Allt um íþróttir - 01.07.1950, Side 3

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Side 3
ALLTUM ÍÞRÓTTIR TÍMARIT UM INNLENDAR DG ERLENDAR ÍÞRDTTIR RITSTJÓRAR : RAGNAR INGDLFSSON □ G ÖRN EIOSSDN ÁBYRGÐARMAÐUR: GÍSLI ÁSMUNDSSGN 1. HEFTI JLJLÍ, 195D 1. ÁRG. UTANÁSKRIFT: TÍMARITIÐ ÍÞRDTTIR. VÍÐIMEL 31 SÍMI: 5□ 55 - KL. 9-11 ÁRD. - Afrek íslenzkra íþróttamanna undanfarin ár og þó einkum hið síðasta og það sem liðið er af þessu, hafa verið ærið umræðuefni meðal almennings hér. Er það að vísu ekki furðulegt, þar sem frammi- staða þeirra hefur verið með mikl- um ágætum og sér í lagi erlendis, en þar hafa þeir varpað ljóma yf- ir land og þjóð, sem lengi mun í minnum haft. Erlendis, sem hér, eru íþrótta- mót snar þáttur í skemmtanalífi almennings og að allra áliti holl- ustu skemmtanimar. Verður ekki annað hægt að segja, en að íslend- ingar séu orðnir mjög íþróttasinn- uð þjóð og taki af lífi og sál þátt í sigrum og ósigrum fulltrúa sinna á íþróttaleikvanginum. Og það er einmitt leiðin til þess að skapa mikla afreksmenn á þessu sviði. Þróun og framgangur íþróttamál- anna byggist og á því, að almenn- ingur skilji hlutverk sitt og geri allt, sem í hans valdi stendur til þess að hlúa að íþróttahreyfing- unni, þeim ' menningarauka, sem hver og ein þjóð getur verið stolt af að búa yfir. Gildi íþróttanna þekkja allir og þarf ekki lengur að eyða orðum um það. Aftur á móti eru margir, sem ekki kunna að meta leiki iþróttamannanna, en einmitt leik- imir em stærsti þáttur íþróttalífs- ins. Vel þjálfaðir menn reyna með sér á margs konar hátt og er geta þeirra og hæfni auðvitað ærið mis- jöfn. Æðsta þrá þeirra er að verða samkeppnisfærir á erlendum vett- vangi og komist þeir á það stig, taka þeir þátt í keppnum sem fulltrúar sinnar þjóðar. Til þess að hafa gaman af þeim keppnum, verður almenningur að hafa greiðan aðgang að upplýsing- um um getu erlendra íþróttamanna og geta þannig borið saman við árangra sinna eigin manna og kunna ennfremur skil á góðum ár- angri og vondum. Það þarf varla að taka það fram, að þetta rit er sprottið upp úr þeim jarðvegi. Það þarf að flytja Frh. á 2. kápusíðu. IÞRÓTTIR 3

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.