Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 24

Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 24
FIMLEIKAR: Vestfjarðaför Ármanns. Iþróttaflokkar frá Glímufélag- inu Ármanni hafa sem kunnugt er heimsótt marga staði, bæði utan lands og innan, og gefið fólki kost Hér sýna piltar úr Ármanni vanda- sama handstöðu á að njóta alls hins bezta, er þeir höfðu fram að bjóða. Það er ein- róma álit þeirra, er hvorttveggja hafa farið, þ. e. utan lands og inn- an, að ferðirnar hér heima verði þéim minnisstæðari. Sú hlýja, vin- semd og innilegt þakklæti, sem þeir hafa mætt hjá fólkinu úti í dreifbýlinu, hefur snortið þá djúpt. Minningarnar standa skýrar í hug- 24 um þeirra og munu aldrei hverfa þaðan. í sumar fóru fimleikaflokkar frá Ármanni í sýningarför um Vest- firði, en liðin eru 6 ár síðan Ár- menningar voru þar á ferð. Voru það úrvalsflokkar karla og kvenna undir stjórn Hannesar Ingibergs- sonar og frk. Guðrúnar Nielsen. Kvennaflokkurinn sýndi staðæf- ingar með píanóundirleik og jafn- vægisæfingar á hárri slá. Píanó- undirleikinn annaðist frk. Margrét Einarsdóttir. Karlaflokkurinn sýndi staðæfingar, stökk og æf- ingar á hárri slá. Fararstjóri var Sigurður ■ Guðmundsson, kennari frá Hvanneyri. Auk leikfimissýninganna héldu flokkamir kvöldvöku á allflestum þeim stöðum, er sýnt var á. Var þetta alger nýlunda, er þótti tak- ast vel. Hópurinn, er var alls 26 manns, heimsótti Stykkishólm, Patreks- fjörð, Tálknaf jörð, Bíldudal, Þing- eyri, Flateyri, Dýrafjörð, Suður- eyri, Bolungarvík og ísafjörð. Á öllum þessum stöðum voru haldn- ar sýningar eða alls 10 stöðum. . Veður hélzt hið bezta meðan á förinni stóð. Var sýnt úti á öllum stöðunum, að einum undanskild- um, en það var sökum rigningar. Forráðamenn íþrótta- og ung- mennafélaga önnuðust móttökur, er voru alstaðar hinar beztu. IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.