Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 11
ætlaði að tapa, en hann flaug yfir
4.25 í þriðju tilraun og 4.30 í ann-
arri og vann þar með eina gull Sví-
anna á þessu móti.
Aðalkeppni dagsins var einvígi
Reiffs og Zatopeks í 5 km. hlaup-
inu. Aldrei höfðu eins margir
áhorfendur safnazt saman á Hey-
sel-leikvanginum síðan mótið hóst,
enda var þetta eina von Belgíu-
manna um meistara. Reiff tók þeg-
ar forustuna og fór greitt, en á
öðrum hring er Zatopek kominn
á hæla hans og síðan berjast þess-
ir garpar um forustuna af miklum
vígamóði, áhorfendur, sem flestir
voru Belgar, kölluð í sífellu: Gast-
on, Gaston, Gaston. Þegar þrír
hringir voru eftir leit Zatopek
mjög þreytulega út og virtist ætla
láta undan síga, en þá gerði Reiff
mikið glappaskot, gaf Tékkanum
í skyn þreytu sína með því að láta
handleggina síga, til að slappa sig
af. Þetta sá Zatopek og gaf honum
hugrekkið. Hann þýtur fram úr
Reiff, en Reiff gefur sig ekki og
þegar 600 m. eru eftir, tekur hann
forustuna aftur. Bjallan hringir til
merkis um að einn hringur sé eft-
ir og þá er eins og „jámbrautar-
lestin“ Zatopek vakni af dvala,
hann þýtur fram úr Reiff á mikl-
um hraða sem óþreyttur sé, hélt
þeirri ferð allan hringinn út og
nær næstbezta tíma, sem náðst
hefur í heiminum, 14:03.0 mín., en
heimsmet Hággs er 13:58.2. Reiff
féll nú allur ketill í eld og hætti
sem sagt að hlaupa. Á síðustu
metrunum varð hann einnig að
hleypa Frakkanum Mimoun fram
úr sér. Zatopek hljóp síðustu 400
m. á 62.4 sek.!
ítalamir Consolini og Tosi skip-
uðu fyrsta og annað sæti í kringlu-
kastinu, en það gerðu þeir einnig
Torfi Bryngeirsson
í Osló 1946 og á Ólympíuleikjunum
í London, þó að við Ameríkana
væri að etja. Þeir em báðir stórir
og sterkir og afburða leiknir, sér-
staklega Consolini. Köst hans vom
mjög jöfn, eða: 51.14 - 52.01 - 51.05
- 52.26 - 53.75 - 51.87!
Norðmaðurinn Boysen var álit-
inn hafa mesta möguleika á að
vinna 800 m. hlaupið, en þetta var
hans fyrsta stóra keppni og við
marga keppnisvana hlaupara að
etja, og svo fékk Boysen yztu
brautina, sem almennt er talin
verst. Hann sá sér því þann kost
vænstan að taka fomstuna og hljóp
mjög greitt, já, alltof greitt, því
að millitíminn á 400 m. var 51.6,
en Boysen hefur náð 49.5 bezt á
400 m. Þegar 200 m. vom eftir
er Boysen enn fyrstur, en þá tek-
ur Parlett sinn endasprett og í
byrjun upphlaupsins fer hann fram
úr hverjum hlauparanum á fætur
IÞRÓTTIR
11