Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 8

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 8
í sjötta leiknum tókst Val að sigra Víking með einu marki gegn engu og ýtti Víking niður í neðsta sætið. Eftir fyrri umferðina er röðin: L U J T Mörk St. Fram 3 3 0 0 9—2 6 KR 3 2 0 1 10—3 4 Valur 3 1 0 2 1—5 2 Víkingur 3 0 0 3 2—12 0 Fram-liðið byrjaði umferðina heldur lélega undirbúið, úthaldinu var mjög ábótavant. Liðið var ekki komið í verulega æfingu fyrr en í leiknum gegn KR. Þessu var annan veg farið með KR-inga, því að þeir voru í beztri æfingu síðari helming apríl og framan af maí, en þá fór að draga af þeim og gekk illa að „finna“ samleikinn, sem færði þeim sigurinn yfir Val. Það eru því miklar líkur til, að leik Fram og KR hefði lyktað á annan veg, hefðu félögin mætzt snemma í umferðinni. Valur náði sér aldrei á strik, liðinu var í sí- fellu breytt, til að finna árangurs- ríka samstæðu, en allt virtist koma fyrir ekki. Enn sem fyrr virðist Víking ganga illa að setja bætur á götin, sem undanfarið hafa ver- ið á liðinu, og fyrr en það hefur tekizt, eru litlar líkur til að þar rofi til. Aðeins þremur dögum eftir síð- asta leik Reykjavíkurmótsins hófst svo ÍSLANDSMÓTIÐ með leik milli Fram (0) 0 — ÍA (0) 0. Veður var heldur leiðinlegt, hvasst og rigning. Leikurinn var f jörugur og skemmtilegur, og kom mönnum geta Akurnesinga mjög á óvart. Veðrið var þeim í hag, því að þótt Fram hafi undanfarið átt skilið viðurnefnið „Börn óveð- ursins' fyrir gengi sitt í leikjum í hvassviðri, tókst þeim aldrei að ná verulegum samleik, sem virð- ist eina ráðið til að sigrast á hinu unga, en kraftmikla og harða liði ÍA. KR (1) 2 — Víkingur (2) 2 Um það bil sem leikurinn hófst, var veðurhæðin á íþróttavellinum um 6 vindstig. Það var því engin furða, þótt þessi leikur fyllti flokk þeirra lélegri, sem sézt hafa hér í vor. Með Víking lék nú Kristján Ólafsson, sem áður lék með Fram, og hafði hann mjög truflandi áhrif á leik KR. Bjarni Guðnason og Sigurður Jónsson skoruðu fyrir Víking, en Hörður Óskarsson og Steinar Þorsteinsson fyrir KR. Valur (2) 2 — ÍA (1) 2 Valur hóf leikinn eins og geng- ið skyldi strax í upphafi milli bols og höfuðs á Skagamönnum, en vörn þeirra er sterk og tókst henni að halda skotmönnum Vals í skefj- um. En þá vildu þau óhöpp til, að hægri bakvörðurinn skoraði tvö sjálfsmörk, en undir hléið tókst miðframherja Þórði Þórðarsyni að minnka muninn. Allan síðari hálf- leikinn hélt ÍA uppi látlausri sókn, en tókst ekki að jafna fyrr en 7 mín. fyrir lok (Pétur Georgsson). 8 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.