Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 9

Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 9
ske hefði Heinrich bara gert það líka. Þegar Öm sá, að keppnin var töpuð ca. 80 m. frá marki í 1500 m. hlaupinu, hægði hann á sér, tók í hönd Heinrichs og síðan hlupu þessir tveir garpar nærri hlið við hlið í mark, Öm þó aðeins á undan. Báðir settu þeir ný landsmet og hér lauk einni jöfnustu og skemmtilegustu tugþrautarkeppni, sem fram hefur farið í Evrópu. Guðmundur Lárusson var óhepp- inn í úrslitum 400 m., því að hann lenti á 6. braut, sem er nokkurs- konar „rothögg" á 400 m. hlaup- ara, sérstaklega fyrir keppnismann eins og Guðmund, annars var brautaskiptingin, talið frá innstu braut: Lewis, Pugh, Wolfbrandt, Lunis, Paterlini, Guðmundur. Lu- nis hélt uppi miklum hraða og var vel fyrstur í miðri seinni beygj- unni, en þá kom Pugh með geysi- sterkan endasprett og sigraði á nýju EM-meti. Guðmundur var lengi vel þriðji, en Wolfbrandt tókst að pína sig fram úr honum á síðustu metrunum. ítalinn Dordoni vann 50 km. göngu óvænt, en með yfirburðum. Svíinn John Ljunggren, sem er Ólympíumeistari í þessari grein, varð annar, og bróðir hans þriðji. Keppt var til úrslita í þrem kvennagreinum í dag og voru sig- urvegararnir allir vel að sigri sín- um komnir. Dumbadze vann kringlukastið, Blankers-Koen 100 m. og franska stúlkan Ben Hamo fimmtarþraut kvenna. í undankeppni langstökksins stökk Torfi 7.20 og varð þriðji, fer hann því í aðalkeppnina á morgun. Ásmundur stóð sig ágæt- lega í undanrásum 200 m. Hann I. Heinrich hljóp í 6. riðli ásamt Rússanum Sucharev, sem hefur náð 21.4 í sumar. Ásmundur var lengi vel fyrstur, en hélt ekki vel út. Such- arev fékk 21.9, en Ásmundur 22.0 og fer hann því í undanúrslitin. Úrslit: Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby, Islandi, 16.74 m. (met), 2. Profeti, Italíu 15.16, 3. Gri- galka, USSR 15.14, 4. Senn, Sviss 14.95, 5. Sercevic, Júgósl. 14.90, 6. Jirout, Júgósl. 14.89. 1934: Wiiding, Eistlandi, 15.19 m. 1938: Kreek, Eistlandi, 15.83. 1946: G. Huseby, Islandi, 15.56. Tugþraut: 1. Heinrich, Frakkl. 7364 st. (franskt met), 2. örn Clausen, ísl. 7297 stig (ísl. met), 3. Tánnander, Svíþjóð 7175 IÞRÓTTIR 9

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.