Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 23

Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 23
smám saman þangað til þeir verða þægilegir á berum fætinum. Síðan skal farið eins að á þunnum sokk- um, og að síðustu á knattspymu- sokkum. Þetta getur tekið tíma, en leikmaðurinn getur verið full- viss um, að eftir þetta hafi hann góða, vandaða skó (sé hann óað- finnanlega útbúinn til fótanna). Ungir knattspymudrengir ættu að reyna að fá áhuga á öðmm íþróttagreinum, því að þær geta hjálpað honum á braut knatt- spymunnar. Knattleikir eins og golf og tennis geta verið hjálpleg- ir, því að leikmenn geta þá athug- að knöttinn, því að eitt af undir- stöðuatriðum þess að hægt sé að leika knattspymu, er að þekkja til hlítar hreyfingar knattarins. Golf veitir góða og heilnæma hressingu og jafngildir léttri æf- ingu. Það er ekki erfitt og hægt er að grípa til þess, þegar leik- maður er ekki vel fyrirkallaður til að erfiða á hlaupabrautinni. Víðavangshlaup er einnig ágæt æfing, og eigi leikmaður enn eftir nokkra krafta eftir nokkurra mílna skokk, þyrfti úthaldið ekki að valda honum miklum áhyggjum. Hver, sem hefur þátttöku í skipulagðri knattspymu, kemst fljótlega að raun um, að leikmað- ur verður að hafa góða þekkingu á skyldum og störfum hvers ein- staklings í liðinu, eða m. ö. o. að leikmenn verði að vera eins konar sérfræðingar í þeim stöðum, sem þeir leika, en hver og einn verður að falla inn í liðið. Knattspyrnan er fyrst og fremst flokkakeppni. Keppni tveggja liða með ellefu stöðum, sem hver og ein krefst mismunandi leikmanns með ólíka tækni og leikaðferðir. Svo að sá, sem hugsar sér hátt í íþróttinni, verður auk þess að vera góður liðs- maður að velja sér þá stöðu, sem hann álítur sig bezt fallinn til. Sé hann sérlega hár, em mikl- ar líkur til að hann nái árangri sem miðframvörður, því að þar kemur hæðin að miklum notum. Sé hann smár vexti og hafi góða knattmeðferð, kemur innherja- staða til greina. Hraði og hæfi- leiki til að leika á andstæðinginn (plat) kemur að mestum notum hjá útherjum. Að sjálfsögðu kann svo að fara, að fyrsta val mistak- ist, en óþarft er að kippa sér upp við það, breytingar hafa oft orð- ið árangursríkar. Til dæmis hafa útherjar orðið afbragðs innherjar, innherjar hafa orðið góðir fram- verðir. Flestir frægustu framverð- imir hafa áður verið innherjar. Jafnvel miðframherjar hafa orðið þekktir markverðir og einn af þekktari bakvörðum Englands var áður útherji. Þótt ekki gangi vel í einni stöðu er alltaf hægt að reyna aðrar, og ekki er ólíklegt að ein- hver hinna 10 falli betur. Þetta er þá afstaða atvinnu- mannsins til íþróttarinnar sjálfr- ar, en að sjálfsögðu er hún í meg- inatriðum ekki frábrugðin afstöðu áhugamannsins, sem lítur ekki ein- göngu á knattspymuna sem til- breytingu frá daglegum störfum. IÞRÓTTIR 23

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.