Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 14

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 14
Danir biðu ósigur fyrir fslendingum í FRJÁLSÍÞRÓTTUM Huseby 48,62. og 16,25. — Skúli 1,96. — Schibsbye fyrstur í 100 m. Pétur Einarsson vakti mesta athygli. Önnur milliríkjakeppnin, sem ís- lendingar þreyta í frjálsíþróttum, fór fram á íþróttavellinum á Mel- unum 3. og 4. júlí s.l. Keppt var við Dani og eins og alþjóð er nú kunnugt, báru íslend- ingar sigur úr býtum með 108 stigum gegn 90 stigum Dana. Eftir setningarathöfnina hófst sjálf keppnin, en hún var frá upp- hafi mjög jöfn og tvísýn. Fyrsta grein fyrri dagsins var 400 m. grindahlaup, en þar unnu Danir tvöfaldan sigur eins og flest- ir bjuggust við. Ingi sýndi þó góð tilþrif. 100 metra hlaupið var mikið „drama“ fyrir okkur íslendinga, en þar sigraði Schibsby. Hann náði langbeztu viðbragði og hélt for- ustunni alla leið í mark. Kringlukastið var mjög tauga- æsandi og virtist sem Huseby ætl- aði að tapa fyrir hinum bráðefni- lega J. M. Plum, sem tvívegis sló danska metið. En í síðasta kasti tókst Huseby að ná forustunni á sínu alkunna keppnisskapi. Það var gaman, þegar 400 m. 14 hlaupið fór fram, en í því sigruðu Guðmundur og Ásmundur með yf- irburðum. Fæstir bjuggust við keppni milli Islendinga og Dana í 1500 m., en Pétur Einarsson, okkar nýi „Ósk- ar“, gerði þá keppni ógleyman- lega, þó að ekki tækist honum að „kljúfa“ Danina. Hann bætti sinn bezta árangur um 5,4 sek. og hefði áreiðanlega farið langt undir 4 mín. við betri veðurskilyrði. Stangarstökkið var sérstaklega tvísýnt og um tíma leit út fyrir danskan sigur, en Torfa tókst að bjarga því á síðustu stundu. Sleggjukastið var algjör sýn- ingargrein hjá Dönunum. Nú var í fyrsta sinn notað svokallað „búr“ fyrir sleggjakastarana. íslendingar unnu óvæntan en verðskuldaðan sigur í þrístökkinu, því að þeir yoru mikið betri. Stef- án hefur sama og ekkert æft, og er árangur hans því sérstakur. Boðhlaup 4X100 m. vann sveit íslands, þrátt fyrir frekar lélegar skiptingar. Eins og úrslit einstakra greina IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.