Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 10

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 10
KR (1) 1 — Fram (0) 0 Fyrir þennan síðasta leik móts- ins stóðu leikar þannig, að Fram hafði 5 stig, KR 4. Nægði Fram því jafntefli til að stöðva KR. Veður var ekki gott til knatt- spymukeppni, norðan strekkingur og kuldi. KR lék fyrst undan og tókst eftir hálfrar stundar leik að skora. Gerði það Hörður Óskars- son. í síðari hálfleik náði Fram síðan yfirtökum, en alltaf voru örlagaríkir, þýðingarmiklir sentí- metrar á milli bikarsins og ósig- ursins. KR tókst að halda út, eink- um með því að spyrna út af, til að draga tímann á langinn (þessi leikur var ekki frábrugðinn úr- slitaleik íslandsmótsins 1941 að öðru leyti en því, að andstæðingar KR léku nú í bláum peysum, en þá voru þær rauðar, svo keimlíkir eru leikimir. Þetta er 13. sinnið, sem KR hreppir titilinn. Fram hef- ur einnig unnið hann 13 sinnum, Valur 11 sinnum og Víkingur 2. Lokastaða mótsins: L U J T Mörk St. KR 4 2 2 0 7—3 6 Fram 4 2 1 1 8—4 5 ÍA 4 0 3 1 6—7 3 Víkingur 4 1 1 2 8—11 3 Valur 4 1 1 2 5—9 —s— 3 Ulrich Jonath. Rabbað við þýzkan íþróttamann. Þýzki íþróttaþjálfarinn og frjálsíþróttamaðurinn Ulrich Jon- ath hefur dvalizt hér á landi s.l. fimm vikur á vegum ÍR. Jonath er yfirlætislaus og prúður og ber það með sér, að hann er sannur íþróttamaður. Jonath er aðeins 24 ára gamall, fæddur og uppalinn í borginni Hamm í Vestur-Þýzka- landi, sem er álíka stór og Reykja- vík. Hann hefur stundað nám við íþróttaháskólann í Köln s.l. þrjú ár og tók mjög gott próf þaðan. Síðan hefur hann verið þjálfari og haft undir sinni handleiðslu eins fræga hlaupara og Lickes, Kremer og Pesch, en þeir hafa hlaupið 100 m. á 10.4 og 10.5 sek. Blaðið átti stutt viðtal við Jonath fyrir skemmstu og fer það hér á eftir: — Hvernig lízt þér á ísland og íslendinga? 10 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.