tíma- rit, markpóstb og ýmiskonar prentpappír. Magn dagblaða og markpósts hefur aukist umtals- vert á liðum árum en tæplega 30% af þyngd þess úrgangs sem fer í heimilstunnuna er í formi pappírs. Fjöleignarhús þurfa sam- þykki allra íbúa hússins þar sem gjöldin af tunnunni skiptast á all- ar íbúðir hlutfallslega. Tuttugu þúsund börn fá Frístundakort Innleiðing Frístundakorts í Reykjavík hefst þann 1. septem- ber nk. Öll börn á aldrinum 6- 18 ára (miðað við fæðingarár) með lögheimili í Reykjavík, eða tæplega 20.000 börn eiga rétt á styrk til þátttöku í íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfsemi við innleið- ingu kortsins. Meginmarkmið Frístundakortsins er að veita öllum reykvískum ungmennum á aldrinum 6-18 ára tækifæri til að taka þátt í uppbyggilegu frí- stundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Með Frí- stundakortinu má greiða að hluta eða að öllu leyti fyrir íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfsemi á veg- um félaga og samtaka sem starfa í Reykjavík og nágrannasveitarfé- lögunum. Frístundakortið stuðl- ar að jöfnuði í samfélaginu og fjölbreytileika í tómstundastarfi. Forsenda þess að hægt sé að ráð- stafa styrknum er að búið sé að skrá barn í tómstundarstarf hjá félagi sem er aðili að Frístunda- kortinu. Frístundakortið er eitt viðamesta og metnaðarfyllsta for- varnaverkefni sem hleypt hefur verið af stokkunum á Íslandi. Popplist í Saltfélaginu Fjöllistamaðurinn Siggi Palli hef- ur opnað myndlistasýningu í Salt- félaginu á Granda. Á sýningunni má sjá málverk af öllu milli him- ins og jarðar, jafnt fólki, landslagi, graftiti sem og öðru. Siggi Palli er raungreinakennari að mennt en segir kennarastarfið engan veginn fara saman við listamanns- starfið. Hann er einnig “freelance” í kvikmyndabransanum og fleiru þannig að starfsdagur hans getur verið mjög fjölbreyttur. Sýningin í Saltfélaginu er fimmta sýning listamannsins á árinu. 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 8. tbl. 10. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðborg. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R Þ að gefur auga leið að huga verður vel að skipulagsmálum mið-borgarsvæðisins þegar lagt er í jafn stóra framkvæmd og bygg-ingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í hjarta borgarinnar. Gera má ráð fyrir að byggingin muni setja svip á Reykjavík til frambúð- ar og vera áhrifaríkur þáttur í skipulagi borgarinnar. Mikið veltur á að aðstæður gangandi verði sem bestar, þjónusta almenningsvagna eins og best verður á kosið og bílaumferð tafalítil. Vonandi gengur þetta allt eftir þegar fram í sækir, en auk tónlistar- húss mun banki byggja stórhýsi í næsta nágrenni við tónlistarhúsið og verið er að huga að framtíðarskipulagi á horni Austurstrætis og Lækjargötu þar sem húsin stóðu sem brunnu fyrr á þessu ári. Hvernig vilja Reykvíkingar, og þá ekki síst þeir sem í miðbænum búa sjá framtíð hans fyrir sér? Á síðustu árum hafa það fyrst og fremst verið veitinga- staðir sem hafa komið sér fyrir í miðbænum sem hefur valdið því að fjöldi manns er þar iðulega að næturlagi, og oft fram undir morgun um helgar. Því hafa oft fylgt slagsmál og líkamsárásir með skelfilegum afleið- ingum og það hefur einnig valdið því að margir veigra sér við að vera í miðbænum þegar líða tekur á nóttina. Slík þróun leiðir aðeins til þess að miðborgin verður með tíð og tíma draugaborg sem fólk sést aðeins í um hábjartan daginn. Er það framvinda sem íbúar Reykjavíkur telja æskilega? Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur velt upp þeirri hugmynd að fækka veitingastöðunum og stytta opnunartíma en varla getur það verið lausn, fólk fer þá að vísu annað til að skemmta sér, en er þá ekki verið að ýta vandanum frá sér. Neðst á Laugarveginum á að rífa gömul og lúin hús til þess byggja þar hótel, enn eitt hótelið í miðborginni með fleiri ferðamönnum, og að sjálfsögðu fleiri veitinga- stöðum. Laugavegurinn hefur verið að sækja sig sem verslunargata í samkeppninni við Kringluna og Smáralindina, og það er gott mál. En einhverja heildarmynd vantar ennþá, einhverja heildarsýn borgaryf- irvalda hvernig þau vilja sjá þessa helstu og eina sögufrægustu götu borgarinnar í nánustu framtíð. Á að rífa öll gömlu húsin og byggja gler- hallir? Varla. Fjölþjóðlegur stuðningur við íþróttafélög Á hugi minn á íþróttum er held ég jafngamall mér sjálfum. Ég æfði og lék með ÍR í körfubolta í öllum aldursflokkum með góðum árangri, en er samt ekki félagsmaður í ÍR í dag. Ég hélt með Val í fótboltanum eins og pabbi, en vegna þess að ég fór alltaf í sveit var minna um æfingar. Ég er samt ekki félagsmaður í Val. Ég sat í stjórn KA á Akureyri í nokkur ár, hef taugar til félagsins en er ekki félagsmaður en er eftirlitsmaður KSÍ fyrir félagið. Ég bý nú í Kópavogi, fylgist vel með starfi íþróttafélaganna þar og vill framgang þeirra sem mestan og að bæði Breiðablik og HK verði áfram í deild þeirra bestu í fótboltanum, HK verði áfram í hópi þeirra bestu í handboltanum og Breiðablik kom- ist í hóp þeirra bestu í körfuboltanum. En ég hvorki get eða vil ganga í bæði félögin, frekar en ég gerist félagi í Gerplu þó ég hafi gaman af því að sjá kröftuga fimleikasýningu og gerist ekki heldur félagi í Gusti, þótt fátt sé fallegra en gæðingur á fljúgandi skeiði. Ég er fæddur í vesturbæ Reykjavíkur, á Víðimelnum í hjata KR, en hef samt aldrei verið í því félagi. Ég vil að sjálfsögðu ekki að KR falli í fótboltanum, það væri slys, og held reyndar að það gerist ekki. En eitthvað er það sem veldur að þetta annars ágæta lið í Frostaskjólinu með fínan mannskap er ekki að skora mörk og þess vegna að tapa allt of mörgum leikjum. Hvar er skýr- inganna að leita? Það er spurning sem margir KR-ingar spyrja sig að í dag, og munu eflaust krefjast svara í mótslok, hvernig svo sem allt velt- ur. En öll þessi íþróttafélög eiga stuðning minn vísan þegar það hentar þeim og mér, ekki bara sem ritstjóra, heldur miklu fremur sem einstak- lings. Svo mætti einnig nefna enska knattspyrnu og hið ágæta félag Arsenal. Ég held að þannig verði best að hafa fyrirkomulagið áfram, vera eiginlega “fjölþjóðlegur” í stuðningi við íþróttafélög. Geir A. Guðsteinsson Framtíð miðborgarinnar Vesturbæingar “Er ekki rétt að fara að skrá sögu Vesturbæjar sérstaklega vegna einstakrar sérstöðu hans?” ÁGÚST 2007 LR Henning kúrinn – ótrúlegur árangur! Ég er búin að vera á kúrnum í 10 vikur og búin að missa 15 kg Dóra Víglundsdóttir lr-dora@internet.is s: 869-2024 Lr-Henning kúrinn hefur farið sigurför um Evrópu undanfarið og slegið öll met hér á Íslandi. Hreint ótrúlegur árangur á ótrúlega stuttum tíma. Þú kemst í jafnvægi, sefur betur, aukin orka og grennist í leiðinni. Lr er þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í náttúru og heilsuvörum. Býð upp á einkaráðgjöf og matar- prógramm sniðið að þínum þörfum. Ekki seinna vænna að losa sig við aukakílóin 8 kíló farin á 4 vikum án erfiðis LR-Henning kúrinn er snilld og kílóin hrynja af manni á mettíma. Auk fless fær maður aukna orku og betri svefn. LR-Henning kúrinn er margverðlaunaður og hefur farið sigurför um heiminn. Svo sannarlega þess virði að prófa. Ef þú hefur áhuga endilega hringdu í mig í síma: 867-4195 eða sendu mér mail á hallagud@hotmail.com og ég sendi þér frekari upplýsingar. www.blomalfur.is kíktu á nýju heimasíðuna.... góða skemmtun..

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.