Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 42
42 heilsa Helgin 10.-12. júlí 2015 Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af Heimagerður djús í stað gosdrykkja Auk þess að bæta á okkur auka- kílóum og vera algjör skaðvald- ur fyrir tannheilsu eykur neysla gosdrykkja líkur á sykursýki 2, hjartasjúkdómum og öðrum heilsufarslegum kvillum. Gos- drykkir eru líka rándýrir svo langbest er að sleppa þeim alveg. Mun betri lausn er að gera sína eigin ljúffengu drykki þegar mann langar í eitthvað bragðmeira en vatn að drekka. Hér á eftir fara þrjár uppskriftir að svalandi sumardrykkjum sem innihalda lítið magn af hunangi í stað sykurs og bjóða upp á einstakt bragð sem ekki verður keypt í búðunum. Jurtalímónaði Þetta er klassískt límonaði með aðeins þroskaðara bragði. Það er gott að nota ferska basilíku eða timjan en best er að nota bara það sem er til ferskt í eldhúsglugganum. 1 sítróna 2 tsk hunang 2 fersk basillauf eða ein grein af timjan Sódavatn Skerðu sítrónuna í tvennt og settu í botninn á stóru glasi með hunanginu og jurtinni. Hrærðu vel saman með skeið og fylltu svo glasið með sóda- vatni. Engifersóda Engifersíróp er eitthvað sem ætti að vera til á öllum heimilum, hvort sem er til að blanda út í heitt vatn um vetur eða út í sódavatn með klaka um sumar til að gera ferskt engiferöl. Það er hressandi, bragðgott og fallegt að skera jarðarber út í ölið. 4 cm af ferskum engifer 4 bollar vatn 1/2 bolli hunang Jarðarber Skelltu engifer, hunangi og vatni á pönnu og láttu malla í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til um helmingur vatnsins hefur gufað upp. Leyfðu sírópinu að kólna, skelltu því í krukku í kæliskápinn þar sem það geymist í 2 vikur. Blandaðu við sódavatn og skerðu jarðarber út í svaladrykkinn. Lavenderhressing 1/2 bolli hunang 1 bolli vatn 1 tsk þurrkað lavender Settu vatnið, hunangið og laven- derið í pott og leyfðu því að sjóða við hægan hita í klukkutíma. Þessu er svo blandað við vatn eða sódavatn. Sírópið geymist í 2 vikur í kæliskáp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.