Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 18

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 18
Í ODDA, Háskóla Íslands, starfar tungumálaskóli sem hef- ur markað sér stöðu í tungumála- kennslu hér á landi. Skólinn heit- ir LINGVA og þar eru haldin mán- aðarnámskeið í talmáli margra tungumála. Námskeiðin miða að því að uppfræða fólk nægi- lega svo það geti bjargað sér á erlendri grundu til skamms eða lengri tíma. Einnig eru námskeið- in hugsuð sem þjálfun í talmáli fyrir alla, sem hafa á sínum tíma lært tungumál í skóla á yngri árum en vilja rifja upp mennta- skólakunnáttu og þjálfa talmál. „Lingva-námskeiðin hafa verið fjölmenn og skemmtileg, kennsla er lifandi, nemendur læra strax að tjá sig og bjarga sér á framandi tungumálum. Mánaðarnámskeið- in höfða líka til þeirra sem ekki vilja leggja á sig þá vinnu sem þarf í stíft málfræðinám,” segir Paolo Turchi skólastjóri. „Nem- endur eru ánægðir í kennslutím- um og segjast læra nægilega mik- ið á einum mánuði til að bjarga sér í sumarfríi erlendis. Við höf- um frábært starfslið og mórall- inn í skólanum er mjög góður. “Á haustönn 2007 eru kennd ítalska, spænska, enska, þýska, franska, portúgalska, japanska og danska. Kennt er tvisvar í viku í fjórar vik- ur, tvær kennslustundir í senn. Síðast en ekki síst ætlar skól- inn svo að halda áfram íslensku- kennslu fyrir útlendinga. Paolo hvetur Íslendinga til þess að greina vinum sínum, sem eru af erlendu bergi brotnir, frá þessum íslenskuámskeiðum. Fyrsta september nk. verður opið hús hjá LINGVA í ODDA, Háskóla Íslands, þar sem kenn- arar taka á móti gestum og gang- andi og boðið verður upp á létta dagskrá frá kl. 13 -17 með víns- mökkun að hætti Miðjarðarhafs- ins, léttum veitingum, fræðslu um tungumálakennslu, gjöfum og ferðavinningum. Skráning á námskeið LINGVA er í fullum gangi. Nánari uppl. má fá á www.lingva.is eða í síma 561-0315/ 663-7163. Venjulegt verð fyrir námskeið er 30.000 krónur. 18 Vesturbæjarblaðið ÁGÚST 2007 Ý M I S Þ J Ó N U S T A Hreinsum allan fatnað, sængur, millidýnur og gardínur á athyglisverðu verði. EFNALAUGIN DRÍFA Hringbraut 119 • Rvk. ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Skemmtileg tungumálanámskeið “Við höfum frábært starfslið” seg- ir Paolo Turchi skólastjori Lingva. ����������� �������������������� ��������������������� ����� ������ �� ����������� BYKO-kofar risu um allt land Fjöldi barna um land allt vann hörðum höndum að því að reisa kofa og smíða kassabíla í sum- ar. Þau voru þátttakendur í kofa og kassabílaleik BYKO sem sett- ur var af stað í upphafi sumars og lauk 8. ágúst sl. Krakkar út um allt land voru duglegir sól- ardagana við að smíða kofa og kassabíla. Þetta sást ekki hvað síst á góðum viðbrögðum barna og forráðamanna þeirra við ákalli BYKO um að ráðist yrði í umfangsmiklar byggingafram- kvæmdir í kofa- eða kassabíla- gerð. Um miðjan ágúst verða síðan dregnir út tveir heppnir krakkar, sem hljóta fjölskyldu- ferð í Tívolí til Kaupmannahafn- ar að launum fyrir vel smíðuð meistarastykki. “Leikurinn fékk ótrúlega góðar viðtökur um land allt, meðal bæði barna og foreldra,” segir Jón Hauk- ur Baldvinsson, markaðsstjóri BYKO. “Við vorum með sérstaka pakka í öllum verslunum okkar, með öllu því helsta efni sem til þarf í annars vegar kofasmíðina og hins vegar kassabílagerðina. Þetta ásamt leiðbeiningum sem lágu frammi hjá okkur hreinlega runnu út eins og heitar lummur.” Þetta framtak var hugsað til þess að hvetja unga krakka til þess að leika sér úti í sumar um leið og kofasmíðalistin, sem virð- ist hafa verið á undanhaldi síð- ustu árin, væri endurvakin. Einfalt og skemmtilegt Leikreglurnar voru einfaldar: Allir krakkar, 15 ára og yngri gátu tekið þátt. Að sjálfsögðu máttu foreldrar og systkini hjálpa til en þó var mælst til þess að aðstoð þeirra fælist einkum í hvatningu og tæknilegum ráðleggingum. Eng- in takmörk voru að fjölda þeirra sem stóðu að baki hverjum kofa eða kassabíl, og valdi þá hópur- inn sér bara nafn fyrir keppnina. Úrslit verða kynnt um miðjan mánuðinn og hljóta sigurvegara í báðum flokkum fjölskylduferð í tívolí til Kaupmannahafnar. Aðrir vinninghafa hljóta vöruúttekt hjá BYKO að launum. Til þess að gera þetta eins einfalt og kostur var buðu verslanir BYKO allt nauð- synlegt efni fyrir smíðina á einum stað. Fjöldi BYKO-kofa reis á lóð Melaskólaskóla í sumar. Þessi ungi herra var býsna stoltur af kofanum sínum, og mátti vera það. Væntanleg fermingarbörn í Neskirkju á sumarnámskeiði Nær eitthundrað ungmenni hafa notið fermingarfræðslu á sumarnámskeiði í Nes- kirkju að undanförnu. Ung- mennin hafa unnið verkefni, horft á kvikmynd, rætt um trúna og gildin í lífinu. Meðal annars vitjuðu þau drauma sinna og skráðu þá á blað. Síðasta sunnudag voru draumar ungmennanna rædd- ir í prédikun og fyrir þeim var beðið. Væntanleg ferm- ingarbörn gengu til altaris í fyrsta sinn og var foreldrum, aðstandendum, þ.m.t. guð- mæðrum og guðfeðrum, boð- ið að taka þátt í þessari veislu himinsins. Mikill hugur var í þeim ung- lingum sem blaðamaður hitti í síðustu viku og sýnilegt að þau taka fermingarfræðsluna föstum tökum. Það er jú líka tilgangurinn með fermingar- fræðslunni. Hópurinn staddur á Hagatorgi. Málaskólinn Lingva ehf. Odda, Háskóla Íslands borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.