Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 6

Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 6
ANNAR DAGUR E.M. í BROSSEL: Haukur varð 5. í 100 m. — Guð- mundur hljóp 400 m. á 48.0 sek. og setti glæsilegt met. — Örn var fyrstur eftir fyrri daginn í tug- þraut. Clausen-bræOur Það var mikið um að vera í dag og íslendingar geta verið ánægðir með sinn skerf. Undanúrslitin í 100 m. voru mjög jöfn og ekki munaði miklu, að ísland fengi tvo menn í úrslit. Finnbjöm hljóp í 1. riðli og náði góðu viðbragði eins og endranær, en úthaldið var ekki nóg; Júgóslavinn Percelj var harð- ari á síðustu metrunum. Haukur lenti í mjög hættulegum félags- skap: Bally, Sucharev, Grieve. Þetta verður erfitt. En Haukur er ekki á sama máli, því að hann varð 3. í mark og vann m. a. Grieve, er fékk 10.6 í gær. Laglega af sér vikið. Takmarkinu var náð. ísland á einn af sex beztu spretthlaupur- um álfunnar. Úrslitaspretturinn var mjög jafn og varð mynd að skera úr um röð keppendanna. í 110 m. grindahlaupi var mjög skemmtileg keppni milli Marie og Lundberg, sem lauk með sigri þess fyrrnefnda, en hann er sérstaklega glæsilegur íþróttamaður, stór og stæðilegur. Það kom á óvænt, að Rússinn Bulantjik skyldi hafna í 6. sæti, en hann var með bezta tíma í Evrópu í fyrra, 14.2 sek. í 10 km. göngu leit lengi vel út fyrir tvöfaldan sigur Breta, en á síðasta hring kemur Svisslending- urinn Schwab eins og örskot og skýtur Bretum ref fyrir rass. Bret- ar mótmæltu og sögðu, að Schwab hefði gengið ólöglega, en það voru þeir sjálfir, sem voru hinir seku, enda dæmdir úr leik. Rússneska stúlkan Bogdanova vann langstökk örugglega og voru öll stökk hennar yfir 5.50 m. Hún stökk mjög kröftuglega. Guðmundur Lárusson hljóp í fyrra riðli undanúrslita í 400 m. og virtust litlir möguleikar á, að honum tækist að kljúfa Lewis— Lunis—Siddi, er allir hafa hlaup- ið langt undir 48.0 sek. Guðmund- ur hljóp á 3. braut og fór sér að engu óðslega fyrr en í upphlaup- inu, en þá tók hann glæsilegan 6 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.