Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 20

Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 20
Noregsför Vals Sveinn Helgason Á hádegi laugardaginn 15. júlí hélt Knattspyrnufélagið Valur í 3. keppnisferð sína til Norður- landa. Var fyrst haldið til Kaup- mannahafnar með Gullfossi, með viðkomu í Leith. Fyrst framan af var veður hið versta, og var held- ur lágt risið á mörgum, en um hægðist, er sunnar dró. Samskipa þeim Völsurum voru sjálenzku knattspyrnumennirnir og fór vel á með þeim, en heldur þótti þessi fríði og föngulegi hóp- ur yfirgangssamur um borð, og var til þess bragðs tekið að gera hann „útlægan" úr sumum sölum 1. farrýmis. En til Hafnar komst flokkurinn slysalaust, og eftir að sjóriðan var horfin, gekk hann til leiks við fyrrverandi gesti sína, K.F.Ú.M.’s Boldklub og sigraði þá með 3:1. Létu dönsku blöðin svo um mælt eftir leikinn, að Valur hefði sýnt knattspymu, sem ekki ’ gæfi eftir leik danskra 1. deildar- félaga. Þvi næst var haldið til Osló og lék Valur þar við Válerengen, sem er eitt af sterkustu liðum Noregs. Fór leikurinn fram á Bislet í rign- ingu og háði það löndunum, hve völlurinn var háll. Engu að síður var þetta vel leikinn og skemmti- legur leikur. Hrósa norsku blöðin liðinu mjög og geta mjög lofsam- lega frammistöðu Sveins Helgason- ar og Sæmundar Gíslasonar. Gunn- laugur og Sveinn skoruðu mörk Vals, og stóðu leikar 2:2 í hléi, en í síðari hálfleik koraði Váler- engen sigurmarkið, Þetta var eini leikurinn. sem Valur tapaði í ferð- inni. Strax á fyrstu mínútu leiksins gegn Grane í Arendal komust Norðmennimir í gegn og skomðu mark, en áður en yfir lauk hafði Valur skorað 4 mörk og lyktaði leiknum þannig. í þessum leik var Gunnlaugur miðframherji og skor- aði hann þrjú markanna. Nætsi leikur var gegn Frederik- sands-félaginu Donn, sem „hadde lite eller ingen ting a si mot det 20 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.