Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 16

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 16
16 Vesturbæjarblaðið ÁGÚST 2007 Bernskuminningar úr Vesturbænum „Vesturbærinn heimur sem kynslóðir hlóðu” Ég hef búið í Vesturbænum alla mína ævi fyrir utan þau ár sem ég hef dvalist erlend- is. Ég er bundin Vesturbænum svo sterkum böndum að ég líki þeim við átthagafjötra. Reykja- vík bernsku minnar náði að Elliðaánum en fjölskylda mín bjó í gamla Vesturbæn- um, sem nú er 101 Reykjavík, og í Hlíðunum. Þá voru enn bændabýli í Reykjavík, eins og á Klambratúni sem nú heitir Miklatún. Ég fæddist á Landspítlanum 17. apríl 1944, tveimur mánuð- um áður en lýðveldið var stofn- að. Foreldrar mínir, Auður Jón- asdóttir og Steinþór Sigurðsson, leigðu þá íbúð á Ásvallagötu 11 og Sigurður bróðir minn var fjögurra ára gamall. Þaðan eru mínar fyrstu bernskuminning- ar. Pabbi var framkvæmdastjóri Atvinnudeildar Háskólans og var mikið á ferðalagi. Ég man eft- ir ferðaútbúnaði í stofunni, sem var eins og fjall í mínum aug- um. Á þessum árum var farið að taka kvikmyndir í lit og varð- veist hefur meðal annars mynd- skeið úr þriggja ára afmæli mínu. Á horninu á Ásvallagötu og Ljósvallagötu var verslun- in Brekka, en rétt hinum meg- in við hornið á Ljósvallagötu 8 bjó Gerður móðursystir mín og fjölskylda hennar. Húsin við þessar götur mynda mjög sér- stakan bakgarð. Skammt frá, á Hávallagötu 24, bjuggu amma og afi, Guðrún Stefánsdóttir og Jónas Jónsson, og kölluðu hús- ið Hamragarða. Mikill kærleikur og samgangur var á milli þess- ara heimila og í mínum huga var þetta ein fjölskylda. Jólin héldum við hátíðleg öll saman hjá ömmu og afa. Pabbi dó af slysförum í Heklugosinu þeg- ar ég var þriggja ára og bróðir minn sjö og þá kom sér vel fyrir móður mína og okkur systkinin að eiga góða að. Leikskólavist í Tjarnarborg Á þessum árum var leikskól- inn Tjarnarborg tekinn til starfa og varð leikskólavist mín fyrsta skólaganga. Ég man enn eftir lyktinni í Tjarnarborg og þar dáðist ég fyrst að mynd sem sett hafði verið á vegg eftir dreng á leikskólanum. Reyndar var ég ekkert sérlega ánægð á leikskólanum og strauk þaðan nokkrum sinnum. Gerður móðursysir mín og fjölskylda hennar flutti í Máva- hlíð 44 nokkru eftir lát pabba og þá fluttum við á Ljósvallagötu 8 og þar liðu að mestu bernsku- dagar mínir við gamla kirkju- garðinn. Ég sat oft við gluggann og horfði yfir kirkjugarðinn og Þingholtin. Leið 1 gekk þá eftir Ljósvallagötunni á tíu mínútna fresti. Þórbergur Þórðarson var einn þeirra sem ég sá oft á gangi með montprik í hendi, hann bjó á Hringbrautinni. Amma kenndi mér að lesa og byrjaði á ævintýrinu um Litlu hafmeyjuna eftir H.C. Andersen. Síðan þá hafa þessi ævintýri skipað sérstakan sess í huga mínum. Svo var ég send sex ára í tímakennslu til Sigríðar á Hring- brautinni. Þar sátu börnin stillt og prúð við borð og við lásum söguna um Litlu gulu hænuna. Næsta vetur lá leiðin í Melaskól- ann sem þá var nýr skóli. Nem- endum var skipað í bekki eftir lestrarkunnáttu. Ég á margar bjartar endurminningar úr Mela- skóla. Skólinn er svo stór þáttur í lífi barna. Í Melaskóla ríkti góð- ur andi, kennarar voru frábærir, eins og Hróðmar Margeirsson sem var bekkjarkennari okkar í fimm vetur, og mér þótti gaman að læra. Ég eignaðist skemmti- legar vinkonur og er þar helstar að telja Hrefnu Kristmannsdótt- ur, Margréti Georgsdóttur og Vil- borgu Bjarnadóttur. Á þessum árum las ég mikið og fékk oft bækur lánaðar á Bæjarbókasafn- inu, en aðalsafnið var þá í Þing- holtunum. Mamma átti Willys jeppa Bílar í Reykjavík voru ekki margir þá en mamma átti Willys jeppa sem hún notaði eingöngu að sumarlagi. Fjölskyldan átti sumarbústað á Reykjum í Ölfusi sem nefndur var Fífilbrekka. Þar vorum við sem börn en sein- na í sveit eins og þá tíðkaðist. Ennfremur urðu ferðalög um byggðir og óbyggðir stór hluti af lífi mínu allt frá bernsku. - En alltaf var jafngott að koma heim - í Vesturbæinn, því “...sjálfur er vesturbærinn/ heimur, sem kynslóðir hlóðu, /með sálir, sem syrgja og gleðjast...”, eins og Tómas Guðmundsson segir í yndislegu kvæði sínu um vor- kvöld í vesturbænum. Með fjölskyldunni. Móðir mín Auður Jónasdóttir, faðir minn Steinþór Sigurðsson, bróðir minn Sigurður og ég. Gerður Steinþórsdóttir. Á ferðalag, og auðvitað á Willysnum. Gerður Steinþórsdóttir er fædd á Landspítalanum tveimur mánuðum áður en lýðveldið var stofnað. Hún hefur búið í Vesturbænum alla sína ævi að undanteknum nokkrum tíma erlendis. Þrjár kynslóðir, ég, amma mín Guðrún Stefánsdóttir og mamma, Auður Jónasdóttir. 12 ára C í Melaskóla vorið 1957.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.