Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 7

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 7
KNATTSPYRNA: K. R. Islandsmeistari 1950. Fram efst eftir fyrri umferð Rvíkur-mótsins. Snemma í vor bentu allar líkur til, að yfirstandandi leiktímabil yrði eitt hið viðburðaríkasta, því að þá höfðu verið lögð drög að þremur erléndum heimsóknum. Því miður hefur ein heimsóknin fallið niður, koma þýzku liðanna á vegum Fram og Víkings, en fyr- ir dyrum standa heimsóknir 2ja danskra liða, Kaupmannahafnar- liðsins KFUM á vegum Vals og úrvalsliðs knattspymusambands Sjálands (SBU). í vetur var samþykkt nýtt fyr- irkomulag allra Reykjavíkurmót- anna. Var ákveðið að meistara- flokksleikir skyldu fara fram á laugardögum, hvernig sem viðr- aði að heita má, til þess að trufla sem minnst æfingar félaganna, sem flest eða öll höfðu fengið dýra þjálfara, sem ekki mundu nýtast til fulls, ef æfingakvöld yrðu not- uð til leikja. Þetta hefur einnig orðið til þess að aðsókn hefur orð- ið töluvert meiri en líkur eru til að ella hefði orðið og verið hefur undanfarin ár. Fyrri umferð Reykjavíkurmóts- ins hófst með leik KR og Víkings 23. apríl í blíðskaparveðri. Eftir jafnan fyrri hálfleik (1:1) náði KR yfirhöndinni og skoraði 4 mörk. Lið Víkinga hafði ekki út- hald í fullan leik, en KR-ingar voru í góðri æfingu og réð það bagga- muninn. Annar leikurinn var milli Vals og Fram. Var það eina sinnið, sem veðrið lék ekki við leikmenn, en meðan á leiknum stóð var rok og slydda. Leikurinn var heldur þóf- kenndur, sem ekki er undarlegt, þegar tekið er tillit til aðstæðna. Um miðjan síðari hálfleik skoraði Fram eina mark leiksins. KR og Valur léku þriðja leikinn í ágætu veðri 6. maí. Valur hélt uppi nokkurri sókn í fyrri hálf- leik, en tókst ekki að finna net andstæðinganna, en í síðari hálf- leik skipti algerlega um, því að þá lék KR vörn Vals sundur og saman og skoraði 4 sinnum. Fjórði leikurinn varð enn markaríkari en fyrsti leikurinn, því að í honum tókst Fram að koma knettinum 6 sinnum í netið hjá Víking, sem ekki tókst að svara fyrir sig nema einu sinni. Fimmti leikurinn var eiginlega úrslitaleikur umferðarinnar og getur haft úrslitaáhrif á endanleg úrslit mótsins, því að keppinaut- amir voru ósigraðir. í fyrri hálf- leik skoraði KR eitt mark, en í síðari hálfleik tókst Fram að skora tvisvar og stendur því betur að vígi í haust, þegar síðari umferð- in hefst. IÞRÖTTIR 7

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.