Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 5

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 5
5VesturbæjarblaðiðÁGÚST 2007 Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar til Svíþjóðar Lárus Halldór Grímsson, stjórnandi Skólaljómsveitar Vest- urbæjar og Miðbæjar, segir að það hafi verið vaknað ótrúlega snemma miðvikudaginn 20. júní sl., en skólahljómsveitin var þá að leggja í ferð til Svíþjóðar sem allur hópurinn hlakkaði mikið til. Flugið var kl. 07.00, svo unga tónlistarfólkið varð að vakna kl. 03.00 þann daginn. Flogið var beint til Gautaborgar og farið þaðan til Tjörn, en það er eyja í skerjagarðinum, klukkutíma akstur norðan við Gautaborg. Þar var hljómsveitin fram á sunnudag og kom fram á Jónsmessuhátíð á föstudeginum. Veðrið var þokka- legt en rigningin var mest þegar hljómsveitin kom fram á Jóns- messuhátíðinni. Lárus stjórnandi segir aldrei hafa staðið í annari eins rigningu um ævina og þann dag. “Það gafst tími til að fara á ströndina í tvo daga meðan dvalið var á Tjörn,” segir Lárus Halldór. “Sjórinn var nokkuð kaldur en það er eins og venjulega, bara rétt fyrstu mínúturnar svo er þetta ekkert mál. Þeir hugrökkustu fengu hvatningu í að vera fyrstir til að hoppa af háum stökkpöllum í sjóinn, einn ís fyrir 1,5 metra pall- inn, tveir ísar fyrir 3 metra pallinn og þrír ísar fyrir 5 metra pallinn, allt á kostnað stjórnandans, sem varð nokkrum ísum fátækari þann daginn. Krabbaveiði var sérstak- lega vinsæl í strandferðinni og veiddist best á rækju. Þegar til Gautaborgar var komið var gist í Tekniska Vuxengymnasi- et. Hljómsveitin spilaði í Liseberg skemmtigarðinum og fyrir framan Stora Teater sem stendur við aðal göngugötu bæjarins. Einn dagur var valinn til að vera dagurinn í Liseberg skemmtigarðinum. Þar fengu nokkrir í magann eða rétt- ara sagt úr maganum í hrikaleg- ustu tækjunum. Gautaborgarfestivalið er sér- staklega vel skipulögð og fjöl- menn tónlistarhátíð. Að þessu sinni tóku þátt rúmlega 40 tón- listarhópar, þar af var einn kór og þrjár skólahljómsveitir frá Íslandi. Meðan hátíðin stendur yfir æfir sérstök hátíðarhljómsveit sem kemur fram á lokatónleikum hátíð- arinnar. Nokkrir af meðlimum S.V. gafst kostur á að vera í þess- ari hljómsveit en þau voru einu Íslendingarnir sem voru með að þessu sinni. Þeir sem héldu utan um æfingar voru meðlimir hljóm- sveitarinnar Funky Butt, sem eru allir mjög þekktir kennarar og hljóðfæraleikarar. Öll lögin sem nemendur æfa með hátíðarhljóm- sveitinni eru æfð utanbókar, það gekk alveg ótrúlega vel að kenna þeim fjögur lög á þremur stuttum æfingum. Eftir hátíðina var ekið til Kaupmannahafnar og flogið það- an heim til Íslands,” segir Lárus Halldór Grímsson stjórnandi. Mikil aðsókn nýrra nema Mikil aðsókn er í Skólahljóm- sveit Vesturbæjar og Miðbæjar þetta árið. Umsóknir nýrra nem- enda hafa aldrei verið eins marg- ar og í ár, eða vel á annað hund- rað. Því miður komast miklu færri að en vilja en í mesta lagi 30 nýjir meðlimir eru teknir inn á hverju ári. Það er því mjög aðkallandi að borgaryfirvöld veiti meira fjár- magn til þessarar starfsemi. Öll síðastliðin ár hafa umsóknir verið rétt undir hundrað en fóru í fyrra yfir hundraðið. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu á Jónsmessunni og allar regnhlífar vel þegnar. N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÆKTU UM VIÐSKIPTA- OGSAFNKORT Á WWW.N1.IS ER BÍLLINN KLÁR Í FRÍIÐ? ALLT A Ð 10% A FSLÁTT UR! Safnko rtshafa r fá 3% afslátt í form i punk ta. Viðskip takorts hafar f á 7% a fslátt, auk 3% í form i Safnk orts- punkta – sam tals 10% af slátt. Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjólbarðaþjónustu N1, Ægisíðu 102 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið. Hjólbarðaþjónusta N1, Ægisíðu 102, Reykjavík, sími 552 3470 ................. en svo stytti upp. Laugardaginn 1. september nk. verður haldin hlaupahátíð Vesturbæjar í fyrsta skipti. Það er samstarfsverkefni Vesturbæj- arlaugar og “Hlaupasamtaka lýðveldisins”, stundum nefnd- ur prófessoraklúbburinn, sem á hverjum mánudegi, miðviku- degi, föstudegi og sunnudegi hlaupa frá lauginni. Þetta er um 40 manna hópur sem í er fólk sem hleypur mjög misjafnlega langt, eða frá 6 km upp í 20 km, allt eftir getu og vilja. Verndari hátíðarinnar er Guðrún Arna Gylfadóttir framkvæmdastjóri Vesturbæjarlaugar. Hátíðin hefst kl. 14:00. Þá verða hlaupin nokkur hlaup, mislöng og án tímatöku, flest fyrir börn á ólík- um aldri og það lengsta 10 km. Þau eru hugsuð sem fyrsta æfing vetrarins. Hverju hlaupi stjórnar reyndur hlaupari. Að loknum hlaupunum verður hátíð við sundlaugina, veisluborð í boði Melabúðarinnar og jafnvel skemmtiatriði, í það minnsta er öruggt að það verður tónlist, ekki ósennilega lifandi tónlist. Hátíð- ina setur forseti Hlaupasamtak- anna, Vilhjálmur Bjarnason, en kynnir verður Ágúst Kvaran, einn merkasti langhlaupari þjóðarinn- ar. Frítt verður í Vesturbæjarlaug þennan dag fyrir alla gesti vegna hátíðarinnar, svo nú er um að gera að drífa sig. Stuðningsaðil- ar verða Melabúðin, Vesturberg og jafnvel fleiri, (væntanlega Egill Skallagrímsson). Á hátíðinni verð- ur kynntur nýr hlaupaþjálfari við Vesturbæjarlaug sem ÍTR leggur Vesturbæingum til og fer hann þar á sína fyrstu æfingu. Jafnframt verður vetrarstarfið kynnt og fyrir- hugað félagsstarf á vegum Hlaupa- samtakanna á komandi máuðum. Vilhjálmur Bjarnason, formað- ur Hlaupasamtakanna, segir að samtökin séu stjórnlaust lýðveldi, þar ráði allir eða engir, bara eftir smekk hvers og eins. Sunnudags- hlaupin hafi þá sérstöðu, oftast, að þá er hlaupin afslappaður borg- arhringur en öllum hlaupum ljúki með laugarferð, aðallega setu í heita pottinum þar sem allt og ekkert sé til umræðu. Nauðsyn- legt sé þar að vera með svívirðing- ar og skæting, svona eftir smekk hvers og eins! Fyrsta hlaupahátíð Vesturbæjar verður við Vesturbæjarlaug Hluti af meðlimum Hlaupasamtaka lýðveldisins.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.