Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 22

Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 22
W. STEEL: FYRSTU SKREFIN Kennsluþáttur í knattspyrnu. Niðurlag. Baðmull er svo mikið notuð, að leikmenn eru stundum kallaðir „baðmullardrengir“ eða jafnvel „kettlingar". Ef þú kemst að raun um, að baðmull og bindi hlífi fót- unum, eins og flestir leikmenn álíta, skaltu umfram allt nota hvorttveggja. Ég geri ráð fyrir, að ég sé einn af þeim fáu, sem nota hvorugt, þar sem mér finnst það hindra eðlilegar hreyfingar. Finnist leik- manni þetta ekki hafa neina þýð- ingu, ætti hann ekki að nota það. Ef hann aftur á móti hefur trú á bindum, verður hann að hafa í huga, að þeim hættir til að stöðva blóðrásina í fætinum, séu þau vaf- in of fast. Laus bindi eru ekki til neins, en séu þau of föst, valda þau verk. Ennfremur skyldi haft í huga, að öklabindi eru aðeins til styrkingar, og leikmaður ætti að geta gert upp við sig eftir tvö eða þrjú skipti, hvort þeirra er nokk- ur þörf. Ennfremur ætti leikmaður að koma fyrir baðmullarhnoðra milli legghlífarinnar og skósins. Legg- hlífar eiga það stundum til að renna niður í miðjum leik, og þeg- ar þær komast niður að öklanum, taka þær að nudda húðina. Reimar skulu hafðar þéttar, þannig að skórnir falli þægilega að, en enn verður að gæta þess, að þeir séu ekki það fast reimaðir að blóðrásin stöðvist. Fyrstu not eða jafnvel kaup á nýjum skóm þarfnast umhugsunar og aðgætni. Það þýðingarmesta í þessu sambandi er ekki, hvernig þeir falla að fætinum í upphafi, heldur hvemig þeir verða orðnir eftir nokkra leiki. Það skiptir mestu máli. Skór, sem falla þægi- lega að, þegar þeir eru nýir, verða orðnir of rúmir eftir nokkra leiki. Leikmaður ætti því ávallt að kaupa of þrönga skó og víkka þá út smátt og smátt. Til frekari skýringar skal nefnt dæmi. Noti leikmaður nr. 7 af venjulegum gönguskóm, ætti hann að fá sér nr. 6 eða jafn- vel 5y2 af knattspyrnuskóm. Hann kemst fljótlega að raun um, að þeir þenjast út, og eftir því sem þeir víkka, laga þeir sig eftir fót- löguninni. Enda þótt ég noti nr. 6 eða 6y2 af götuskóm, kaupi ég aðeins 4y2 eða ef til vill 5 af knattspymu- skóm, komið undir lögun skónna. Bezta leiðin til að „venja“ skó, er að troða sér fyrst berfættum í þá og ganga á þeim í 10 mínútur. Meiði þeir mikið, er ekki ráðlegt að vera lengur í þeim. Sé þetta endurtekið daglega, víkka þeir 22 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.