Fréttatíminn - 10.07.2015, Page 42
42 heilsa Helgin 10.-12. júlí 2015
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
Heimagerður djús
í stað gosdrykkja
Auk þess að bæta á okkur auka-
kílóum og vera algjör skaðvald-
ur fyrir tannheilsu eykur neysla
gosdrykkja líkur á sykursýki 2,
hjartasjúkdómum og öðrum
heilsufarslegum kvillum. Gos-
drykkir eru líka rándýrir svo
langbest er að sleppa þeim
alveg. Mun betri lausn er að
gera sína eigin ljúffengu drykki
þegar mann langar í eitthvað
bragðmeira en vatn að drekka.
Hér á eftir fara þrjár uppskriftir
að svalandi sumardrykkjum
sem innihalda lítið magn af
hunangi í stað sykurs og bjóða
upp á einstakt bragð sem ekki
verður keypt í búðunum.
Jurtalímónaði
Þetta er klassískt límonaði með
aðeins þroskaðara bragði. Það er gott
að nota ferska basilíku eða timjan en
best er að nota bara það sem er til
ferskt í eldhúsglugganum.
1 sítróna
2 tsk hunang
2 fersk basillauf eða ein grein af
timjan
Sódavatn
Skerðu sítrónuna í tvennt og settu í
botninn á stóru glasi með hunanginu
og jurtinni. Hrærðu vel saman með
skeið og fylltu svo glasið með sóda-
vatni.
Engifersóda
Engifersíróp er eitthvað sem ætti að
vera til á öllum heimilum, hvort sem
er til að blanda út í heitt vatn um
vetur eða út í sódavatn með klaka um
sumar til að gera ferskt engiferöl. Það
er hressandi, bragðgott og fallegt að
skera jarðarber út í ölið.
4 cm af ferskum engifer
4 bollar vatn
1/2 bolli hunang
Jarðarber
Skelltu engifer, hunangi og vatni
á pönnu og láttu malla í u.þ.b. 30
mínútur eða þar til um helmingur
vatnsins hefur gufað upp. Leyfðu
sírópinu að kólna, skelltu því í krukku
í kæliskápinn þar sem það geymist
í 2 vikur. Blandaðu við sódavatn og
skerðu jarðarber út í svaladrykkinn.
Lavenderhressing
1/2 bolli hunang
1 bolli vatn
1 tsk þurrkað lavender
Settu vatnið, hunangið og laven-
derið í pott og leyfðu því að sjóða við
hægan hita í klukkutíma. Þessu er
svo blandað við vatn eða sódavatn.
Sírópið geymist í 2 vikur í kæliskáp.